43. fundur 27. janúar 2022 kl. 16:00 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Tómas Haukur Tómasson sat fundinn undir liðum 13,24 og 25.

1.Félags- og skólaþjónusta - 57 fundur

2.Félagsmálanefnd - 95 fundur

2201030

Fundargerð
Lagt fram til kynningar.

3.Oddi bs - 47

2112007F

Lagt fram til kynningar.

4.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2022

2201034

Staða rekstrar í lok síðasta árs.
Rekstraryfirlit lagt fram til kynningar.

5.Hrafnskálar 1, lóðaúthlutun

2201029

Hrafnskálar 1
Gildar umsóknir eru

Haraldur Einar Hannesson;
Pálmar Harðarson og Agnes Sigurðardóttir
Kári Sighvatsson

Ein umsókn barst jafnframt frá Samhús ehf en þar er óskað eftir að fá að byggja fjölbýlishús á lóðinni. Það er ekki í samræmi við skilmála lóðarinnar.
Dregið var úr gildum umsóknum og var niðurstaðan þessi:

1. Kári Sighvatsson
2. Haraldur Einar Hannesson;
3. Pálmar Harðarson og Agnes Sigurðardóttir

6.Sæluvellir 6. Umsókn um lóð

2112035

Lúðvík Bergmann óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 6 við Sæluvelli til að byggja á henni hesthús úr timbri sbr. umsókn dags. 14.12.2021. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er í maí 2022 og byggingartími áætlaður 1 ár.
Lagt er til að úthluta Lúðvík Bergmann lóð undir hesthús við Sæluvelli 6 á Rangárbökkum við Hellu.

Samþykkt samhljóða.

7.Orravellir 5. Umsókn um lóð

2201007

Bjarki Steinn Jónsson óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 5 við Orravelli til að byggja á henni hesthús úr steinsteypu sbr. umsókn dags. 2.1.2022. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er í júní 2022 og byggingartími áætlaður 4 mánuðir.
Lagt er til að úthluta Bjarka Steini Jónssyni lóð undir hesthús við Orravelli 5 á Rangárbökkum við Hellu.

Samþykkt samhljóða.

8.Rauða fjöðrin 2022

2112032

Lions á Íslandi og Blindrafélagið óska eftir styrk
Lagt er til að hafna erindinu að sinni.

Samþykkt samhljóða.

9.Vegna fornleifarannsókna í Arfabót á Mýrdalssandi

2112045

Ósk um styrk
Lagt er til að hafna erindinu.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um styrk til HSK 2022

2112056

Frá Héraðssambandinu Skarphéðni.
Tillaga um að styrkja HSK um 180 þúsund kr. Kostnaður færist á Æskulýðs- og íþróttamál (0689).

Samþykkt samhljóða

11.Sigurhæðir - ósk um styrk

2112057

Þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi
Sorotimistaklúbbur Suðurlands óskar eftir því við Rangárþing ytra að styrkja verkefnið Sigurhæðir árið 2022 um kr. 366.012. Sú upphæð er hlutfallsleg þátttaka Rangárþings ytra miðað við íbúafjölda á starfssvæði SASS. Lagt er til að samþykkja styrk að upphæð 366.012 kr sem færist á félagsmál.

Samþykkt samhljóða.

12.Ósk um styrk til Stróksins

2201048

Styrktarfélag klúbbsins Stróks óskar eftir styrk til starfseminnar.
Lagt til að hafna erindinu að sinni.

Samþykkt samhljóða.

13.Gatnahönnun atvinnusvæði Sleipnisflatir og Faxaflatir

2201053

Undirbúningur hverfis.
Lögð fram yfirlitsmynd skipulags athafnasvæðis við Faxaflatir og Sleipnisflatir ásamt minnisblaði um undirbúning gatnahönnunar frá sviðsstjóra Eigna- og framkvæmda. Byggðarráð leggur til að hefja gatnahönnun fyrir svæðið en fyrstu lóðum á svæðinu hefur þegar verið úthlutað og stefnt að framkvæmdum innan ársins.

Samþykkt samhljóða.

