Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 1.
1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2022
2201034
Yfirlit um rekstur fram til loka janúar.
Lagt fram til kynningar.
2.Þróun skólasvæðis á Hellu
2105019
Niðurstaða tilboða í jarðvegsframkvæmdir 1 áfanga og minnisblað vegna fullnaðarhönnunar 2. áfanga.
2.1 Útboð vegna 1. áfanga
Tvö tilboð bárust í verkið Jarðvinnu, rif og styrkingar ásamt lögnum í 1. áfanga framkvæmda við grunnskólann á Hellu:
Þjótandi ehf 32.923.694 kr með vsk
Vörubílstjórafélagið Mjölnir 33.605.414 kr með vsk
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 39.434.800 kr með vsk
Tillaga um að ganga til samninga við Þjótanda ehf og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
2.2. Fullnaðarhönnun 2. áfanga
Fyrir liggur kostnaðaráætlun varðandi fullnaðarhönnun 2. áfanga. Lagt er til að fullnaðarhönnun 2. áfanga verði boðin út í samræmi við frumdrög hönnunar og er sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
Tvö tilboð bárust í verkið Jarðvinnu, rif og styrkingar ásamt lögnum í 1. áfanga framkvæmda við grunnskólann á Hellu:
Þjótandi ehf 32.923.694 kr með vsk
Vörubílstjórafélagið Mjölnir 33.605.414 kr með vsk
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 39.434.800 kr með vsk
Tillaga um að ganga til samninga við Þjótanda ehf og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
2.2. Fullnaðarhönnun 2. áfanga
Fyrir liggur kostnaðaráætlun varðandi fullnaðarhönnun 2. áfanga. Lagt er til að fullnaðarhönnun 2. áfanga verði boðin út í samræmi við frumdrög hönnunar og er sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
3.Ómsvellir - úthlutun lóða
2202047
Auglýsing um lausar lóðir við Ómsvelli.
Lagt til að auglýsa lóðir við Ómsvelli 1-6 lausar til umsóknar. Jafnframt er lagt til að umsækjendur sem hyggjast reka hestaleigu njóti forgangs við úthlutun lóða við Ómsvelli 1 og 3.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
4.Sala íbúða við Nestún 4 og 6 og Þrúðvang 10
2201017
Staðfest kauptilboð í Nestún 4A,4B og 6A.
Lagt er til að gengið verði að tilboðunum og sveitarstjóra verði falið að ganga frá sölunni.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
5.Ósk um styrk á móti fasteignagjöldum 2022 - Skotfélagið Skyttur
2201070
Óskað er eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2022.
Skytturnar óska eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2022. Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
6.Ósk um styrk við Suðurlandsdeild
2202003
Suðurlandsdeildin í hestaíþróttum óskar eftir styrk frá Rangárþingi ytra til að styðja viðburðinn í vetur.
Lagt er til að styrkja Suðurlandsdeild í Hestaíþróttum um 50.000 kr. Kostnaður færist á menningarmál.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
7.Stefna um þjónustustig í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags
2202017
Með lögum nr. 96/2021 var gerð breyting á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þannig að nú ber sveitarfélögum, samhliða gerð fjárhagsáætlunar að móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú ár á eftir um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum viðkomandi sveitarfélags. Við gerð og mótun stefnunnar skal sveitarstjórn hafa samráð við íbúa sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að undirbúa vinnu við mótun stefnunnar og leggja fram tillögu að vinnulagi á fundi sveitarstjórnar í mars.
Sveitarstjórn felur byggðarráði að undirbúa vinnu við mótun stefnunnar og leggja fram tillögu að vinnulagi á fundi sveitarstjórnar í mars.
Byggðarráð telur rétt að þessi vinna fari fram samhliða undirbúningi fyrir fjárhagsáætlun og hefjist þegar ný sveitarstjórn hefur tekið til starfa. Þá leggur byggðarráð til að haldnir verði íbúafundir í haust þar sem þessi mál eru kynnt og rædd. Sveitarstjóra er jafnframt falið að taka saman upplýsingar um þá þjónustu sem nú þegar er veitt hjá sveitarfélaginu og afla upplýsinga frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga um hvort vinna er hafin í þessum efnum á landsvísu og leggja fyrir sveitarstjórn í apríl.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
8.Ósk um styrk á móti álögðum fasteignaskatti - Oddasókn
2202018
Oddasókn óskar eftir styrk á móti álögðum fasteignaskatti árið 2022.
