32. fundur 25. febrúar 2021 kl. 16:00 - 18:20 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri sat fundinn undir lið 1, Tómas Haukur Tómasson sviðsstjóri eigna- og framkvæmdasviðs undir liðum 7-9 og Eiríkur V. Sigurðarson markaðs- og kynningarfulltrúi undir liðum 12-13.

1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2021

2101039

Rekstur janúar 2021
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri kynnti yfirlit um rekstur sveitarfélagsins.

2.Langalda 30. Umsókn um lóð

2102025

Iceland Igloo Village sækir um lóðina nr. 30 við Langöldu undir byggingu einbýlishúss. Umsókn send dags. 9.2.2021.
Tillaga er um að úthluta Iceland Igloo Village lóð nr. 30 við Langöldu á Hellu til að byggja á henni einbýlishús.

Samþykkt samhljóða

3.Rangárbakkar, Gaddstaðir lóð 164958. Umsókn um lóð

2102036

Rangárbakkar, þjóðaleikvangur íslenska hestsins ehf sækir um lóð úr landi sveitarfélagsins, Gaddstaðir lóð 164958, til að byggja á henni hesthús sbr. umsókn dags. 18.2.2021. Lóðin er skilgreind í gildandi deiliskipulagi fyrir hesthúsasvæðið og er við hlið núverandi stóðhestahúss gegnt Rangárhöllinni.
Tillaga er um að úthluta Rangárbökkum þ.í.h. ehf, kt. 691200-2130, lóð 165958 við hlið núverandi stóðhestahúss á Rangárbökkum gegnt Rangárhöllinni til að byggja á henni hesthús.

Samþykkt samhljóða

4.Skyggnisalda 8. Umsókn um lóð

2102045

Ingólfur Ásgeirsson sækir um lóð úr landi sveitarfélagsins, Skyggnisöldu 8, til að byggja á henni parhús sbr. umsókn dags. 23.2.2021. Lóðin er ekki skilgreind í gildandi deiliskipulagi fyrir Öldusvæðið en samþykkt hefur verið að stofna hana og skilgreina. Ef af úthlutun verður mun umsækjandi skila af sér áður úthlutaðri lóð að Baugöldu 12.
Tillaga er um að úthluta Ingólfi Ásgeirssyni lóð nr. 8 við Skyggnisöldu á Hellu til að byggja á henni parhús.

Samþykkt samhljóða.

5.Baugalda 12. Umsókn um lóð

2102048

Sævar Þorgilsson sækir um lóð úr landi sveitarfélagsins, Baugöldu 12, til að byggja á henni íbúðarhús úr timbri sbr. umsókn dags. 23.2.2021.
Tillaga er um að úthluta Sævari Þorgilssyni lóð nr. 12 við Baugöldu á Hellu til að byggja á henni einbýlishús.

Samþykkt samhljóða.

6.Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar

2102015

Undirbúningur auglýsingar ofl.
Byggðarráð leggur til að í auglýsingu um nýjan forstöðumann Íþróttamiðstöðvar verði gert ráð fyrir því að forstöðumaður gegni jafnframt stöðu Íþrótta- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins. Tillagan verði send Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefnd til umfjöllunar og álitsgerðar.

Samþykkt samhljóða.

7.Gatnahönnun Rangárbökkum

2101044

Verk- og kostnaðaráætlun og tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2021.
Fyrir liggur niðurstaða verðkönnunar á gatnahönnun í nýju hesthúsahverfi á Rangárbökkum. Gerð var verðkönnun meðal 5 ráðgjafa. Gögn voru send út þann 12.02.2021 og var tilboðstími til 22.02.2021. Tvö tilboð bárust, frá Verkfræðistofunni Eflu hf og Hnit verkfræðistofu hf. Hagstæðrara tilboðið var frá Hnit hf að upphæð 5.624.859 kr. án vsk. Stefnt er á að hönnun hverfisins og vinnslu útboðsgagna fyrir vestari hluta þess verði lokið seinnipartinn í maí n.k. Samkvæmt því er stefnt á að geta boðið út framkvæmdir í framhaldi og byrja jarðvinnu í júní. Gera þarf þá kröfu í útboðsgögnum að aðgengi verði að reiðhöll, reiðvöllum og úthlutuðum lóðum á framkvæmdatíma.

Lagt er til að samið verði við verkfræðistofuna Hnit hf sem var lægstbjóðandi. Kostnaður færist á gatnagerð og rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.

8.Ölduhverfi - gatnagerð

2004027

Niðurstaða verðkönnunar og tillaga að viðauka 2 við fjárhagsáætlun 2021
Fyrir liggur niðurstaða verðkönnunar á gatnahönnun fyrir síðasta hluta Ölduhverfis. Gerð var verðkönnun meðal 5 ráðgjafa. Gögn voru send út þann 12.02.2021 og var tilboðstími til 22.02.2021. Tvö tilboð bárust, frá Verkfræðistofunni Eflu hf og Hnit verkfræðistofu hf. Hagstæðrara tilboðið var frá Eflu að upphæð 4.516.308 kr. án vsk. Stefnt er á að hönnun hverfisins verði tilbúin í byrjun júní og útboðsgögn fyrir eina íbúðarhúsagötu verði tilbúin í lok júní . Samkvæmt því er stefnt á að geta boðið út framkvæmdir í framhaldi og byrja jarðvinnu síðsumars (júlí/ágúst).

Lagt er til að samið verði við verkfræðistofuna Eflu hf sem var lægstbjóðandi. Kostnaður færist á gatnagerð og rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða.

