4. fundur 03. ágúst 2022 kl. 08:15 - 09:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir
Fundargerð ritaði: Klara Viðardóttir fjármálastjóri og staðgengill sveitarstjóra
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður lagði til að við dagskránna bættist liður 4. Umsókn um tækifærisleyfi-tímabundið áfengisleyfi - Töðugjöld 2022 dansleikur og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi.

1.Útisvæði

2009044

Tímabundin staðsetning brettagarðs á Hellu
Lagt er til að staðsetja hjólabrettagarð til bráðabirgða á afmörkuðu svæði á bílastæði við sparkvöll sunnan við íþróttahús.

Svæðið verði afmarkað með afgerandi hætti og skilti, sem sýnir opnunartíma og öryggisreglur, verði sett upp við hjólabrettagarðinn. Lagt er til að að vinnuhópur um framtíðarskipulag íþróttavallasvæða í Rangárþingi ytra komi með tillögu að framtíðarstaðsetningu hjólabrettagarðs.

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. Stefnt er að uppsetningu sé lokið fyrir Töðugjöld, sem haldin verða 12. - 14. ágúst n.k.

2.Rangárbakkar 6. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis

2207041

Egill Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Arnars Freys Ólafssonar fyrir hönd félagsins Southdoor ehf um rekstrarleyfi til veitingareksturs í flokki III í húsnæði félagsins að Rangárbakka 6 á Hellu.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Southdoor ehf til veitingareksturs í flokki III í húsnæði félagsins að Rangárbakka 6 á Hellu.

Samþykkt samhljóða

3.Grásteinsholt. Beiðni um umsögn vegna gistingar

2207035

Egill Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Haraldar Eiríkssonar fyrir hönd félagsins Holtungar ehf um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund H í húsnæði forsvarsmanns á lóðinni Grásteinsholt í Rangárþingi ytra.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til Holtunga ehf til gistingar í flokki II, tegund H í húsnæði forsvarsmanns á lóðinni Grásteinsholti í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða

4.Umsókn um tækifærisleyfi-tímabundið áfengisleyfi - Töðugjöld 2022 dansleikur

2208007

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna tækifærisleyfis-tímabundins áfengisleyfis í íþróttahúsi að Útskálum 4 á Hellu 13.-14. ágúst 2022 vegna dansleiks á Töðugjöldum. Umsækjandi og ábyrgðarmaður er Heiðar Óli Guðmundsson.
Lagt er til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis-tímabundins áfengisleyfis til Heiðars Óla Guðmundssonar í íþróttahúsi við Útskála 4 á Hellu 13.-14. júlí 2022.

Samþykkt samhljóða

5.iCert - jafnlaunavottun 2022-2025

2207042

Rangárþing ytra hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012 og þar með öðlast heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára.
Byggðarráð fagnar áfanganum og þakkar starfsfólki fyrir þeirra vinnu við ferlið.

Til kynningar

6.Drög að stefnu um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi

Fundi slitið - kl. 09:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?