9. fundur 28. mars 2019 kl. 16:00 - 19:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sat fundinn undir liðum 1 og 3 Klara Viðarsdóttir.

1.Rekstraryfirlit 26032019

1903057

Yfirlit um rekstur janúar-febrúar 2019
Lagt fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins janúar-febrúar 2019.

2.Guðrúnartún - gatnagerð

1902030

Undirbúningur framkvæmdar.
Byggðarráð hefur fjallað um verkefnið og leggur til að gengið verði til samninga við Þjótanda ehf samkvæmt niðurstöðu verðkönnunar sem gerð var meðal jarðvinnuverktaka í Rangárvallasýslu.

Samþykkt með 2 atkvæðum (HE,HT), 1 situr hjá (MHG)

Bókun fulltrúa Á-lista:
Undirrituð telur að gatnagerð eigi að fara í útboð.
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

3.Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki 1

1903062

Tillaga að viðauka.
Lögð fram tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn gerir ráð fyrir aukinni fjárfestingu í eignasjóði að fjárhæð 82,7 milljónir og fjárfestingu í B-hluta að fjárhæð 57,5 milljónir. Eftirfarandi verkefni voru á áætlun 2018 og voru fjárheimildir þar ekki nýttar að fullu og því tillaga um að færa fjárheimildir yfir á þetta ár:

Eignasjóður
Þrúðvangur 18 , leikskóladeild 4.100.000 Seinkun framkvæmda
Íþróttahús viðbygging 8.000.000 Seinkun framkvæmda
Oddabrú 31.600.000 Seinkun framkvæmda
Langekra 4.000.000 Seinkun vegna stofnunar lóðar.

Félagslegar íbúðir 48.000.000 Afhending fer fram 2019 á öllum íbúðum og þær
færðar til eignar á afhendingardegi.

Fráveita 9.500.000 Seinkun framkvæmda

Alls 105.200.000

Auk þess gerir viðaukinn ráð fyrir aukinni fjárfestingu í gatnagerð að fjárhæð 35 milljónir. Þessi fjárfesting fer í gatnagerð við Guðrúnartún. Viðaukanum er mætt með handbæru fé sem flyst á milli ára. Um 102 milljónir sem verða eftir vegna fjárfestingarverkefna sem frestuðust og 68 milljónir sem að Rangárþing ytra fékk greitt frá Héraðsnefnd í lok árs 2018 vegna sölu á landi og ekki var í áætlun.
Viðaukinn er því að fullu fjármagnaður.

Samþykkt samhljóða.

4.Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Suðurlands - tilnefning fulltrúa

1903035

Frágangur á tilnefningum.
Fulltrúar Rangárþings ytra í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Suðurlands verða eftirtaldir:

Haraldur Eiríksson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Björn Stefánsson
Anna Vilborg Einarsdóttir

5.Umsókn um lóð undir 4 raðhús ætluð til skammtímaleigu

1902043

Room ehf óskar eftir lóðum.
Byggðarráð tekur vel í hugmynd umsækjanda og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

6.Umsókn um lóð vestan við Stracta hótel.

1903025

Mosfell fasteign ehf óskar eftir lóð vestan Stracta hótels
Hreiðar Hermannsson og Margrét Grétarsdóttir frá Stracta Hótel komu í heimsókn og sögðu frá framtíðarhugmyndum varðandi uppbyggingu. Frekari útfærsla á hugmynd varðandi lóð vestan hótelsins mun berast fljótlega.

7.Kolefnisjöfnun Rangárþings ytra

1903018

Útreikningur á kolefnisspori.
Tillagan er að fá Eflu til að reikna út kolefnisspor vegna starfsemi sveitarfélagsins. Reiknað er með að um verði að ræða samvinnu starfsfólks sveitarfélagsins til að leggja mat á þetta undir verkstjórn starfsmanns hjá umhverfissviði Eflu. Kostnaðaráætun er 750 þ. auk vsk og áætlað að verkefninu verði lokið fyrir 31 maí n.k.

Samþykkt samhljóða.

8.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2019

1901018

Svör við fyrirspurnum um heimgreiðslur, Suðurlandsveg 1-3 og Lund.
Sveitarstjóri lagið fram minnisblöð með svörum við fyrirspurnum frá síðasta sveitarstjórnarfundi.

9.Framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga - hugmyndir um frystingu

1903053

Tillaga er um að byggðarráð Rangárþings ytra geri eftirfarandi bókun um fyrirhugaða skerðingu á framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga:

Byggðarráð Rangárþings ytra mótmælir harðlega þeim áformum fjármálaráðherra og ríkisstjórnar að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um a.m.k. 3,3 milljarða á árunum 2020 og 2021. Skerðingin kemur harðast niður á útgjaldajöfnunarframlögum, en þau renna einkum til sveitarfélaga á landsbyggðinni sem hafa mörg hver veikan fjárhag. Skerðingin kemur einnig niður á framlögum til þjónustu við fatlað fólk og getur falið í sér að dregið verði úr þeirri þjónustu.

