21. fundur 27. febrúar 2020 kl. 16:00 - 17:55 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við dagskránna bættist liður 13. Faghópur um þróun skólasvæðis á Hellu. Það var samþykkt samhljóða og færast aðrir liðir til í samræmi. Einnig sat fundinn undir lið 4. Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri og Laima Jakiate undir lið 7.

1.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 63

2002032

Fundargerð frá 28012020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Brunavarnir Rangárvallasýslu - stjórn 64

2002033

Fundargerð frá 20022020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Oddi bs - 24

2002004F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2020

2001022

Rekstraryfirlit janúar 2020
KV kynnti rekstraryfirlit janúarmánuðar 2020 fyrir sveitarfélagið.

5.Innkaupareglur - endurskoðun

1802050

Drög að endurskoðuðum innkaupareglum
Lögð fram tillaga að endurskoðuðum innkaupareglum fyrir sveitarfélagið. Endurskoðunin tekur mið af nýrri fyrirmynd slíkra reglna frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga. Samþykkt samhljóða að leggja tillöguna fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

6.Tæming rotþróa í Ry

1407001

Útboðsgögn í samvinnu við Rangárþing eystra.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að tæming rotþróa í Rangárþingi ytra verði boðin út í samvinnu við Rangárþing eystra með tilboðsfrest til 23. apríl n.k.

Samþykkt samhljóða.

7.Sveitarfélagið Degaiciai Litháen - ósk um samstarf

2001043

Sent byggðarráði til úrvinnslu og tillögugerðar
Laima Jakaite kom til fundar og kynnti erindið en sveitarfélagið Degaiciai í Litháen hefur óskað eftir vinabæjasamskiptum við Rangárþing ytra með það fyrir augum m.a. að sækja um styrk í sérstaka sjóði í Litháen sem styrkja slíkt samstarf. Hugmyndin til að byrja með væri að heimsækja Rangárþing ytra, kynnast okkar menningu og stjórnskipulagi og skiptast á hugmyndum. Byggðarráð telur þetta vera mjög góða hugmynd og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að taka þátt í þessu vinabæjasamstarfi.

Samþykkt samhljóða.

8.Umsókn um lóð undir 4 raðhús ætluð til skammtímaleigu

1902043

Til afgreiðslu
Tillaga um að úthluta Room ehf, ábyrgðarmaður Pétur Júlíusson, 4 raðhúsalóðum við Sporðöldu á Hellu með fyrirvara um að fyrirliggjandi áform umsækjanda samræmist skipulagi varðandi heimildir til skammtímaleigu.

Samþykkt samhljóða.

9.Fjárfesting og eftirlit með framvindu

1903040

Upplýsingaöflun eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarféalga (EFS) varðandi eftirlit og framkvæmd með fjárfestingum 2019.
Lagt fram bréf frá EFS þar sem óskað er eftir upplýsingum um framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins árið 2019. Um er að ræða reglubundið eftirlit nefnarinnar. Tillaga um að fela sveitarstjóra að láta taka saman umbeðnar upplýsingar og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

10.Skoðun á sameiningu sveitarfélaga

1612055

Fundargerð 4, heimsókn verkefnastjóra og skipan í vinnuhópa.
Fundargerð 4. fundar verkefnishópsins lögð fram til kynningar. Óskað er eftir að þau sveitarfélög sem taka þátt í verkefninu skipi fulltrúa í 5 vinnuhópa sem ætlað er að gera stöðugreiningu í ákveðnum málaflokkum. Við val á fulltrúum í starfshópa er lögð áhersla á að velja 2-3 þátttakendur með þekkingu á viðkomandi málefni. Í samráði við sveitarstjórnarfulltrúa eru eftirtalin skipuð í vinnuhópana með fyrirvara um formlega staðfestingu sveitarstjórnar:

