13. fundur 27. júní 2019 kl. 16:00 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Rekstraryfirlit 25062019

1906025

Rekstraryfirlit janúar-maí 2019
Lagt fram rekstraryfirlit til loka maí 2019.

2.Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki 2

1906035

Tillaga að viðauka 2-2019.
Lögð fram tillaga að viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn gerir ráð fyrir aukinni fjárfestingu í eignasjóði að fjárhæð 16,3 milljónir vegna breytinga á húsnæði og fyrirhugaðrar endurnýjunar á þaki á Þrúðvangi 18. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé.

Samþykkt með 2 atkvæðum (HE,HT), 1 situr hjá (MHG).

Bókun Á-lista:
Undirrituð harmar enn og aftur að framkvæmdir við Þrúðvang 18 séu komnar langt yfir upphaflega kostnaðaráætlun. Upprunaleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 17,5 milljónir króna en með þessum viðauka endar verkið í 33,8 milljónum króna og eru þá framkvæmdir við endurbætur komnar um 100% yfir upphaflega kostnaðaráætlun. Undirrituð telur nú sem áður að þeim 59.8 milljónum króna sem eru nú áætlaðar í kaup og endurbætur á Þrúðvangi 18 hefði betur verið varið í að flýta framkvæmd við nýja leikskólabyggingu á Hellu.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fulltrúi Á-lista í byggðarráði

3.Erindi vegna spennistöðvar

1906034

Frá Kristínu Gunnarsdóttur.
Lagt fram erindi frá Kristínu Gunnarsdóttur vegna spennistöðvar á vegum Rarik í Nestúni. Byggðarráð tekur undir athugasemdir Kristínar enda er ekki gert ráð fyrir húsi af þessu tagi á þessum stað á skipulagi. Óskað hefur verið eftir því við Rarik að spennistöðinni verði fundinn hentugri staður. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

4.Erindi vegna hjólabretta

1906017

Frá Dögg Þrastardóttur
Lögð fram gögn vegna aðstöðu fyrir hjólabretti á Hellu. Ljóst er að kostnaður við að koma upp lágmarksaðstöðu gæti verið á bilinu 2-10 milljónir fyrir utan malbikað eða steypt plan. Byggðarráð tekur vel í erindið og telur áhugavert að vinna það áfram og mögulega byggja upp slíka aðstöðu í áföngum. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

5.Litboltavöllur við Hellu

1906023

Erindi frá Fjalari Kristjánssyni
Jónas Fjalar Kristjánsson og Guðlaugur Helgason hafa kynnt fyrir sveitarfélaginu áhuga sinn á að koma upp aðstöðu fyrir s.k. litabolta í nágrenni Hellu og hafa einkum litið til svæðisins milli Rangárbakka og Aldamótaskógar. Byggðarráð tekur vel í hugmyndina sem gæti aukið möguleika til afþreyingar á svæðinu. Tillaga er um að fela sveitarstjóra að hlutast til um að hugmyndin verði kynnt fyrir næstu nágrönnum á þessu svæði og eftir atvikum undirbúa samning um tímabundin afnot af þessu svæði ef ekki koma fram alvarlegir meinbugir.

Samþykkt samhljóða.

6.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2019

1901018

Tillaga varðandi hraðhleðslustöð.
Tillaga Á-lista:
Undirrituð leggur til að Rangárþing ytra sæki um styrk í Orkusjóð til að setja upp hraðhleðslustöð fyrir rafbíla í sveitarfélaginu.

Greinargerð:
Í byrjun júní auglýsti Orkusjóður styrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Rafbílum hefur fjölgað mjög undanfarin misseri og er því þörf á fleiri hleðslustöðvum í sveitarfélaginu.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Tekið vel í tillöguna en afgreiðslu frestað til næsta fundar sem áætlaður er 25. júlí. Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna varðandi kostnað við uppsetningu slíkra stöðva.

Samþykkt samhljóða.

7.Afnotasamningar - Landgræðslan

1906029

Vegna beitarafnota á Geldingalækjarheiði og Rotum.
Lögð fram drög að samningum við Landgræðsluna beitarafnot á Geldingalækjarheiði og Rotum. Tillaga um að samþykkja samningana fyrir hönd sveitarfélagsins og fela sveitarstjóra að undirrita þá.

Samþykkt samhljóða.

8.Vatnajökulsþjóðgarður - breyting á reglugerð

1906026

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 150/2019 - Drög að breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð.
Lagt fram til kynningar.

9.SASS - 546 stjórn

10.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 59

11.SOS - stjórn 281

1906031

Sorpstöð Suðurlands - fundargerð.
Lagt fram til kynningar.

12.Félagsmálanefnd - 67 fundur

1906033

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

14.Framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga - hugmyndir um frystingu

1903053

Frá Sambandi Ísl. Sveitarfélaga
Byggðarráð fagnar því að horfið hefur verið frá frystingu á framlögum til Jöfnunarsjóðs en þar má þakka góðri samstöðu sveitarfélaga landsins sem mótmæltu þeirri ráðstöfun af fullum þunga. Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?