Tillaga um að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
9.Ósk um styrk á móti fasteignagjöldum 2022
2202030
Golfklúbburinn Hellu
Lagt er til að veita Golfklúbbnum styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2022 skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
10.Umsókn um nýtingarleyfi á jarðhita við Kaldárholtslæk í landi Kaldárholts
2202031
Orkustofnun óskar umsagnar sveitarsfélagsins vegna umsóknar Veitna ohf um leyfi til nýtingar á jarðhita við Kaldárholtslæk í landi Kaldárholts í Rangárþingi ytra.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu leyfis til nýtingar jarðhita við Kaldárholtslæk í landi Kaldárholts í Rangárþingi ytra.
Samþykkt samhljóða og jafnframt lýsir byggðarráð yfir mikilli ánægju með að líkur eru til þess að útlit sé fyrir bjartari tíma við öflun á heitu vatni í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða og jafnframt lýsir byggðarráð yfir mikilli ánægju með að líkur eru til þess að útlit sé fyrir bjartari tíma við öflun á heitu vatni í sveitarfélaginu.
11.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2022
2201049
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar vegna tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 332. mál; Atvinnuveganefnd Alþingis óskar umsagnar vegna tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldi, 93. mál.
Lagt fram til kynningar.
12.Breyting á póstþjónustu
2202012
Beiðni Byggðarstofnunar um umsögn sveitarfélagsins á breytingu á póstþjónustu á Hellu ásamt erindi Íslandspósts. Byggðastofnun hefur móttekið bréf dagsett 11. febrúar sl. frá sveitarfélaginu.
Í kjölfar tilkynningar Íslandspósts um breytingu á póstþjónustu á Hellu og yfirlýsingar sveitarstjórnar Rangárþings ytra sem send var á stjórn Íslandspósts, Byggðastofnun og þingmenn suðurkjördæmis þann 11. febrúar sl. hefur nú borist beiðni frá Byggðastofnun þar sem óskað er umsagnar sveitarfélagsins varðandi þessar fyrirhuguðu breytingar. Byggðastofnun hefur eftirlit með starfsemi Íslandspósts og ber að meta umsókn Íslandspóst varðandi lokun á póstafgreiðslu út frá ákveðnum samfélagslegum þáttum. Sveitarstjóra falið að gera tillögu að umsögn og senda á sveitarstjórn til athugasemda og eftir atvikum staðfestingar þannig að hægt sé að senda umsögn inn án tafar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
13.Uxahryggur lóð 2. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis
2202021
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Oddsteins Magnússonar fyrir hönd félagsins Uxahryggjar ehf, kt. 561216-1690, um endurnýjun / breytingu á rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "H" á lóð félagsins, Rangárþingi ytra.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við endurnýjun/breytingu á rekstrarleyfi til félagsins Uxahryggjar ehf fyrir gistingu í flokki II, tegund H, á lóð félagsins í Rangárþingi ytra.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
14.Bergrisinn bs - fundir 2022
2201033
Fundargerðir nr 35 og 36.
Til kynningar.
15.Félagsmálanefnd - 96 fundur
2202045
Fundargerð frá 17022022
Til kynningar.
16.Félagsmálanefnd - 97 fundur
2202044
Fundargerð frá 21022022
Til kynningar.
17.SASS - 578 stjórn
2202046
Fundargerð frá 04022022
Til kynningar.
18.Framlög til framboða skv. lögum nr. 162/2006
1603007
Upplýsingar um núverandi fyrirkomulag.
Lögð fram til kynningar um núverandi fyrirkomulag styrkja við framboð til sveitarstjórnarkosninga. Byggðarráð leggur til að öllum framboðum til komandi sveitarstjórnarkosninga í Rangárþingi ytra standi til boða að nýta fundaaðstöðu sveitarfélagsins í Heklu fundarsal og Námsveri í Miðjunni á Hellu, Íþróttahúsi Þykkvabæ og Laugalandi endurgjaldslaust.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
19.Auglýsing eftir framboðum
1902011
Til stjórnar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf
Lagt fram til kynningar.
20.Almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2022
2202043
Bréf frá EFS til sveitarfélaga landsins.
Til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:15.