40. fundur 23. september 2021 kl. 16:00 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Haraldur Eiríksson formaður hafði boðað forföll og Hjalti Tómasson varaformaður byggðarráðs stýrði því fundi. Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir liðum 4 og 5.

1.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 9

2107008F

Fundargerðin til kynningar.

2.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 hf - 16

2109007F

Fundargerðin til kynningar.

3.Oddi bs - 43

2109008F

Fundargerðin til kynningar.

4.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2021

2101039

Yfirlit janúar-ágúst
Lagt fram yfirlit um rekstur sveitarfélagsins.

5.Fjárhagsáætlun 2022-2025

2106065

Forsendur til umræðu
Farið yfir ýmsar forsendur fjárhagsáætlunar næsta árs.

6.Kjarralda - úthlutun lóða

2109031

Auglýsing um lausar lóðir í Kjarröldu.
Lagt til að auglýsa lóðir við Kjarröldu 1-6 lausar til umsóknar.

Samþykkt samhljóða.

7.Gatnahönnun Rangárbökkum

2101044

Niðurstaða verðkönnunar á framkvæmdum við gatnagerð og lagnir.
Verðkönnunargögn vegna framkvæmda við götur og lagnir í nýju hesthúsahverfi á Rangárbökkum voru send á 10 aðila á Suðurlandi. Tvö tilboð bárust, frá Þjótanda ehf og Nautási ehf. Tilboð Nautás ehf var 45.278.200 kr, þar af kostnaður Rangárþings ytra 30.212.282 kr. Tilboð Þjótanda ehf var 61.536.116 kr, þar af kostnaður Rangárþings ytra 36.286.698 kr. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 65.564.650 kr, þar af kostnaður Rangárþings ytra 42.029.187 kr. Lagt er til að ganga til samninga við Nautás ehf og er sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Jafnframt ákveðið að undirbúa viðauka 6 við fjárhagsáætlun 2021 fyrir þann hluta framkvæmdanna sem fellur á yfirstandandi ár. Viðaukinn verði fjármagnaður með tilfærslu á milli fjárfestingaliða.

Samþykkt samhljóða.

8.Lækjarsel lóð 1. Breyting á heiti í Spóasel

2109032

Eigandi Lækjarsels lóðar 1, L221491,óskar eftir að breyta heiti lóðar sinnar úr Lækjarseli lóð 1 í Spóasel. Ósk um breytingu á heiti send með tölvupósti 20.9.2021.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemdir við heitið Spóasel.

Samþykkt samhljóða.

9.Tilnefning fulltrúa í Ungmennaráð Suðurlands 2021

2109009

Tillaga frá Ungmennaráði Rangárþings ytra
Ungmennaráð mun funda í næstu viku og ganga þá frá tilnefningu til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Afgreiðslu frestað.

10.Extreme-E mótaröðin

2109038

Erindi um leyfi til mótshalds
Lagt er til að byggðarráð geri fyrir sitt leyti ekki athugasemd við að mótaröðin Extreme-E verði haldin í nóvember n.k. á keppnissvæði því sem notað hefur verið í hinni árlegu torfærukeppni við Hellu.

Samþykkt samhljóða.

11.Málefni hestamanna við Hesthúsgötu á Hellu

2003015

Samantekt frá fundi hesthúseigenda 7092021
Lagðir fram minnispunktar frá fundi hesthúseigenda þar sem fram koma óskir um tvær breytingar á útfærslu átaksverkefnisins. Lagt er til að tekið verði tillit til þessara óska og sú breyting verði gerð á útfærslu verkefnisins að tveimur eða fleiri hesthúseigendum í eldra hverfi verði heimilt að taka sig saman um byggingu á einu sameiginlegu hesthúsi í hinu nýja hverfi. Jafnframt verði leyfilegt að nýta hús í eldra hverfi, sem samið hefur verið um, fram til ársloka 2026 að því gefnu að lóðaleigusamningar séu þá enn í gildi.

Samþykkt með tveimur atkvæðum (HT,ÁS), einn situr hjá (MHG).

12.Hugmyndagáttin og ábendingar 2021

2101011

Ábendingar um tilkynningar framkvæmda, greiðsludreifingu fasteignagjalda og upplýsingar um sameiningarmál.
Ábendingum beint til viðkomandi starfsmanna sveitarfélagsins til úrlausnar.

Bókun Á-lista:
Á 8. fundi sveitarstjórnar 14. febrúar 2019 var samþykkt samhljóða að fulltrúar sveitarstjórnar fengju afrit af erindum úr hugmyndagátt jafnóðum og þau bærust. Undirrituð gerir athugasemd við að ákvörðun sveitarstjórnar sé ekki framfylgt, þar sem annað erindið sem liggur nú fyrir fundi barst 10. ágúst 2021 og hefði því átt að vera tekið fyrir á fundi byggðarráðs í ágúst. Undirrituð fékk þetta erindi fyrst s.l. þriðjudag, er það var sent út með fundardagskrá.

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Fulltrúi Á-lista

13.Erindi frá foreldrafélagi Laugalandsskóla - frísbígolf

2106062

Styrkbeiðni
Lagt er til að styrkja frísbíverkefni foreldrafélagsins um 200 þkr. Kostnaður færist á Æskulýðs- og íþróttamál (0601).

Samþykkt samhljóða.

14.Svínhagi SH-16. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2109037

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Björns Þorgrímssonar fyrir hönd félagsins 2717 ehf, kt. 671017-0480, um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "H" að Svínhaga SH-16, Rangárþingi ytra.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis til félagsins 2717 ehf til gistingar í flokki II, tegund "H" að Svínhaga SH-16, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

15.SASS - 571 stjórn

2109039

Fundargerð frá 13082021
Til kynningar.

16.SASS - 572 stjórn

2109040

Fundargerð frá 3092021
Til kynningar.

17.Fjármálaráðstefna 2021

2109033

Ráðstefnan verður haldin 7-8 október 2021
Til kynningar.

19.Fyrirhuguð niðurfelling Kornbrekknavegar af vegaskrá

2109035

Frá Vegagerðinni
Til kynningar.

20.Fyrirhuguð niðurfelling á Selalækjarvegi af vegaskrá

Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?