7. fundur 28. janúar 2015 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Eyþór Björnsson starfandi aðalbókari sat fundinn undir liðum 1-3.

Formaður setti fund og stjórnaði honum.

Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til þá dagskrárbreytingu að við myndu bætast liðir 6, 9, 11 og 12, mál 456 til umsagnar frá Alþingi, ósk um styrk frá Golfklúbbi Hellu, fundargerðir 5 og 6 Suðurlandsvegur 1-3 ehf. Aðrir liðir færast niður. Það var samþykkt samhljóða.

1.Rekstraryfirlit 28012015

1501034

Farið yfir rekstur ársins 2014
Lagt fram yfirlit yfir laun til loka árs 2014 ásamt samanburði við fjárhagsáætlun, innheimtar skatttekjur í samanburði við fjárhagsáætlun og lausafjárstöðu 28.01.2015.

2.Fjárhagsáætlun 2016 - vinnuplan

1501035

Lagðar fram tillögur um vinnulag við áætlanagerð næsta árs
Ákveðið að byggja á þeim og gera ráð fyrir að drög að forsendum fjárhagsáætlunar næsta árs verði tilbúin fyrir marslok.Samþykkt samhljóða

3.Fasteignir Rangárþings ytra - yfirlit janúar 2015

1412047

Heildaryfirlit um íbúðir, hús, lóðir og lendur í eigu Rangárþings ytra 14.1.2015
Lögð fram gögn um fasteignir sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að ganga frá tillögu að sölulista í samræmi við umræður á fundinum og jafnframt að leita eftir mati fasteignasala á viðkomandi eignum áður en tillagan verður lögð fyrir sveitarstjórn.Samþykkt samhljóða

4.Öldungaráð

1410002

Tilnefning varamanns í Öldungaráð
Tillaga um að skipa Magnús H. Jóhannsson sem varamann í ÖldungaráðSamþykkt samhljóða

5.Til umsagnar frá Alþingi - mál 403

1501036

Frumvarp til laga um örnefni
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við frumvarpiðSamþykkt samhljóða

6.Til umsagnar frá Alþingi - mál 456

1501049

Frumvarp til laga um Menntamálastofnun
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við frumvarpiðSamþykkt samhljóða

7.Hugmyndagátt janúar 2015

1412061

Ábending um umhverfismál
Í hugmyndagáttina hafði borist erindi um bílflak sem þyrfti að fjarlægja. Ábendingu um þetta verði komið á framfæri við forstöðumann Eignaumsjónar. Að gefnu tilefni ályktar Byggðarráð um nauðsyn þess að skipuleggja að venju allsherjar tiltektarátak fyrir vorið.Samþykkt samhljóða

8.Fyrirspurnir frá Á-lista 28.01.2015

1501042

Um kynningu á siðareglum og nágrannagæslu
8.1 Hver er staða mála vegna uppsetningar á skiltum í þéttbýlinu vegna nágrannagæslu VÍS?Haft hefur verið samband við VÍS um þetta mál og þar er áhugi á að koma verkefninu áfram.8.2 Er búið að kynna siðareglur sveitarfélagsins í öllum nefndum, ráðum og stjórnum með formlegum hætti?Nei það hefur ekki verið gert kerfisbundið en rétt að fylgja því eftir nú þegar endurskoðun á erindisbréfum lýkur

9.Golfklúbburinn Hellu - umsókn um æskulýðsstyrk

1501050

Til að halda úti unglingastarfi
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til frekari úrvinnslu hjá Íþrótta- og tómstundanefnd.Samþykkt samhljóða

10.3.fundur Íþrótta-og tómstundanefndar

1501032

Fundargerð frá 21012015
10.1 Málefni Félagsmiðstöðvar

Byggðarráð tekur undir þakkir til Ómars Diðrikssonar fyrir góð störf í þágu sveitarfélagsins á umliðnum árum og væntir sömuleiðis góðs af þeirri ráðstöfun að fá Guðmund Jónasson og Björk Grétarsdóttur til að hafa umsjón með Félagsmiðstöðinni Hellinum fram á vorið. Byggðarráð telur mikilvægt að nýta tímann í samstarfi við nýja umsjónarmenn til að endurskipuleggja starfsemina þannig að hún megi dafna áfram og nýtast ungmennum sveitarfélagsins til aukins félagsþroska og ánægju. Í vetur verði þannig mótaðar tillögur að mögulegum breytingum á starfseminni sem afstaða verði síðan tekin til fyrir næsta skólaár.Samþykkt samhljóða10.2 Skipulögð íþróttastarfsemi leikskólabarna

Sveitarstjóra falið að kanna hvort slík starfsemi geti rúmast innan samstarfssamninga við Íþrótta- og Ungmennafélögin.Samþykkt samhljóða

11.Stjórn S1-3 ehf - 6 fundur

1501046

Fundargerð 150115
Fundargerðin lögð fram til kynningar

12.Stjórn S1-3 ehf - 7 fundur

1501047

Fundargerð 270115
12.1 Samningur um húsvörslu milli Suðurlandsvegar 1-3 ehf og Þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra.Byggðarráð staðfestir samninginn samhljóða

13.Stjórnarfundur 39 í Brunavörnum Rangárvallasýslu bs

1501033

Fundargerð frá 22012015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

14.Félagsmálanefnd 22 fundur stjórnar

1501030

Fundargerð frá 19012015
Fundargerðin lögð fram til kynningar
Fylgiskjöl:

15.236.fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs

1501026

Fundargerð frá 06012015
Fundargerðin lögð fram tilkynningar

16.Tún Aukafundur/Hluthafafundur

1501019

Fundargerð frá 15012015
Fundargerðin lögð fram til kynningar

17.Mannvirki sem skylt er að vátryggja

1501027

Eigendur mannvirkja skulu fyrir 1.mars á hverju ári senda Viðlagatryggingu íslands skrá um ný mannvirki og breytingar á eldri mannvirkjum
Lagt fram til kynningar

18.Landsþing Sambands Íslenskra Sveitarfélaga 2015

1501038

XXIX landsþing 17 apríl 2015
Lagt fram til kynningar

19.Matslýsing vegna kerfisáætlunar 2015-2024 og gagnaöflun

1501037

Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar 2015-2024 samkvæmt raforkulögum
Lagt fram til kynningar
Fundargerð yfirlesin og samþykkt

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?