10. fundur 11. apríl 2019 kl. 14:00 - 15:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sátu fundinn Yngvi Harðarson, Steindór Tómasson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri og Auðunn Guðjónsson endurskoðandi sveitarfélagsins.

1.Ársreikningur 2018 Rangárljós

1904013

Auðunn Guðjónsson endurskoðandi sveitarfélagsins kynnti ársreikninginn og er hann tilbúinn til afgreiðslu í sveitarstjórn.

2.Ársreikningur 2018

1904012

Trúnaðarmál
Auðunn Guðjónsson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins, fór yfir ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2018.

Byggðarráð samþykkir að vísa framlögðum ársreikningi Rangárþings ytra fyrir árið 2018, með undirritun sinni, til endurskoðunar og leggur fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

3.Styrkur - Karlakór Rangæinga

1904005

Karlakór Rangæinga óskar eftir styrk til útgáfu söngskrár.
Tillaga um að styrkja Karlakór Rangæinga um 50.000.- kr vegna söngskrár.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?