Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að breyta heiti á dagskrárlið 7 í Vigdísarvellir 1, umsókn um lóð. Það var samþykkt samhljóða.
1.Oddi bs - 50
2203008F
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
2.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2022
2201034
Yfirlit um rekstur janúar-mars
KV fór yfir rekstur sveitarfélagsins það sem af er ári.
3.Fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 3
2204033
Tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2022.
Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn gerir ráð fyrir hækkun skatttekna en kostnaðarauka vegna Bergrisans bs, snjómoksturs og skrifstofu og hefur áhrif til hækkunar á rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 2,48 mkr. Greinargerð fylgir viðaukanum.
Viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
Viðaukinn borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
4.Sleipnisflatir 6 og 8. Umsókn um lóðir
2204007
Fjórir naglar ehf sækir um lóðirnar nr. 6 og 8 við Sleipnisflatir til byggingar á iðnaðarhúsnæði, bæði fyrir eigin starfsemi og til útleigu. Umsókn barst 5.4.2022. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er eftir 8 mánuði og byggingartími áætlaður allt að 2 ár. Umsækjandi skilar jafnframt áður úthlutaðri lóð nr. 12 við Sleipnisflatir.
Lagt er til að úthluta Fjórum nöglum ehf lóðunum við Sleipnisflatir 6 og 8 til byggingar á iðnaðarhúsnæði.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
5.Ómsvellir 2. Umsókn um lóð
2204027
Sigvaldi Lárus Guðmundsson óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 2 við Ómsvelli til að byggja á henni hesthús úr stálgrind eða límtré sbr. umsókn dags. 19.4.2022. Æskilegur byrjunartími framkvæmda yrði í júní eða júlí og byggingartími áætlaður allt að 1 ár.
Lagt er til að úthluta Sigvalda Lárusi Guðmundssyni lóð undir hesthús við Ómsvelli 2 á Rangárbökkum við Hellu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
6.Ómsvellir 5. Umsókn um lóð
2203100
Bjarki Steinn Jónsson óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 5 við Ómsvelli til að byggja á henni hesthús úr steinsteypu sbr. umsókn dags. 29.3.2022.
Lagt er til að úthluta Bjarka Steini Jónssyni lóð undir hesthús við Ómsvelli 5 á Rangárbökkum við Hellu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
7.Vigdísarvellir 1. Umsókn um lóð
2204030
Samúel Örn Erlingsson óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 1 við Vigdísarvelli til að byggja á henni hesthús úr timbri og steinsteypu. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er sumar 2022 og áætlaður byggingartími er 2-3 ár.
Lagt er til að úthluta Samúel Erni Erlingssyni lóð undir hesthús við Vigdísarvelli 1 á Rangárbökkum við Hellu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
8.Vigdísarvellir 3. Umsókn um lóð
2204031
Guðmundur Einarsson fyrir hönd eigenda að Hesthúsavegi 6 sækir um lóð nr. 3 við Vigdísarvelli til að byggja á henni steinsteypt hesthús. Umsókn barst 22.4.2022. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er 2022-2023.
Lagt er til að úthluta Guðmundi Einarssyni fyrir hönd eigenda að Hesthúsvegi 6 lóð undir hesthús við Vigdísarvelli 3 á Rangárbökkum við Hellu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
9.Kauptilboð - landspildur úr Norður Nýjabæ
2010025
Tilboð í landspildu (G-14).
Lagt er til að hafna tilboðinu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
10.Sala íbúða við Nestún 4 og 6 og Þrúðvang 10
2201017
Tilboð í Þrúðvang 10
Lagt er til að hafna tilboðinu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
11.Ósk um styrk á móti fasteignagjöldum 2022 - Árbæjarsókn
2204034
Styrkbeiðni.
Sóknarnefnd Árbæjarkirkju óskar eftir styrk á móti fasteignagjöldum ársins 2022. Lagt er til að samþykkja styrkinn skv. gildandi reglum sveitarfélagsins um slíka styrki.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
12.Leiklist í sumar - styrkbeiðni
2204036
Hugmynd að sumarvinnu í tengslum við vinnuskóla sem miðar að uppsetningu á leikriti síðsumars.
Byggðarráð tekur mjög vel í þetta verkefni og leggur til að það verði hluti af vinnuskóla sveitarfélagsins í sumar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
13.Beiðni um styrk frá GHR
2204037
Golfklúbburinn óskar eftir styrktarframlagi.
Lagt er til að fresta erindinu og fá frekari upplýsingar fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
14.Erindi um kaup á landi
2204041
Ósk frá eigendum Gaddstaða 48 um að stækka lóð sína.
Erindinu frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
15.Til umsagnar frá Alþingi - málasafn 2022
2201049
Velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar varðandi frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál.
Til kynningar.
16.Veiðihús Ytri Rangá. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis
2204026
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsgnar vegna umsóknar Hörpu Hlínar Þórðardóttur fyrir hönd Iceland Outfitters ehf um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki IV á gististað við Ytri-Rangá, Rangárþingi ytra.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu á rekstrarleyfi til félagsins Icelandic Outfitters ehf fyrir gistingu í flokki IV á gististað við Ytri-Rangá í Rangárþingi ytra.
Samþykkt samhljóða
Samþykkt samhljóða
17.Samband Ísl. Sveitarfélaga - 908 fundur
2204038
Fundargerð frá 25032022
Til kynningar.
18.HES - stjórnarfundur 217
2204039
Fundargerð frá 30032022, ársreikningur 2021 og samþykkt um vatnsvernd.
Lagt fram til kynningar.
19.Samtök orkusveitarfélaga - 50 stjórnarfundur
2204040
Fundargerð frá 01042022
Til kynningar.
20.KPMG - skýrsla regluvarðar 2021
2204001
Skýrsla frá KPMG
Lagt fram til kynningar.
21.Römpum upp Ísland
2204004
Upplýsingar um verkefnið og aðgengismál í Rangárþingi ytra.
Lagt fram til kynningar.
22.Upplýsingar frá MAST vegna fuglaflensu
2204035
Greining á skæðum faraldri fuglaflensu.
Til kynningar.
Fundarerðin yfirlesin og staðfest.
Fundi slitið - kl. 18:00.