Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættist liður 7. Endurnýjun á yfirdráttarheimild sveitarfélagsins og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi. Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir liðum 1-3. Einnig sátu fundinn undir lið 3 Björk Grétarsdóttir, Steindór Tómasson og Yngvi Karl Jónsson.
1.Rekstraryfirlit 25112019
1911052
Lagt fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins janúar-október 2019.
2.Fjárhagsáætlun 2019 - viðauki 4
1911051
Tillaga að viðauka
Lögð fram tillaga að viðauki 4 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra árið 2019.
Viðauki 4 gerir ráð fyrir auknum rekstrartekjum í A-hluta að fjárhæð 30 milljónir kr, einnig er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður lækki um 13,4 mkr í A-hluta. Gert er ráð fyrir auknum rekstrarkostnaði í B-hluta að fjárhæð 9,1 mkr. Áhrif á rekstur A-hluta eru jákvæð um 43,4 mkr og samtals áhrif á rekstur A og B hluta eru jákvæð um 34,3 mkr. Gert er ráð fyrir aukinni fjárfestingu að fjárhæð 12,3 mkr í A-hluta en lækkun fjárfestingar í B-hluta að fjárhæð 33,5 mkr. Samanlagt fyrir A og B hluta er fjárfesting að lækka um 21,2 mkr. Viðauki 4 kallar ekki á auknar fjárheimildir.
Viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
Viðauki 4 gerir ráð fyrir auknum rekstrartekjum í A-hluta að fjárhæð 30 milljónir kr, einnig er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður lækki um 13,4 mkr í A-hluta. Gert er ráð fyrir auknum rekstrarkostnaði í B-hluta að fjárhæð 9,1 mkr. Áhrif á rekstur A-hluta eru jákvæð um 43,4 mkr og samtals áhrif á rekstur A og B hluta eru jákvæð um 34,3 mkr. Gert er ráð fyrir aukinni fjárfestingu að fjárhæð 12,3 mkr í A-hluta en lækkun fjárfestingar í B-hluta að fjárhæð 33,5 mkr. Samanlagt fyrir A og B hluta er fjárfesting að lækka um 21,2 mkr. Viðauki 4 kallar ekki á auknar fjárheimildir.
Viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
3.Fjárhagsáætlun 2020-2023
1909012
Undirbúningur fjárhagsáætlunar til fyrri umræðu
Farið yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2020-2023. Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
4.Ósk um styrk vegna aðventuhátíðar
1811054
Kvenfélagið Eining
Í gildi er samningur milli sveitarfélagsins og kvenfélagsins og fellur ósk þessi um styrk að þeim samningi. Sveitarstjóra falið að greiða út styrkinn í samræmi við samninginn.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
5.Landgræðslan - Bændur græða landið 2019
1911040
Styrkbeiðni
Tillaga um að styrkja verkefni Landgræðslunnar "Bændur græða landið" í Rangárþingi ytra árið 2019 um 200.000 kr. Kostnaður færist á umhverfismál.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
6.Ósk um styrk á móti fasteignagjöldum
1910071
Oddasókn
Oddasókn óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2019. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
7.Endurnýjun á yfirdráttarheimild sveitarfélagsins
1611046
Endurnýjun heimildar
Byggðarráð veitir Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra heimild til að ganga frá endurnýjun á yfirdráttarheimild sveitarfélagsins hjá Arion banka að hámarki 95 mkr.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
8.Til umsagnar 266.mál
1911041
Velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarps til laga um lyfjalög (lausasölulyf), 266. mál
Lagt fram til kynningar.
9.Til umsagnar 319.mál
1911034
Velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarps til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál.
Lagt fram til kynningar.
10.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 207
1911003F
Til kynningar.
11.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 5
1911007F
Til kynningar.
12.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 15
1911005F
Til kynningar.
13.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 61
1911057
Fundargerð frá 201119
Til kynningar.
14.Fjallskiladeild Landmannaafréttar 03092019
1911038
Fundargerð
Til kynningar.
15.Fjallskiladeild Landmannaafréttar 05112019
1911039
Fundargerð
Til kynningar.
16.Viðbygging íþróttahús - verkfundir
1907053
Fundur 8
Til kynningar.
17.Félagsmálanefnd - 71 fundur
1911054
Fundargerð frá 15112019
Til kynningar.
18.HES - stjórnarfundur 200
1911056
Fundargerð frá 121119
Til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:10.