Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættust liðir 4. Fjárhagsáætlun 2021 - viðauki 5, 17. Orravellir 7 umsókn um lóð og liður 25. Aðalfundur vottunarstofan Tún ehf 2021 og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi. Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 1.
1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2021
2101039
Yfirlit um rekstur janúar-júlí
Lagt fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins.
2.Erindi frá Félagi eldri borgara
2105029
Tillaga að samræmdum reglum varðandi garðslátt hjá eldri borgurum.
Lögð fram tillaga að samræmdum reglum varðandi garðslátt. Sveitarstjóra falið að vinna þær áfram og leggja fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
3.Ölduhverfi - gatnagerð
2004027
Samningur við Þjótanda ehf
Fyrir liggur samningur við Þjótanda ehf um gatnagerð í Kjarröldu. Samningurinn hljóðar upp á 40.3 mkr og er hlutur Rangárþings ytra alls 26.5 mkr. Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn staðfesti samninginn og að gerður verði viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn verði fjármagnaður með tilfærslu á milli fjárfestingaliða.
Samþykkt með 2 atkvæðum, 1 situr hjá (MHG).
Samþykkt með 2 atkvæðum, 1 situr hjá (MHG).
4.Fjárhagsáætlun 2021 - viðauki 5
2108047
Tillaga að viðauka vegna viðhalds og malbikunar gatna á Hellu
Lagt er til að aukið verði við malbikun á Þrúðvangi að Guðrúnartúni alls 19 mkr. Viðaukinn verði fjármagnaður með tilfærslu á milli fjárfestingaliða.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
5.Gatnahönnun Rangárbökkum
2101044
Niðurstaða hönnunarvinnu og tilboð í gatnagerð
Lögð fram áætlun um gatnagerð og lagnir á Rangárbökkum. Tillaga um að gera verðkönnun meðal jarðvinnuverktaka á Suðurlandi. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
6.Ósk um styrk á móti byggingarleyfisgjöldum - Skotfélagið Skyttur
2108011
Vegna byggingar á riffilhúsi.
Lagt er til að styrkja Skytturnar um 150.000 kr til uppbyggingar á starfsemi félagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
7.Ósk um styrk á móti fasteignagjöldum - Árbæjarsókn
2108009
Óskað er eftir styrk á móti fasteignagjöldum áranna 2020 og 2021.
Sóknarnefnd Árbæjarkirkju óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum áranna 2020 og 2021. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
8.Ósk um styrk á móti fasteignagjöldum - Skotfélagið Skyttur
2108010
Vegna ársins 2021
Skytturnar óska eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2021. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
9.Girðing á landamörkum í Safamýri
2108006
Erindi vísað til byggðarráðs til afgreiðslu.
Búið er að fara yfir landamerki milli spildnanna sem um ræðir og eru þau formlega staðfest. Samþykkt að taka þátt í girðingu milli umræddra spildna. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
10.Hugmyndagáttin og ábendingar 2021
2101011
Ábending um hunda og ketti
Borist höfðu ábendingar varðandi hundahald í Helluþorpi. Ábendingum vísað áfram til viðeigandi starfsmanna sveitarfélagsins til úrvinnslu.
11.Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun
1411106
Uppfærsla í samræmi við breytingar á sveitarstjórnarlögum frá 13. júní 2021.
Byggðarráð ræddi útfærslu á þessari breytingu. Sveitarstjóra falið að undirbúa tillögu í samráði við byggðarráð til að leggja fram á næsta sveitarstjórnarfundi.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
12.Hjóla- og göngustígur Hella-Hvolsvöllur
2108027
Forkönnun
Lagðar fram upplýsingar frá sameiginlegum fundi fulltrúa Rangárþings ytra og Rangárþings eystra með fulltrúum Landsnets þar sem rætt var um nýja jarðstrengslögn í héraðinu og möguleika á samliggjandi göngu- og hjólastíg milli Hellu og Hvolsvallar. Tillaga er um að Rangárþing ytra taki þátt í starfshópi, til að kanna samlegðarhagkvæmni við framkvæmd göngu- og hjólastígs og jarðstrengslagnar, sem skili frumniðurstöðum í september n.k. Lagt er til að Eiríkur Vilhelm Sigurðarsson starfi með hópnum fyrir hönd Rangárþings ytra.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
13.Kauptilboð - Giljatangi 5
2108040
Fannberg fasteignasala
Lagt er til að gengið verði að tilboðinu og sveitarstjóra verði falið að ganga frá sölunni.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
14.Fjárhagsáætlun 2022-2025
2106065
Vinnuplan
Farið yfir skipulag við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
15.Gjaldskrá byggingarleyfisgjalda
2108041
Endurskoðun
Tillaga er um að gjaldskrá byggingarleyfisgjalda verði tekin til endurskoðunar og að endurskoðuð gjaldskrá verði lögð fyrir sveitarstjórnarfund í október.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
16.Erindi vegna minnismerkis
2108005
Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.
17.Orravellir 7. Umsókn um lóð
2108045
Ólafur Þórisson óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 7 við Orravelli til að byggja á henni hesthús úr timbri sbr. umsókn dags. 24.8.2021.
Lagt er til að úthluta Ólafi Þórissyni lóð undir hesthús við Orravelli 7 á Rangárbökkum við Hellu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
18.Skógasafn stjórnarfundur 8 - 2020
2108018
Til kynningar.
19.Skógasafn stjórnarfundur 9 - 2020
2108019
Til kynningar.
20.Skógasafn stjórnarfundur 10 - 2020
2108020
Til kynningar.
21.Skógasafn stjórnarfundur 12 - 2021
2108021
Til kynningar.
22.Skógasafn stjórnarfundur 13 - 2021
2108025
Fundargerð frá 07072021
Til kynningar.
23.Aðalfundur Veiðifélags Eystri-Rangár
2108029
Fundarboð, samþykktir og ársreikningur 2020
Til kynningar.
24.Aðalfundur 2021 - Veiðifélag Ytri-Rangár
2108042
Fundargerð, ársreikningar og samþykktir.
Til kynningar.
25.Aðalfundur Vottunarstofunnar Tún ehf 2021
2108043
Aðalfundarboð
Til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og staðfest.
Fundi slitið - kl. 19:00.