15. fundur 30. júlí 2019 kl. 11:30 - 12:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Húsakynni bs - 5

1907013F

Vísað er til umfjöllunar um einstaka liði en fundargerðin að öðru leyti til kynningar.
  • Húsakynni bs - 5 Fyrir liggur að eitt tilboð barst í verðkönnun vegna Bílaplans á Laugalandi en aukinn frestur var gefinn til 26 júlí. Tilboðið var frá Heflun ehf. Fyrir liggur að miðað við tilboðið og þær aukaframkvæmdir, sem ákveðið var að fara í á síðasta fundi varðandi leiksvæði fyrir Leikskólann og utanhússklæðningu á íbúðaálmu Laugalandshúsanna, þá rúmast þetta ekki innan fjárheimilda ársins. Það er mat stjórnar að óska þurfi eftir allt að 20 mkr aukafjárveitingu frá eigendum Húsakynna bs til að ljúka þessum framkvæmdum innan ársins. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélaganna til þessa sem allra fyrst því framkvæmdatími við bílaplan er afar knappur. Bókun fundar Tillaga er um að fresta framkvæmdum við bílaplan á Laugalandi fram á næsta vor í ljósi þess að framkvæmdatími fram að skólabyrjun er afar knappur og fyrir liggur að framkvæmdafé skv. fjárhagsáætlun ársins dugir ekki til að ljúka öllum framkvæmdum ársins hjá Húsakynnum. Ekki er talið ráðlegt að skipta framkvæmdinni upp í smærri verkþætti. Lagt verði upp með að framkvæmdin við bílaplanið verði fullfjármögnuð á fjárhagsáætlun næsta árs og leitað verði tilboða í verkið fljótlega upp úr næstu áramótum. Mikilvægt er að verkinu sé alveg lokið áður en skólar koma úr sumarfríum.

    Samþykkt með tveimur atkvæðum (HE,HT), einn á móti (MHG).

2.Þjóðgarður á miðhálendinu

1706009

Samráðsgátt.
Tillaga er um að fela sveitarstjóra að taka saman umsögn, í samræmi við umræður á fundinum, um Þjóðgarð á Miðhálendinu og senda inn í samráðsgátt fyrir 13. ágúst n.k. Drög verði send á sveitarstjórn til skoðunar.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?