1. Stjórnsýsla og fjármál: Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri.
2. Fræðslu- og félagsþjónusta: Skólastjórar leik- og grunnskóla Odda bs. . Þá er einnig gert ráð fyrir að báðir forstöðumenn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs starfi í hópnum auk skólastjóra Tónlistarskóla Rangæinga bs.
3. Menning, frístund og lýðheilsa: Eiríkur Sigurðarson markaðs- og kynningarfulltrúi, Saga Sigurðardóttir starfandi markaðs- og kynningarfulltrúi, Þórhallur Svavarsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar.
4. Samgöngu-, umhverfis- og skipulagsmál: Engilbert Olgeirsson formaður Samgöngu- og fjarskiptanefndar og Haraldur Birgir Haraldsson skipulags- og byggingafulltrúi.
5. Eignir, veitur og fjárfestingar: Tómas Haukur Tómasson forstöðumaður Eigna- og framkvæmdasviðs og Guðni G. Kristinsson veitustjóri, Hulda Karlsdóttir frá Sorpstöð Rangárvallasýslu bs.

Samþykkt samhljóða.

Þessi skipan kemur síðan til formlegrar staðfestingar á næsta fundi sveitarstjórnar.

11.Erindi frá Meistaraflokki KFR

2002044

Ósk um frían aðgang að líkamsrækt og sundi.
Tillaga er um að hafna erindinu enda er í gildi nýlegur styrktarsamningur milli Rangárþings ytra og KFR sem innifelur m.a. sérstakan fjárstyrk til meistaraflokks.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

12.Óvirk byggðasamlög

2002046

KPMG býður fram aðstoð sína við að slíta úreltum byggðasamlögum.
Tillaga er um að byggðarráð Rangárþings ytra samþykki f.h. Rangárþings ytra tilboð KPMG um aðstoð við að slíta byggðasamlögunum Green Globe 21 í Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu bs og Atvinnu/ferðamálav. Rang/V-Skaft. bs. Þegar fyrir liggur hvernig staðið verði að slitum byggðasamlaganna verði það lagt fyrir sveitarstjórn Rangárþings ytra til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

13.Faghópur um þróun skólasvæðis á Hellu

2002054

Ákvörðun varðandi tímasetningu íbúafundar í mars.
Niðurstaða netkönnunar meðal íbúa liggur fyrir og þar vill mikill meirihluti þátttakenda halda íbúafundinn þann 16. mars n.k. kl 20:00 og leggur byggðarráð til að farið verði eftir því.

Samþykkt samhljóða.

14.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2020

2001013

Mál 119 frumvarp til laga um breytingu á barnalögum.
Lagt fram til kynningar.

16.Skammbeinsstaðir. Samruni L199233 og L165244

1910048

Landeigandi Sigurður Sigurkarlsson hefur fengið heimild að sameina spildur sínar, Skammbeinsstaðir L165244 og L199233 í eina. Ný lóð yrði 30,3 ha að stærð skv. uppdrætti frá Verkfræðistofu Suðurlands, dags. 30.3.2009. Ný spilda héldi upprunalandseignanúmeri og fengi heitið Klauf. Óskað er eftir umsögn Byggðarráðs um heiti á landinu.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ný spilda fái heitið Klauf.

Samþykkt samhljóða.

17.Austurkrókur. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki II.

2002037

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna rekstrarleyfis.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við rekstrarleyfi til Panorama Glass Lodge ehf kt. 670516-0160, ábyrgðarmaður Andreas Dedler, til gistingar í flokki II, tegund "C" á lóð félagsins Austurkróki í Svínhaga, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða

18.SASS - 552 stjórn

2002023

Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.SASS - 553 stjórn

2002022

Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.SASS - 554 stjórn

2002024

Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Viðbygging íþróttahús - verkfundir

1907053

Verkfundur 11
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Fræðslustjóri að láni

2002030

Samstarf við Fræðslunet Suðurlands.
Byggðarráð styður samstarf við Fræðslunet Suðurlands um verkefnið "Fræðslustjóri að láni" og hvetur til þess að nýta þá möguleika sem þarna skapast innan stofnana og deilda til eflingar mannauðs sveitarfélagsins.

23.Göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá ofan Þjófafoss

1805006

Minnispunktar til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 17:55.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?