5. fundur 24. ágúst 2022 kl. 08:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Margrét Harpa formaður lagði til að við dagskránna bætist við liður 8, kauptilboð í sumarhúsalóðina Merkihvol 8a, landnúmer 198500 og liður 9 beiðni frá Truenorth um leyfi fyrir kvikmyndatöku í vikurnámu sunnan við afleggjara að Dómadal og var það samþykkt samhljóða. Aðrir liðir færast til í samræmi.

1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2022

2201034

Yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins jan-júlí 2022
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fer yfir rekstaryfirlit sveitarfélagsins fyrir fyrstu 7 mánuði ársins. Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi en fjármagnsliðir hafa hækkað vegna aukinnar verðbólgu.

Lagt fram til kynningar.

2.Ósk um breytingu á heiti lóðar - Fosshólar 4

2208030

Eigendur óska eftir því að heiti jarðar sinnar, Fosshólar 4, verði breytt í Skáldakot.
Eigendur óska eftir því að heiti jarðar sinnar, Fosshólar 4, verði breytt í Skáldakot.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við heitið Skáldakot.

Samþykkt samhljóða.

3.Frystihólf í Þykkvabæ

2207010

Framtíðarfyrirkomulag frystihólfa og rekstrar
Rætt var um framtíðarfyrirkomulag frystihólfa í Þykkvabæ og rekstur þeirra.

Ljóst er að búnaður í frystigeymslum í Þykkvabæ er úr sér genginn og fer að kalla á verulegt viðhald eða endurbætur. Byggðarráð leggur til að að frystigeymslan verði rekin áfram út ágúst 2023 með þeim fyrirvara að ekki þurfi að ráðast í kostnaðarsamar aðgerðir á búnaðinum komi til þess að hann bili. Notendur þurfa því að vera viðbúnir að tæma frystihólfin komi til bilunar.

Sveitarstjóra falið að gera upplýsa leigutaka um stöðu málsins.


Samþykkt samhljóða.

4.Gaddstaðir 48. Erindi um kaup á viðbótarsvæði

2204041

Beiðni um stækkun lóðar
Eigendur Gaddstaða 48 óska eftir að stækka lóð sina með því að kaupa land af sveitarfélaginu sem liggur að landi þeirra. Það land sem um ræðir er skilgreint í skipulagi sem opið svæði.

Skipulagsnefnd hefur tekið málið fyrir á 3. fundi sínum þann 4. ágúst s.l. og bókaði eftirfarandi: Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að umrætt svæði verði tekið undir hluta af íbúðarlóðinni nr. 48. Nefndin leggur til ákveðna tillögu um afmörkun sem haft verði til hliðsjónar. Nefndin telur þó rétt ef sveitarstjórn fellst á erindi umsækjanda að lóðarhafa verði heimilað að gera nauðsynlegar breytingar á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem núverandi opið svæði verði fellt úr skipulagi og lóðin stækkuð.

Byggðarráð leggur til að erindi umsækjenda verði hafnað á grundvelli jafnræðissjónarmiða en sveitarstjóra falið að ræða við umsækjendur um mögulega leigu á landinu.

Samþykkt samhljóða.

5.Faxaflatir 1 og 2 og Fákaflatir 1 og 2. Umsókn um lóðir

2011029

Afsal vegna Faxaflata 4 að hluta (Áður Faxaflatir 1 og 2)
N66, ehf óskar eftir því að að samþykkt verði afsal af hluta lóðarinnar Faxaflata 4 (áður Faxaflatir 1 og 2) til Orkunar IS ehf. Í afsalinu er gert ráð fyr að lóðin skiptist þannig að Orkan IS ehf verði afsalshafi að 44,5% lóðarinnar en N66 ehf eigi áfram 55,5%.

Byggðaráð gerir ekki athugasemd við skiptingu lóðarinnar og felur sveitarstjóra að undirrita nauðsynleg skjöl þar að lútandi.

Samþykkt samhljóða.

6.Erindi vegna skólaaksturs í Hvolsskóla

2208047

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók

7.Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags

2208022

Fært í trúnaðarmálabók
Fært í trúnaðarmálabók

8.Merkihvoll 8a

2208060

Kauptilboð í sumarhúsalóðina Merkihvol 8a, landnúmer 198500
Lagt er fram kauptilboð í sumarhúsalóðina Merkihvol 8a, landnúmer 1985500 að fjárhæð kr. 600.000.

