18. fundur 31. október 2019 kl. 16:00 - 18:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Í upphafi gerði formaður að tillögu sinni að bæta eftirfarandi liðum við dagskránna: 18. Endurnýjun þjónustusamnings - Umf. Hekla og 20. Svínhagi Ás-7 Hvílusteinn. Ósk um breytingu á nafni lands, og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi. Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir liðum 3 og 4.

1.Oddi bs - 20

1909014F

Til kynningar.

2.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 7

1910012F

Til kynningar.

3.Rekstraryfirlit 29102019

1910055

Yfirlit um rekstur sveitarfélagsins janúar-september
Lagt fram og kynnt yfirlit um rekstur sveitarfélagsins fram til loka september 2019.

4.Fjárhagsáætlun 2020-2023

1909012

Drög að áætlun til vinnslu.
Fjallað um fyrstu drög að fjárhagsáætlun. Fjárhagsáætlanir byggðasamlaga og tengdra verkefna eru nú að berast og tímasetningar gagnvart framlagningu áætlunarinnar ættu að geta staðist. Vinnufundir byggðarráðs vegna áætlunarinnar verða 4,5 og 6 nóvember kl 8:10-11:00.

5.Umsókn um tækifærisleyfi Kótelettukvöld 2019

1910044

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Karlakórs Rangæinga
Tillaga er um að byggðarráð Rangárþings ytra geri ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis fyrir Kótelettukvöld Karlakórs Rangæinga í Íþróttahúsinu á Hellu þann 1-2 nóvember 2019.

Samþykkt samhljóða

6.Líkamsræktarstöð á Hellu

1908042

Upplýsingar um útfærslu ofl.
Ekki náðist að leggja fram ítarlegri gögn fyrir fundinn en reiknað er með að umbeðnar upplýsingar geti legið fyrir á næstu dögum.

7.Dagur sauðkindar 2019 - styrkbeiðni

1910006

Beiðni frá félagi sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu
Tillaga um að styrkja hátíðina "Dagur sauðkindarinnar" á vegum Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu um 50.000 kr. Kostnaður færist á menningarmál.

Samþykkt samhljóða

8.Styrkur vegna Mímis

1910004

Nemendafélagið Mímir við Menntaskólann á Laugarvatni vegna söngvakeppninnar Blítt og létt.
Tillaga um að hafna erindinu.

Samþykkt samhljóða.

9.Rekstrarstyrkur - kvennaathvarf

1910051

Samtök um kvennaathvarf óska eftir rekstrarstyrk
Tillaga um að styrkja Kvennaathvarfið um 100.000 kr.

Samþykkt samhljóða

10.Fjárbeiðni

1910050

Stígamót óska eftir styrk.
Tillaga um að hafna erindinu.

Samþykkt samhljóða.

11.Ósk um styrk vegna ferðalags

1910038

Kór Odda- og Þykkvabæjarkirkna
Tillaga um að hafna erindinu.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

12.Beiðni um styrk á móti álögðum fasteignagjöldum.

1910058

Ósk um styrk á móti álögðum fasteignagjöldum fyrir Rangárhöll og Rangárbakka.
Rangárbakkar ehf og Rangárhöllin óska eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2019. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

13.Styrkumsókn Bergsins headspace

1910069

Vegna fjarþjónustu.
Tillaga um að óska eftir umsögn Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu um erindið. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

14.Erindi og fyrispurnir frá Á-lista 2019

1901018

14.1 Fyrirspurn um framkvæmdir á Leyni 2-3.

Hver er staða mála á Leyni 2-3?
Svar sveitarstjóra: Hvað varðar skipulagsmál á Leyni í Landsveit þá eru þau í réttum og eðlilegum farvegi líkt og þau hafa verið frá upphafi. Hins vegar kom í ljós að landeigandi hafði misreiknað sig varðandi heimildir sínar til framkvæmda og þar þurfti að bregðast við og leiðbeina landeiganda við að koma málum í réttan farveg. Það hefur verið gert. Samkvæmt upplýsingum frá skipulags- og byggingafulltrúa þá er von á deiliskipulagstillögu til afgreiðslu á næsta fundi Skipulags- og umferðarnefndar þann 11. nóvember nk. og stefnt að kynningarfundi með hlutaðeigandi aðilum í kjölfarið þar sem framkvæmdaaðili kynnir áform sín.

14.2 Fyrirspurn um lóðasölu.

Undirrituð óskar eftir að fá yfirlit yfir þær lóðir/lönd sem Rangárþing ytra hefur selt s.l. fimm ár. Óskað er eftir að yfirlitið sýni bæði stærð og verð seldra lóða/landa.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fulltrúi Á-lista í byggðarráði

Svar: Sveitarstjóri hefur óskað eftir því við Fasteignasöluna Fannberg að taka saman þessar upplýsingar en hún hefur séð um þessi mál fyrir sveitarfélagið undanfarin ár. Upplýsingar ættu að liggja fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.