Áætlað tekjutap sveitarfélaga á Suðurlandi af framlögum til útgjaldajöfnunar og vegna fasteignaskatts er um 505 mkr. og vegna málefna fatlaðra 29 mkr. Framlög til málefna fatlaðra hafa ekki staðið undir rekstrarkostnaði og bætir þetta ekki stöðu þess málaflokks.

Árið 2015 voru samþykktar leiðréttingar á framlögum til málefna fatlaðra sem námu um 1,5 milljarði króna. Sú niðurstaða var samkomulag sem byggði á löngu og ítarlegu samráðsferli milli ríkis og sveitarfélaga. Að þurrka nánast út með einu pennastriki þann árangur sem þá náðist er í hróplegu ósamræmi við það samstarf við ríkið sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt mikla vinnu í að styrkja á liðnum áratug.

Einhliða ákvörðun ríkisvaldsins af þessu tagi er í andstöðu við það formlega samráðsferli ríkis og sveitarfélaga sem hefur þróast á undanförnum árum og fela áform þessi í sér algeran trúnaðarbrest gagnvart sveitarfélögunum í landinu. Ekki getur með nokkrum hætti talist eðlilegt að áhersla á að bæta afkomu ríkissjóðs skili sér í skerðingum á tekjum sveitarfélaganna, sem standa undir mjög stórum hluta almannaþjónustu í landinu.

Þess er krafist að áform um skerðingu tekna Jöfnunarsjóðs verði afturkölluð þegar í stað.

Samþykkt samhljóða.

10.Beiðni um styrk vegna keppnisferðar

1903054

Sindri Seim Kristinsson
Tillaga um að veita fararstyrk að upphæð 50.000 kr í samræmi við reglur sveitarfélagsins um styrkveitingar til afreksfólks í íþróttum.

Samþykkt samhljóða.

11.Erindi vegna byggingar raðhúss fyrir aldraða

1807014

Ósk um stofnstyrk vegna húsnæðissjálfseignarstofnunar.
Vegna fyrirhugaðrar stofnunar húsnæðissjálfseignarstofnunar, sem Íbúðalánasjóður úthlutaði nýlega stofnframlagi til kaupa á 4 íbúða raðhúsi á Hellu, óskar Neslundur ehf eftir stofnstyrk. Tillaga um að styrkja stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar um 550.000 kr. Fjármagnað með handbæru fé.

Samþykkt samhljóða.

12.Styrkur á móti fasteignagjöldum

1903010

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2019. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

13.Ósk um styrk vegna bókaútgáfu

1903026

Frá Bókhlöðu Gunnars Guðmundssonar ses
Bókhlaða Gunnars Guðmundssonar óskar eftir styrk til bókaútgáfu. Tillaga um að hafna erindinu þar sem sveitarfélagið styrkir verkefnið í gegnum hérðasnefnd.

Samþykkt samhljóða.

14.Til umsagnar 356.mál

1902009

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna.
Ungmennaráð sveitarfélagsins hefur fjallað um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna og styður það. Ungt fólk er orðið virkir þátttakendur í því samfélagi sem það býr í við 16. ára aldur og vill fá að taka þátt og hafa áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru.

Byggðarráð fagnar skýrri afstöðu ungmennaráðs. Byggðarráð telur hins vegar að ekki sé skýr afstaða almennt um þetta mál og telur að kryfja þurfi kosti og galla frumvarpsins mun betur áður en ákvörðun er tekin. Með tilkomu ungmennaráða kemur greinilega fram að ungt fólk getur haft áhrif með beinum hætti þó kosningaaldri sé ekki náð.

15.Til umsagnar 710.mál

1903047

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð.
Lagt fram til kynningar.

16.Til umsagnar 711.mál

1903052

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurími).
Lagt fram til kynningar.

17.Til umsagnar 647.mál

1903036

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.)
Lagt fram til kynningar.

18.Umhverfisnefnd - 3

1903009F

Lagt fram til kynningar.

20.SOS - 278 stjórnarfundur

1903031

Fundargerð frá 11032019
Lagt fram til kynningar.

21.Félags- og skólaþjónusta - 37 fundur

22.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 10

1903037

Fundargerð
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

23.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 11

1903038

Fundargerð
Lagt fram til kynningar.

24.Oddi bs - 10

1903010F

Lagt fram til kynningar.

25.Fjárfesting og eftirlit með framvindu

Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?