30. fundur 26. nóvember 2020 kl. 16:00 - 18:40 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Eiríkur Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi sat fundinn undir lið 31 og Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir liðum 32-33. Einnig sátu fundinn undir liðum 31-33 þau Björk Grétarsdóttir, Steindór Tómasson og Yngvi Harðarson.

1.Oddi bs - 33

2011007F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Oddi bs - 34

2011013F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Húsakynni bs - 13

2011005F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Vatnsveita Rangárþings ytra og Ásahrepps - 11

2011009F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Sorpstöð Rangárvallasýslu bs - 214

2011008F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Tónlistarskóli Rangæinga bs - 22

2011038

Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Félags- og skólaþjónusta - 49 fundur

2011037

Fundargerð og fjárhagsáætlun
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.HES - stjórnarfundur 208

2011041

Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 10

2011011F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bókun Á-lista:

Undirritaðri finnst óboðlegt að enn eitt árið leggi stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf. fram rekstraráætlun sem gerir ráð fyrir neikvæðri afkomu félagsins um rúmar 15 milljónir króna árið 2021 og áframhaldandi neikvæðri afkomu í langtímaáætlun 2022-2024. Miðað við útkomuspá árið 2020 þá er ljóst að tap Suðurlandsvegar 1-3 hf. árin 2010-2020 er um 190 milljónir króna og hefur Rangárþing ytra greitt tæp 70% af því tapi, eða um 130 milljónir króna.

Á 37. fundi sveitarstjórnar 10. maí 2017 samþykkti sveitarstjórn samhljóða tillögu Á-lista um að selja hlut Rangárþings ytra í Suðurlandsvegi 1-3 hf. Undirrituð furðar sig á að sveitarstjóri hafi ekki framfylgt ákvörðun sveitarstjórnar og hvetur sveitarstjóra til að vinna að alvöru að því að selja þennan hluta. Undirrituð hefur fulla trú á að hægt verði að snúa rekstrinum við til hins betra í höndum einkaaðila.

Það er ekki lögboðið hlutverk sveitarfélaga að eiga og reka verslunar- og þjónustuhúsnæði og væri þessum fjármunum betur varið t.d. í byggingu nýs leik- og grunnskóla eða í aðrar aðkallandi fjárfestingar í grunnþjónustu sveitarfélagsins.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fulltrúi Á-lista í byggðarráði Rangárþings ytra.

10.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 12

2011012F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 14

2011002F

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Sporðalda, umsókn um lóðir 1, 2, 3 og 4

2011025

Andri Leó Egilsson fyrir hönd Naglafars ehf, sækir um lóðir nr. 1, 2, 3 og 4 við Sporðöldu til að fá að byggja á þeim íbúðir í rað- og parhúsum skv. skipulagi. Umsókn barst 17.11.2020.
Tillaga er um að úthluta Naglafari ehf lóðunum við Sporðöldu 2,3 og 4 á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

13.Umsókn um lóðir við Sporðöldu og Snjóöldu

2011024

Ingólfur Rögnvaldsson fyrir hönd Trésmiðju Ingólfs ehf, sækir um lóðir nr. 1, 2, 3 og 4 við Sporðöldu og nr. 4 við Snjóöldu til að fá að byggja á þeim íbúðir í rað- og parhúsum skv. skipulagi. Umsókn barst 18.11.2020.
Tillaga er um að úthluta Trésmiðju Ingólfs ehf lóðunum að Sporðöldu 1 og Snjóöldu 4 á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

14.Faxaflatir og Geysisflatir. Umsókn um lóð

2011029

Sótt er um lóðina Faxaflatir austan við Stracta á Hellu til að byggja á henni verslunar- og þjónustuhúsnæði. Áform eru uppi um uppbyggingu alhliða afþreyingar- og ferðaþjónustu við ferðamenn.
Tillaga er um að fela sveitarstjóra að eiga fund með umsækjanda og heyra betur fyrirætlanir hans varðandi uppbyggingu.

Afgreiðslu erindis frestað.

15.Skammbeinsstaðir, Sólholt, Umsókn um lögbýli

2010036

Stefán Arnórsson, eigandi Skammbeinsstaða 1a L192624 óskar eftir umsögn Rangárþings ytra um fyrirhugaða stofnun lögbýlis á jörð sinni skv. umsókn dags. 21.10.2020. Jafnframt er óskað eftir að umrætt land fái heitið Sólholt.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á jörðinni Skammbeinsstöðum 1a L192624, og að byggðarráð geri jafnframt ekki athugasemd við að umrætt land fái heitið Sólholt.

Samþykkt samhljóða.

16.Sólstaður. Umsókn um lögbýli

2010032

Lea Helga Ólafsdóttir og Marteinn Hjaltested, eigendur Sólstaðar, óskar eftir umsögn Rangárþings ytra um fyrirhugaða stofnun lögbýlis. Umsókn dags. 19.10.2020.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við stofnun lögbýlis á jörðinni Sólstað.