Bygðarráð hafnar fyrirliggjandi kauptilboði og gerir gagntilboð að fjárhæð kr. 1.180.000 staðgreitt.

Samþykkt samhljóða.

9.Beiðni um leyfi fyrir kvikmyndatöku-Vikurnámur

2208065

Beiðni frá Truenorth um leyfi fyrir kvikmyndatöku í vikurnámu sunnan við afleggjara að Dómadal.
Truenorth óskar eftir leyfi fyrir kvikmyndatöku í vikurnámu sunnan við afleggjara að Dómadal sem á að fram um miðjan september.

Lagt er til að erindið verði samþykkt með fyriravara um frekari upplýsingar um staðsetnignar og umfang. Sveitarstjóra falið að kynna málið fyrir hagsmunaaðilum ræða við umsækjanda um endurgjald.

Samþykkt samhljóða.

10.Háfshjáleiga 5 (Kvíós) L207728. Umsókn um stofnun lögbýlis

2208001

Fannar Ólafsson fyrir hönd Þorshúss ehf, eiganda Háfshjáleigu 5 L207728 óskar eftir umsögn Rangárþings ytra um fyrirhugaða stofnun lögbýlis á jörð sinni skv. umsókn dags. 1.8.2022. Umsögn Búnaðarsambands Suðurlands liggur fyrir.
Byggðarráð frestar að taka afstöðu til málsins þar til staðfesting á landamerkjum liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

11.Háfshjáleiga land 5, landnr. 207728. Ósk um breytingu á heiti lóðar í Kvíós.

2207015

Þór Fannar Ólafsson fyrir hönd Þórshúss ehf óskar eftir að fá að breyta heiti lóðar sinnar í Kvíós. Áform eru uppi um stofnun lögbýlis á lóðinni.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við heitið Kvíós.

Samþykkt samhljóða

12.Efnistaka á Mýrdalssandi - umsagnarbeiðni v. umhverfismatsskýrslu

2208050

Umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um mat á umhverfisáhrifum fyrir áhrifum efnistöku á Mýrdalssandi á grundvelli umhverfismatskýrslu frá Eflu í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 1381/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Í umsögninni skal koma fram hvort umsagnaraðili hafi athugasemdir við umfjöllun í umhverfismatsskýrslu út frá starfssviði umsagnaraðila, svo sem um gögn sem byggt er á, úrvinnslu gagna, mat á vægi og eðli umhverfisáhrifa eða framsetningu umhverfismatsskýrslu. Einnig, ef á skortir, hvaða atriðum umsagnaraðili telur að gera þurfi frekari skil eða hafa sérstaklega í huga við leyfisveitingar, svo sem varðandi mótvægisaðgerðir og vöktun. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmdin er háð. Umsögn óskast send Skipulagsstofnun í síðasta lagi 26. september 2022.

Lagt er til að vísa málinu til umfjöllunar í Skipulags- og umferðarnefnd.

Samþykkt samhljóða.

13.Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd - 1

2208005F

Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Samgöngu- og fjarskiptanefnd - 1

2208006F

Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf 022

2208053

Aðalfundarboð
Aðalfundur vottunarstofunar Túns ehf verður haldinn fimmtudaginn 25. ágúst n.k.

Lagt er til að starfandi stjórnarformanni Vottunarstofunar Tún ehf, Gunnlaugi K. Jónssyni, kt. 200856-0079, verði veitt umboð til að mæta á aðalfundinn fyrir hönd Rangárþings ytra.

Samþykkt samhljóða.

16.Landssamtök Landeiganda á Íslandi

2208057

Aðalfundarboð
Landsamtök landeigenda á Íslandi gera grein fyrir fundaráformum sínun og málefnum.

Lagt fram til kynningar.

17.Flugvallarstarfssemi, kynning

2208058

Farið yfir málefni flugvallastarfssemi á Suðurlandi
Málinu frestað til næsta reglulega fundar byggðarráðs.

18.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

2208059

Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga
Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga verður haldinn þann 15. september n.k. á Akureyri.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?