24. fundur 28. maí 2020 kl. 16:00 - 18:10 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættist liður 11. Heimgreiðslur og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi. Einnig sátu fundinn undir lið 2 Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri og lið 6 Dagný H. Jóhannsdóttir frkv.stj. Markaðsstofu Suðurlands.

2.Rekstraryfirlit 2020

2004021

Rekstur jan-apríl
KV kynnti rekstraryfirlit janúar-apríl.

3.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

2003013

Staða mála.
Lögð fram ýmis gögn frá almannavörnum og stjórnvöldum varðandi COVID19 mál. Einnig voru lögð fram gögn vegna vinnuátaks sveitarfélagsins fyrir ungt fólk. Samkvæmt yfirliti frá Þjónustumiðstöð er gert ráð fyrir að samtals muni 61 starfa við sumarstörf hjá sveitarfélaginu þ.m.t. 34 í vinnuskólanum. Sveitarfélagið mun því nýta öll 8 störfin sem í boði voru í samvinnu við Vinnumálastofnun. Lögð fram bréf frá Félagsmálaráðuneyti með boði um að sækja um styrki til eflingar virkni, vellíðunar og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID19 og til stuðnings við aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID19. Samþykkt samhljóða að sækja um stuðning við bæði verkefnin og fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við byggðarráð.

4.Þjónustusamningur um trúnaðarlækni og heilbrigðismál

1501020

Verðkönnun
Lögð fram gögn vegna verðkönnunar um trúnaðarlæknisþjónustu. Lagt er til að ganga til samninga til eins árs við Heilsuvernd ehf. Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.

Samþykkt samhljóða.

5.Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands

2002049

Fræðslunet Suðurlands og Háskólafélag Suðurlands óska eftir stuðningi við verkefnið.
Tillaga um að styrkja Vísinda- og rannsóknasjóð Suðurlands með 50.000 kr árlegu framlagi næstu 3 árin.

Samþykkt samhljóða.

6.Gagnvirkt ferðalag - Markaðsstofa Suðurlands

2005045

Gagnvirkt ferðalag, markaðs- og kynningarefni.
Dagný H. Jóhannsdóttir frkv.stj. Markaðsstofu Suðurlands kom inn á fundinn og kynnti verkefnið en óskað hefur verið eftir að sveitarfélagið Rangárþing ytra taki þátt í því með fjárframlagi að upphæð 75.000 kr auk 80 kr per íbúa, alls 205.670 kr.

Byggðarráð telur að verkefni sem þetta ætti að hljóta styrk úr sóknaráætlun landshluta með það fyrir augum að það væri alfarið fjármagnað með þeim hætti. Byggðarráð samþykkir þó að taka þátt í verkefninu að því gefnu að önnur sveitarfélög á svæðinu taki þátt í því einnig.

Samþykkt samhljóða.

7.Endurnýjum Þjónustusamnings Umf Hekla

1910075

Tillaga að endurnýjuðum samningi.
Lagt fram til kynningar.

8.Göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá ofan Þjófafoss

1805006

Drög að samkomulagi.
Lögð fram drög að samkomulagi við Landsvirkjun varðandi Göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá ofan Þjófafoss. Byggðarráð leggur til að samningurinn verði samþykktur.

Samþykkt samhljóða.

9.Erindi vegna hjólabretta

1906017

Fyrirspurn varðandi hjólabrettaverkefni og erindi um öryggi á leikvelli.
9.1 Fyrirspurn varðandi stöðu á uppbyggingu aðstöðu fyrir hjólabretti.
Svar byggðarráðs: Málið var skoðað við gerð síðustu fjárhagsáætlunar en sú útfærsla sem eftirsóknarverð þótti skv. sérfróðum aðilum um hjólabrettabrautir þótti ekki rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins. Gert er ráð fyrir því að málið komi aftur til umræðu og ákvarðanatöku við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

9.2 Öryggismál við leikvöll í Ölduhverfi.
Svar byggðarráðs: Byggðarráð telur ábendinguna mjög þarfa og felur sveitarstjóra að vinni að úrbótum í samráði við íbúa við götuna.

10.Ölduhverfi - gatnagerð

2004027

Minnisblað varðandi gatnagerð í nýrri viðbót við Ölduhverfi.
Lagt fram minnisblað varðandi kostnað við hönnun og gatnaframkvæmdir í lokaáfanga Ölduhverfis. Ekki er gert ráð fyrir að ráðist verði í þessar framkvæmdir á þessu ári og tillaga er um að frekari ákvörðunum um málið verði vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs.

Samþykkt samhljóða.

11.Heimgreiðslur

1907069

Tillaga um að núverandi reglur um heimgreiðslur gildi til 31. júlí 2021. Sveitarstjóra falið að uppfæra reglurnar í samræmi við þetta og m.t.t. til nýrra reglna um fæðingarorlof og leggja fram á næsta fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

12.Reykjadalir. Umsögn um rekstrarleyfi í flokki II, tegund E

2005016

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Ferðafélagsins Útivistar, kt. 420475-0129, ábyrgðarmaður Skúli H. Skúlason, til sölu gistingar í flokki II tegund E í Dalakofa í Reykjadölum, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

13.Strútsskáli. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki II, tegund E

2005017

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Ferðafélagsins Útivistar, kt. 420475-0129, ábyrgðarmaður Skúli H. Skúlason, til sölu gistingar í flokki II tegund E í Strútsskála á Mælifellssandi, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

14.Auðkúla. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki II, tegund E

2005040

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Páls Benediktssonar fyrir hönd félagsins Auðkúla Hellu ehf, kt. 511105-0800, til sölu veitinga í flokki II, tegund "E" á lóð umsækjanda, Auðkúlu í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

15.Oddspartur Loki. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki II, tegund C

2005032

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Þórólfs Antonssonar fyrir hönd félagsins Loki 28 ehf, kt. 511105-0800, til sölu veitinga í flokki II, tegund "C" á lóð félagsins, Oddsparti Loka í Þykkvabæ, Rangárþingi ytra.
Samþykkt samhljóða.

16.Hungurfit. beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis í flokki II, tegund E

2005029

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Guðmundar Árnasonar fyrir hönd félagsins Fitjamanna ehf, kt. 620413-2830, til gistingar í flokki II, tegund "E" í skála félagsins á lóðinni Hungurfit Þ2 í Hungurfitum, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

18.SASS - 557 stjórn

2005028

Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Faghópur um þróun skólasvæðis á Hellu

2002054

Minnispunktar frá fundi 2.
Lagt fram til kynningar.

20.Samband Ísl. Sveitarfélaga - fundur 884

2005041

Fundargerð.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Skoðun á sameiningu sveitarfélaga

22.Fundargerðir 14,15,16 funda

23.Aðalfundur 2020 - Háskólafélags Suðurlands

2005050

Fundarboð vegna aðalfundar 26052020
Lagt fram til kynningar.

24.Hvammsvirkjun - mögulegar undirbúningsframkvæmdir

2005051

Minnispunktar frá fundi oddvita og sveitarstjóra með fulltrúum Landsvirkjunar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:
Fundargerð yfirlesin og samþykkt rafrænt með signet.is

Fundi slitið - kl. 18:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?