Samþykkt samhljóða.

17.Kaldakinn 3a. Breyting á heiti í Kriki

2011016

Eigandi lóðarinnar Kaldakinn 3a óskar eftir að heiti lóðarinnar verði breytt í Kriki til samræmis við örnefni á svæðinu. Beiðni þess efnis send með tölvupósti dags. 5.11.2020.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við að Kaldakinn 3a fái heitið Kriki.

Samþykkt samhljóða.

18.Kaldakinn 3b. Breyting á heiti í Ölkeldu

2011003

Eigandi lóðarinnar Köldakinnar 3b óskar eftir að heiti lóðarinnar verði breytt í Ölkeldu til samræmis við örnefni á svæðinu. beiðni þess efnis send með tölvupósti dags. 3.11.2020.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við að Kaldakinn 3b fái heitið Ölkelda.

Samþykkt samhljóða.

19.Svínhagi SH-20, breyting á heiti í Ómsholt

2011022

Eigendur lóðarinnar Svínhagi SH-20 óska eftir að heiti lóðarinnar verði breytt í Ómsholt til samræmis við aðstæður á svæðinu. Beiðni þess efnis send með tölvupósti dags. 10.11.2020.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við að Svínhagi SH-20 fái heitið Ómsholt.

Samþykkt samhljóða.

20.Skeiðvellir. Beiðni um umsögn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi.

2011034

Egill Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Katrínar Ólínu Sigurðardóttur fyrir hönd Ice Events ehf um breytingu á núgildandi leyfi fyrir gistingu í flokki II á gististöðum í landi Skeiðvalla, Rangárþingi ytra. Gestahús, mhl. 05, hefur bæst við og því er óskað eftir leyfi fyrir 10 manns í gistingu í stað 6 manns áður.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við breytingu á núgildandi rekstrarleyfi Ice Events ehf þannig að leyfi verði veitt fyrir 10 manna gistingu í flokki II í Gestahúsi mhl 05 í landi Skeiðvalla, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

21.Hvanngil. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II.

2011027

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Ferðafélags Íslands um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund E í gistiskála félagsins í Hvanngili, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Ferðafélags Íslands til gistingar í flokki II, tegund E í gistiskála félagsins í Hvanngili í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

22.Hrafntinnussker. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II.

2011028

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Ferðafélags íslands um rekstrarleyfi í flokki II, tegund E, í skála félagsins í Hrafntinnuskeri.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Ferðafélags Íslands til gistingar í flokki II, tegund E í gistiskála félagsins í Hrafntinnuskeri í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

23.Umsókn um styrk til HSK 2020

1912044

Styrkbeiðni frá HSK vegna 2021
Tillaga um að styrkja HSK um 170 þúsund kr. Kostnaður færist á Æskulýðs- og íþróttamál (0689).

Samþykkt samhljóða

24.Erindi um upphreinsun skurða

2011040

Ósk um að gerður verði samningur um styrk við upphreinsun skurða sem teljast félagsskurðir frá Ræktunarfélagi Djúpárhrepps.
Tillaga er um að fela sveitarstjóra að taka saman gögn um málið og leggja fram tillögu að afgreiðslu á næsta fundi byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

25.Fráveita Hellu aðgerðaráætlun 2022-2027

2011015

Minnisblað um aðgerðaráætlun
Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs með drögum aðgerðaáætlunar í fráveitumálum sveitarfélagsins til ársins 2027. Lagt fram til kynningar og frekara opinbers samráðs samkvæmt ákveðnu ferli umhverfisstofnunar.

26.Hugmyndagáttin og ábendingar 2020

2008018

Í hugmyndagáttina höfðu borist ábendingar um leikvelli, beinar útsendingar, rafmagnstengil, ljósastaura og hraðahindrun. Ákveðið að vísa atriðum um rafmagnstengil og hraðahindrun til þjónustumiðstöðvar til úrlausnar. Ábendingar varðandi leikvelli er vísað til Skipulags- og umferðarnefndar til frekari vinnslu. Byggðarráð vill nota tækifærið og færa íbúum bestu þakkir fyrir góðar og þarfar ábendingar og hugmyndir.

28.Ársskýrsla jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019

2011039

Til kynningar
Lagt fram til kynningar.

29.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 891 fundur

2011036

Fundargerð til kynningar
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

30.SASS - 564 stjórn

2011042

Fundargerð
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

31.Framlenging samstarfssamnings Markaðsstofa Suðurlands

1501011

Gestur
Dagný Hulda Jóhannsdóttir kom inn á fundinn og kynnti starfemi Markaðsstofu Suðurlands og eru henni færðar bestu þakkir fyrir greinargóða kynningu.

32.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2020

2001022

Rekstur sveitarfélagsins janúar-október 2020
Lagt fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins janúar-október 2020.

33.Fjárhagsáætlun 2021-2024

2007027

Tillaga til fyrri umræðu
Farið yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2021-2024. Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest með rafrænum hætti með SIGNET.IS.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?