36. fundur 27. maí 2021 kl. 08:15 - 10:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættist liður 8. Orravellir 3 - umsókn um lóð og var það samþykkt. Aðrir liðir færast til í samræmi. Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir liðum 1 og 2 og Eiríkur Sigurðarson undir lið 12. Hjalti Tómasson boðaði forföll.

1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2021

2101039

Yfirlit um rekstur jan-mars
KV kynnti rekstraryfirlitið.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - viðauki 3

2105031

Tillaga að viðauka 3 - 2021
Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun Rangárþings ytra árið 2021. Viðaukinn gerir ráð fyrir 2.84 mkr nettókostnaði vegna atvinnuátaks en átakið er að stærstum hluta fjármagnað í gegnum atvinnuátak Vinnumálstofnunar. Viðaukinn gerir einnig ráð fyrir auknum launakostnaði á skrifstofu 2.7 mkr vegna launauppgjörs og 850 þkr kostnaði vegna vinnu við Hólsárós. Þá gerir viðaukinn ráð fyrir auknum tekjum af útseldri vinnu vegna starfsmanns hjá byggingarfulltrúa 2 mkr.

Viðaukinn að fjárhæð 4.39 mkr kemur til lækkunar á handbæru fé.

Viðaukinn samþykktur samhljóða.

3.Kauptilboð - Gaddstaðalóð 6a

2105001

Til staðfestingar
Tillaga um að taka kauptilboðinu og fela sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

Samþykkt samhljóða.

4.Erindi frá Félagi eldri borgara

2105029

Samræming þjónustu milli sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

5.Þróun skólasvæðis á Hellu

2105019

Undirbúningur íbúafundar
Lagt fram til kynningar.

6.Stækkun íþróttasvæðis á Hellu

2104028

Gagntilboð vegna Helluvaðs I
Gagntilboði er hafnað þar sem of mikið ber í milli en sveitarstjóra falið að eiga viðræðufund með fulltrúa landeigenda og kanna hvort finna megi ásættanlegan samningsgrunn.

Samþykkt samhljóða.

7.Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar

2102015

Úrvinnsla umsókna
Lögð fram tillaga starfshóps sveitarstjórnar vegna ráðningar Heilsu-, Íþrótta-, og Tómstundafulltrúa. Starfið var auglýst í Morgunblaðinu, Dagskránni og Búkollu og á heimasíðu Rangárþings ytra með umsóknarfrest til 16. apríl 2021. Umsækjendur voru 13 talsins. Umsóknir voru flokkaðar með tilliti til þess hversu vel umsækjendur uppfylltu menntunar- og hæfniskröfur og ljóst að mjög góðar umsóknir lágu fyrir. Í auglýsingu um starfið var tekið fram að leitað væri eftir öflugum einstaklingi til að bera ábyrgð á íþrótta- og tómstundamálum sveitarfélagsins og hafa forystu um heilsueflandi verkefni á vegum þess. Ennfremur að vera yfirmaður íþrótta- og félagsmiðstöðva í Rangárþingi ytra og vinna að stefnumörkun, þekkingaröflun, þekkingarmiðlun og þróunarstarfi í íþrótta- og tómstundamálum á vegum sveitarfélagsins. Gerðar voru þær menntunar- og hæfniskröfur að umsækjandi hefði háskólamenntun sem nýttist í starfi og byggi að farsælli reynslu af íþrótta- og tómstundastarfi. Önnur atriði sem lögð voru til grundvallar voru m.a. góðir forystu-, skipulags og samskiptahæfileikar. Ákveðið var af sveitarstjórn Rangárþings ytra að fela Björk Grétarsdóttur oddvita, Ágústi Sigurðssyni sveitarstjóra og Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur sveitarstjórnarfulltrúa að taka viðtöl við umsækjendur. Umsækjendur mættu í viðtöl á tímabilinu 5-17 maí 2021 og hvert viðtal tók allt að 1 klst. Viðtölin fóru fram á Hellu en einnig í gegnum Zoom fjarfundi.

Það var samdóma álit þeirra sem viðtölin tóku að hæfastur til að gegna starfinu væri Ragnar Ævar Jóhannsson. Haft var samband við samstarfsaðila úr fyrri störfum og fékk hann góða umsögn þar til að gegna starfinu. Ragnar Ævar Jóhannsson er 46 ára og er starfandi deildarstjóri við Leikskólann Heklukot og býr með fjölskyldu sinni á Hellu.
Ragnar Ævar er menntaður tómstunda- og uppeldisfræðingur frá háskólanum í Linköping í Svíþjóð en hefur einnig lagt stund á Tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur veitt forstöðu tómstundaheimili í Svíþjóð og félagsmiðstöðinni Igló í Kópavogi ásamt því að hafa umsjón með unglingastarfi í félagsmiðstöðinni Árseli í Reykjavík og gegna stöðu íþróttastjóra Skautafélags Reykjavíkur. Þá hefur hann sinnt starfi deildarstjóra í leikskólunum Núpi, Hlíðarborg og Heklukoti. Ragnar Ævar hefur einnig starfað við málun, unnið sem verktaki við pípulagnir auk þess að vera háseti til sjós. Hann hefur mikla reynslu og þekkingu á tómstundastarfi og íþróttahreyfingunni, hefur setið í stjórnum íþróttafélaga, þjálfað börn og unglinga og verið virkur í foreldrastarfi íþróttafélaga.

Í samráði við fullskipaða sveitarstjórn er tillaga vinnuhópsins samþykkt samhljóða.

8.Orravellir 3. Umsókn um lóð

2105043

Guðgeir Ólason óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 3 við Orravelli til að byggja á henni hesthús úr timbri sbr. umsókn dags. 26.5.2021.
Lagt er til að úthluta Guðgeir Ólasyni lóð undir hesthús við Orravelli 3 á Rangárbökkum við Hellu.

Samþykkt samhljóða.

9.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2021

2101007

Óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál; tillögu til þingsályktunar um nýja velferðarstefnu fyrir aldraðra, 720. mál; tillögu til þingsályktunar um aðgerðir til að auka framboð og neyslu grænkerafæðis, 612. mál; frumvarp til laga umfjöleignarhús, 597. mál.; tillögu til þingsályktunar um barnvænt Íslands - framkvæmd barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 762. mál.
Til kynningar.

10.Félagsmálanefnd - 88 fundur

2105040

Til kynningar
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

11.Aðalfundur 2021 - Háskólafélags Suðurlands

12.Atvinnu- og nýsköpunarstefna

2105022

Drög til kynningar
ES kynnti stöðu verkefnisins. Drögin voru tekin til umræðu. Næstu skref eru síðan lokafrágangur hjá Atvinnu-, menningar-, og jafnréttismálanefnd og afgreiðsla stefnunnar á næsta fundi sveitarstjórnar.

13.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19 - Rangárþing ytra

2003013

Ýmiss gögn frá sóttvarnaryfirvöldum.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?