15.Tillaga frá Á-lista um opna byggðarráðsfundi

1910056

Tillaga um breytingu á samþykktum sveitarfélagsins.
Undirrituð leggur til að fundir byggðarráðs verði opnir gestum líkt og sveitarstjórnarfundir og einnig sendir út í beinni útsendingu á YouTube frá og með næstu áramótum.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fulltrúi Á-lista í byggðarráði

Greinargerð: Frá því að Á-listinn bauð fyrst fram lista til sveitarstjórnar hefur hann ætíð lagt áherslu á opna stjórnsýslu. Opin stjórnsýsla felur m.a. í sér að auðvelda íbúum aðgengi að störfum sveitarstjórnar og nefnda, vinnubrögðum og vinnslu mála. Stjórnsýslan í heild sinni verður opnari, vonandi skiljanlegri, og gerir íbúum auðveldara með að fylgja málum sínum eftir. Á 14. fundi sveitarstjórnar, 10. október s.l., lögðu fulltrúar Á-lista til að byggðarráð Rangárþings ytra yrði lagt niður frá og með næstu áramótum, en sú tillaga var því miður felld af meirihluta D-lista. Fulltrúar Á-lista telja að stjórnsýslan eigi að vera opin og gegnsæ og er þessi tillaga einn liður í því að opna stjórnsýsluna í Rangárþingi ytra enn frekar.

Tillagan lögð fram til kynningar.

16.Dynskálar frágangur á lóðamörkum

1908033

Upplýsingar um kostnað.
Umbeðin verðkönnun er ekki tilbúin en stefnt er að því að leggja fram gögn á vinnufundum Byggðarráðs í næstu viku.

17.Ósk um leyfi til kvikmyndatöku

1910015

True North
Fyrir liggur að True North hefur óskað eftir leyfi sveitarfélagsins til kvikmyndatöku dagana 11-22 nóvember n.k. vegna þáttargerðar við Sauðafellsvatn og Norður-Bjalla. Hálendisnefnd hefur fjallað um málið, kynnt sér staðsetningu og fylgigögn, og gerir ekki athugasemdir en fyrir liggur afgreiðsla UST sem veitir leyfi fyrir sitt leyti.

Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við að kvikmyndatakan fari fram með þeim fyrirvara að True north greiði 350.000 kr vegna umsýslu og eftirlits sveitarfélagsins á svæðinu. Starfsmenn á vegum sveitarfélagsins munu taka svæðið út að tökum loknum. Mikilvægt er að allur frágangur verði til fyrirmyndar og engin ummerki sjáist utan vega.

Samþykkt samhljóða.

18.Endurnýjum Þjónustusamnings

1910075

Umf. Hekla
Fyrir liggur erindi frá Umf. Heklu um endurskoðun þjónustusamnings. Tillaga um að fela sveitarstjóra að funda með forráðafólki Umf. Heklu og gera tillögu að endurskoðuðum samningi og leggja fyrir Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

19.Nafn á landi - óskað eftir umsögn um Hellisholt

1910059

Ólafía Eiríksdóttir og Tómas Tómasson óska umsagnar um landheitið Hellisholt.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við nafnið Hellisholt.

Samþykkt samhljóða.

20.Svínhagi Ás-7 Hvílusteinn. Ósk um breytingu á nafni lands.

1910073

Landeigendur óska umsagnar.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við nafnið Hvílusteinn.

Samþykkt samhljóða.

21.Til umsagnar 123.mál

1910033

Velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni), 123. mál.
Lagt fram til kynningar.

22.Til umsagnar 230. mál

1910057

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál.
Lagt fram til kynningar.

23.Til umsagnar 29. mál

1910061

Atvinnuveganefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál.
Lagt fram til kynningar.

24.Til umsagnar 49. mál

1910060

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál.
Lagt fram til kynningar.

25.Til umsagnar 148. mál

1910063

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar við tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019?2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019?2023, 148. mál.
Lagt fram til kynningar.

26.Til umsagnar 116. mál

1910065

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar umsagnar vegna tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál
Lagt fram til kynningar.

27.Til umsagnar 35. mál

1910067

Velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.
Lagt fram til kynningar.

28.Til umsagnar 41. mál

1910068

Velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum., 41. mál.
Lagt fram til kynningar.

30.Sameiginlegur fundur héraðsnefnda Rang og VSkaft 2019

1910062

Fundargerð og samkomulag héraðsnefndanna.
Lagt fram til kynningar.

31.SASS - 549 stjórn

1910064

Fundargerð.
Lagt fram til kynningar.

32.Bergrisinn bs - 9 fundur

1910066

Fundargerð frá 07102019
Lagt fram til kynningar.

33.Sameiningar sveitarfélaga

1910052

Til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

34.Ársreikningur 2017 og 2018

1910032

Strandarvöllur
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?