9.Bjargshverfi - hugmyndavinna

2102020

Vinnuáætlun
Tillaga lögð fram um að gera verðkönnun meðal a.m.k. þriggja hönnuða um ráðfjöf við gerð frumhönnunar á nýju íbúðarhverfi s.k. Bjargshverfi vestan Ytri Rangár.
Um er að ræða íbúðahverfi skv. aðalskipulagi á eignarlandi sveitarfélagsins. Stefnan er að á þessu svæði verði sérbýli á meðalstórum lóðum með góðu stígakerfi innan svæðis og tengingu núverandi byggðar með nýrri göngu- og hjólabrú yfir Ytri-Rangá. Gatnatenging inn á þetta land verður um ný gatnamót og hringtorg sem Vegagerðin er með í undirbúningi við Árbæjarveg og Þykkvabæjarveg. Einnig er gert ráð fyrir að gangandi og hjólandi umferð verði um endurbætta gönguleið yfir núverandi brú á Ytri-Rangá. Óskað er eftir að ráðgjafar gefi leiðbeinandi verð í frumhönnun á þessu svæði.

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og leggja niðurstöðu verðkönnunar fyrir næsta fund byggðarráðs.

10.Íbúafundur um atvinnumál

2102021

Tillaga að dagskrá
Lögð fram drög að dagskrá íbúafundar um atvinnumál. Sveitarstjóra falið að fullgera dagskránna og auglýsa fundinn. Miðað er við að boðið verði upp á að taka þátt í fundinum bæði í fjarfundi og staðarfundi og að hann verði haldinn þann 23 mars n.k. kl 20:00 - 22:00.

Samþykkt samhljóða.

11.Umsókn um rekstrarstyrk - Kvennaathvarfið

2102037

Ósk um styrk
Tillaga um að hafna beiðni um rekstrarstyrk.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

12.Endurnýjun þjónustusamnings

2010009

Hestamannafélagið Geysir
Lögð fram tillaga að endurskoðuðum samningi við hmf. Geysi um barna- og unglingastarf. Byggðarráð leggur til að samningurinn verði staðfestur í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

13.Endurskoðun þjónustusamnings - Garpur

2012019

Íþróttafélagið Garpur óskar eftir endurskoðun á samning við sveitarfélagið.
Lögð fram gögn vegna endurnýjunar á þjónustusamningi við Umf Garp. Lagt er til að samningurinn verði miðaður við sömu forsendur og þjónustusamningur við Umf Heklu og gildi frá og með 1. janúar 2021.

Samþykkt samhljóða.

14.Ósk um styrk vegna sýningar á Hellu

2102044

Sirkus Íslands
Tillaga er um að fagna þessu framtaki og styðja Sirkus Íslands með fríum afnotum af Íþróttahúsi á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

15.Málefni hestamanna við Hesthúsgötu á Hellu

2003015

Til umræðu
Lögð fram drög að tillögu um átaksverkefni til að flýta uppbyggingu í nýju hesthúsahverfi á Rangárbökkum en eldra hverfi á Hellu er víkjandi í skipulagi þorpsins. Lagt til að leggja tillöguna fyrir næsta sveitarstjórnarfund til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

16.Álftavatn, beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir gistingu í flokki II.

2101060

Egill B. fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Ferðafélags Íslands um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II í gistiskála félagsins við Álftavatn, Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Ferðafélags Íslands til gistingar í flokki II í gistiskála félagsins við Álftavatn í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

17.Landmannalaugar, beiðni um umsögn vegna veitingareksturs

2102040

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna beiðni Sverris Kristinssonar fyrir hönd Fjallafangs ehf um rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki II, tegund "E" í söluvögnum félagsins í Landmannalaugum í Rangárþingi ytra.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Fjallafangs ehf til reksturs veitingastaðar í flokki II, tegund E, í söluvögnum félagsins í Landmannalaugum í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

18.Þrúðvangur 32 og 34. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir gistingu í flokki II.

2102028

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna beiðni Welcome Iceland ehf um rekstrarleyfi í flokki II, tegund B, í húsnæði félagsins við Þrúðvang 32 og 34 á Hellu.
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Welcome Iceland ehf til gistingar í flokki II, tegund B, í húsnæði félagsins við Þrúðvang 32 og 34 á Hellu í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

19.Friðland að fjallabaki. Stjórnunar- og verndaráætlun

1702054

Endanleg útgáfa til kynningar
Tillaga er um að byggðarráð geri ekki athugasemdir við lokatillögu um Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Friðland að fjallabaki enda hefur verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem sveitarstjórn Rangárþings ytra gerði við áætlunina þann 14.5.2020.

Samþykkt samhljóða.

20.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2021

2101007

Frumvarp til laga um áfengislög (sala á framleiðslustað), 504. mál; Frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur), 188. mál; Frumvarp til laga um hafnalög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (kristinfræðikennsla), 141 mál; Frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 140. mál; Frumvarp til laga um málefni innflytjenda (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 452. mál.


Til kynningar.

21.Félags- og skólaþjónusta - 50 fundur

2102035

Fundargerð og liður 1. Starf iðjuþjálfa á Suðurlandi
21.1 Starf iðjuþjálfa á Suðurlandi

Tillaga er um að byggðarráð staðfesti fyrir sitt leyti að gerður verði nýr samstarfssamningur um starf iðjuþjálfa á Suðurlandi á þeim forsendum sem fram koma í framlögðum gögnum enda sé ekki um að ræða aukin fjárframlög til málaflokksins frá því sem fjárhagsáætlanir 2021 gera ráð fyrir.

Samþykkt samhljóða og fundargerðin að öðru leyti til kynningar.

Fylgiskjöl:

22.KPMG - skýrsla regluvarðar 2020

2102014

Til kynnningar.
Fundargerðin var yfirlesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?