14.Eirð úr landi Haga. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2112005

Egill M. Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Thors Ólafssonar fyrir hönd Íslenska nýsköpunarfélagsins ehf, kt. 590399-2999, um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "B" í húsnæði félagsins á lóð þess, Eirð, úr landi Haga við Gíslholtsvatn, Rangárþingi ytra. Beiðni barst 2.12.2021.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Íslenska nýsköpunarfélagsins ehf fyrir gistingu í flokki II, tegund B, í húsnæði félagsins á lóð þess Eirð, úr landi Haga við Gíslholtsvatn, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

15.Heiðarbakki L164504, umsókn um stofnun lögbýlis

2112007

Októ Einarsson, fyrir hönd Nýjabæjar ehf eigandi Heiðarbakka, L165405 óskar eftir umsögn Rangárþings ytra um fyrirhugaða stofnun lögbýlis á jörð sinni skv. umsókn dags. 1.12.2021. Fyrirhuguð starfsemi snýr að hrossarækt og síðar skógrækt á hluta landsins. Álit búnaðarráðunauts liggur fyrir þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við áform umsækjanda.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugsemdir við stofnun lögbýlis að Heiðarbakka, L165405.

Samþykkt samhljóða.

16.Minna-Hof landspilda 1. Breyting á heiti í Litla Hof

2112023

Ingi Ingvarsson fyrir hönd Litla-Hofs ehf óskar eftir að fá að breyta heiti á landsspildu sinni, Minna-Hofi landspildu 1, L199583, í Litla-Hof. Umsókn send með tölvupósti 6.12.2021.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við heitið Litla-Hof.

Samþykkt samhljóða.

17.Stóru-Vellir lóðir L200047 og 214208, breytt heiti, Stöng og Efri-Stöng

2112028

Eigendur lóðanna Stóru-Vellir lóð L200047 og Stóru-Vellir lóð 2 L214208 óska eftir að fá breyta heiti lóða sinna í Stöng og Efri-Stöng. L200047 verði Stöng og L214208 verði Efri-Stöng sbr. umsókn þess efnis sem barst með tölvupósti 7.12.2021.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við heitin Stöng og efri-Stöng.

Samþykkt samhljóða.

18.Klettholt B L231152. Breyting á heiti í Brönuholt.

2201008

Eigendur Klettholts B, L231152, óska eftir að fá að breyta heiti lóðar sinnar í Brönuholt í samræmi við umsókn þess eðlis dags. 2.1.2022.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við heitið Brönuholt.

Samþykkt samhljóða.

19.Þrúðvangur 37. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II.

2201018

Egill M. Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Rebekku K. Björgvinsdóttur fyrir hönd félagsins 1997 ehf, kt. 660419-0980, um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "E" í húsnæði félagsins á lóð nr. 37 við Þrúðvang á Hellu, Rangárþingi ytra. Beiðni barst 7.1.2022.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til félagsins 1997 ehf fyrir gistingu í flokki II, tegund E, í húsnæði félagsins á lóð nr. 37 við Þrúðvang á Hellu, Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

20.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2022

2201049

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar umsagnar vegna frumvarps til laga um almannavarnir (almannavarnastig o.fl.), 181. mál og vegna tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál.
Til kynningar.

21.Bergrisinn bs - fundir 2022

2201033

Fundargerð 10012022
Til kynningar

22.SASS - 577 stjórn

2201031

Fundargerð frá 7012022
Til kynningar.

23.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 905 fundur

2201037

Fundargerð
Til kynningar.

24.Faghópur um þróun skólasvæðis á Hellu

2002054

Fundargerð frá 25012022
Til kynningar.

25.Gatnahönnun Rangárbökkum

2101044

Verkfundur 3
Verkfundargerð nr. 3 lögð fram til kynningar. Jafnframt lagt fram minnisblað frá Sviðsstjóra Eigna- og framkvæmda um að skoðað verði að undirbúa lóðir við Ómsvelli fyrir úthlutun þar sem öllum lóðum hefur nú verið úthlutað við Orra- og Sæluvelli.

Samþykkt samhljóða.

26.Breyting á reglugerð 12122015 vegna reikningsskila sveitarfélaga

2110020

Reglugerð nr. 14/2022 um breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?