28. fundur 24. september 2020 kl. 16:00 - 18:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár þá lagði formaður til að við bætist liður 1. Heilsu- íþrótta, og tómstundanefnd 10 fundur og var það samþykkt samhljóða, aðrir liðir færast til í samræmi. Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir liðum 2-3.

1.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 10

2009008F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2020

2001022

Rekstur sveitarfélagsins janúar-ágúst
Lagt fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins janúar til ágúst. Aukinn launakostnaður sveitarfélagsins vegna kjarasamninga er nú að skýrast og fyrir liggur kostnaður við atvinnuátak sumarsins. Reiknað með að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun ársins á næsta fundi byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða

3.Fjárhagsáætlun 2021-2024

2007027

Undirbúningur
Farið yfir ýmsar forsendur fjárhagsáætlunar næsta árs.

5.Bakkakot 2 lóð. Ósk um breytingu á heiti lóðar

2009002

Eigendur lóðarinnar Bakkakot 2 lóð óska eftir að fá að breyta heiti á lóð sinni yfir í Bakkakot 2, skv. tölvuopósti dags. 26.8.2020.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemdir við heitið Bakkakot 2.

Samþykkt samhljóða.

6.Sæluvellir 7. Umsókn um lóð

2009025

Umsókn um lóð undir hesthús.
Tillaga er um að úthluta Dýralækni Sandhólaferju ehf lóðinni að Sæluvöllum 7.

Samþykkt samhljóða.

7.Æfingasvæði fyrir vélhjólaíþróttir

2009035

Minnisblað vegna mögulegrar staðsetningar.
Lögð fram til kynningar hugmynd að staðsetningu á æfingasvæði fyrir vélhjólaíþróttir á svæðinu austur af svonefndum Melaskógi.

8.Endurnýjun félagslegra íbúða sveitarfélagsins

1808021

Staðfesting vegna veðflutnings
Í tengslum við endurnýjun félagslegra íbúða sveitarfélagsins þá heimilar byggðarráð fyrir hönd sveitarfélagsins Rangárþings ytra að veð séu flutt af Þrúðvangi 31 yfir á Sandöldu 4C, Sandöldu 6B, Snjóöldu 1C, Snjóöldu 2D, Skyggnisöldu 1B og Skyggnisöldu 3D á Hellu. Jafnframt er Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra kt. 311064-4879, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Rangárþings Ytra að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veðflutningi þessum.

Samþykkt samhljóða.

9.Styrkbeiðni vegna Sigurhæða

2009047

Félags- og skólaþjónustan óskar eftir þátttöku í verkefni Soroptimistaklúbbs Suðurlands.
Lagt fram tölvuskeyti félagsþjónustunnar þar sem kynnt er styrkbeiðni frá Sigurhæðum - Soroptimistaklúbbur Suðurlands, vegna tillögu að tilraunaverkefni. Félagsþjónustan hefur áhuga á að verkefnið fari í gang á starfsvæði þjónustunnar. Um er að ræða að bjóða sunnlenskum stúlkum og konum öruggan vettvang og aðstoð fagfólks til að vinna úr áföllum sem eiga rætur í kynbundnu ofbeldi, hvort sem það er tilfinningalegt, andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, og vinna með því að valdeflingu þeirra.

Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkir þátttöku í tilraunaverkefninu fyrir sitt leyti.

10.Ósk um styrk - Æskulýðsnefnd Rangárv.prófastd.

2009033

Vegna haustmóts fermingarbarna.
Tillaga um að styrkja Æskulýðsnefnd kirkna í Rangárvallasýslu um 145.000 kr. vegna fermingarbarnamóts í Vatnaskógi. Kostnaður færist á menningarmál.

Samþykkt samhljóða

11.Styrkbeiðni

2009001

Frá Aflinu til reksturs samtakanna.
Tillaga er um að hafna erindinu.

Samþykkt samhljóða.

12.Árbær 3 lóð. Umsókn um lögbýli

2009029

Eigendur Árbæjar lóðar 3, L165069, óska eftir umsögn Rangárþings ytra um fyrirhugaða stofnun lögbýlis. Meðfylgjandi er umsögn búnaðarráðunauts.
Tillaga um að byggðarráð geri ekki athugasemd við stofnun lögbýlis að Árbæ lóð 3 með landnúmerið L165069.

Samþykkt samhljóða.

13.Samtök orkusveitarfélaga - 42 stjórnarfundur

15.Fjármálaráðstefna 2020

2009046

Fer fram á netinu 1-2 október 2020
Til kynningar.

16.Ungmennaráð

Fundagerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?