12. fundur 23. maí 2019 kl. 16:00 - 18:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættist liður 9. Útboð á raforkukaupum og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi. Einnig sátu fundinn Klara Viðarsdóttir undir lið 5 og Jón Sæmundsson undir lið 6.

1.Íþrótta- og tómstundanefnd - 4

1905013F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • 1.3 1905030 Landsmót UMFÍ 50
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 4 Nefndin tekur heilshugar undir áskorunina frá Ungmennafélaginu Heklu og hvetur sveitarstjórn til þess að taka jákvætt í erindið. Bókun fundar Fyrir liggur áskorun til sveitarstjórnar frá Ungmennafélaginu Heklu um að senda inn beiðni til stjórnar HSK þess efnis að sótt verði um að halda Landsmót UMFÍ 50 árið 2021 á Hellu. Stjórn HSK sendir þá inn umsókn fyrir hönd sveitarfélagsins. Heilsu- íþrótta- og tómstundanefnd hefur fjallað um málið og hefur hvatt sveitarstjórn að taka jákvætt í erindið. Byggðarráð tekur jákvætt í þetta mál og tillaga er um að byggðarráð sendi inn beiðni til stjórnar HSK um að sótt verði um, en tímafrestur er stuttur og mikilvægt að tapa ekki af lestinni. Er þetta gert með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.

2.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 6

1905011F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Sorpstöð Rangárvallasýslu - stjórn 204

1905042

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

4.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 12

1905043

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Rekstraryfirlit 23052019

1905032

Rekstur sveitarfélagsins jan-apríl 2019
Klara Viðarsdóttir kynnti rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar-apríl.

6.Íþróttamiðstöð Hellu - viðbygging

1808032

Niðurstaða útboðs, drög að verksamningi.
Jón Sæmundsson hjá Verkís kynnti niðurstöðu útboðs í viðbyggingu við Íþróttahúsið á Hellu. Þrjú tilboð bárust og uppfylltu tvö þeirra útboðsskilmála. Tré og Straumur ehf 123.088.408 kr og Smíðandi On ehf 189.477.511 kr. Kostnaðaráætlun var 113.182.500 kr.

Tillaga er um að ganga til samninga við Tré og Straum ehf og er sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Gert er ráð fyrir að sá hluti framkvæmdarinnar sem fellur á þetta ár rúmist innan fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.

7.Erindi frá skólaráði Grunnskólans á Hellu

1905014

Fulltrúar koma til fundar.
Fulltrúar frá skólaráði Grunnaskólans á Hellu komu til fundar við Byggðarráðið. Rætt var um hvernig best væri að vinna málið áfram og er niðurstaðan sú að leggja til við sveitarstjórn að stofnaður verði sérstakur starfshópur til að greina þarfir grunnskólans til framtíðar litið. Skólastjóri starfi í hópnum og óskað verði eftir því við skólaráð grunnskólans að tilnefna fulltrúa starfsmanna, nemenda og foreldra. Af hálfu sveitarfélagsins verði sömu fulltrúar og eru í starfshóp um leikskóla. Fyrsti fundur verði fyrir 15. júní og formanni byggðaráðs verði falið að kalla hópinn saman.

Samþykkt samhljóða

8.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2019

1901018

Umræða um fasteignaskatt.
Fulltrúi Á-lista óskar eftir yfirliti um samsetningu fasteignagjalda ársins 2019. Sveitarstjóra falið að leggja slíkt fram á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

9.Útboð á raforkukaupum

1905046

Tilboð frá Ríkiskaupum um þátttöku í útboði.
Tillaga er um að taka tilboði Ríkiskaupa um að vera með í útboði á raforkukaupum nú í sumar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

10.Svínhagi L6. Breytt heiti lóðar.

1905031

Óskað eftir umsögn varðandi nafnið Árgarð
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við heitið Árgarð á lóðina Svínhaga L6.

Samþykkt samhljóða.

11.Til umsagnar 256.mál

1905034

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun.
Lagt fram til kynningar.

12.Til umsagnar 753.mál

1905037

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun).
Lagt fram til kynningar.

13.Til umsagnar 825.mál

1905036

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra.
Lagt fram til kynningar.

14.Til umsagnar 844.mál

1905033

Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris).
Lagt fram til kynningar.

15.Hrafntinnusker fráveitumál - umsagnarbeiðni

1905012

Tillaga er um að byggðarráð Rangárþings ytra geri ekki athugasemd við fyrirhugaða aðferð við urðun salernisúrgangs til reynslu tímabundið í ljósi mjög erfiðra aðstæðna. Áfram verði leitað leiða til að koma fráveitumálum í Hrafntinnuskeri í þannig horf að til sóma sé á landsvísu.

Samþykkt samhljóða.

16.280.stjórnarfundur

1905026

Fundargerð.
Lagt fram til kynningar.

17.Stefnumótun í íþróttamálum

1905017

Frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Lögð fram endurskoðuð stefna í íþróttamálum þjóðarinnar. Byggðarráð lýsir yfir ánægju með málið og hvetur íbúa til að kynna sér stefnuna sem er aðgengileg á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytisins: https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2ad118a6-6cfe-11e9-943c-005056bc530c

18.Bréf frá UNICEF

1905044

Varðandi stofnanir sem starfa með börnum.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?