6. fundur 03. október 2022 kl. 08:15 - 10:15 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður byggðarráðs

1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2022

2201034

Yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins janúar-ágúst 2022
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fer yfir rekstaryfirlit sveitarfélagsins fyrir fyrstu 8 mánuði ársins. Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi, útsvarstekjur hafa aukist töluvert en fjármagnsliðir hafa hækkað vegna aukinnar verðbólgu.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2022 - viðauki 5

2209076

Tillaga að viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2022
Lagður fram viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2022. Greinargerð fylgir viðaukanum.
Viðaukinn er vegna hækkunar tekna að upphæð 68,2 millj. kr; hækkunar launakostnaðar að upphæð 49,5 millj. kr; hækkunar annars rekstrarkostnaðar að upphæð 0,8 millj. kr; og hækkunar fjármagnsliða að upphæð 67,3 millj. kr. Samtals er viðaukinn til lækkunar á rekstrarniðustöðu að upphæð 49,5 millj. kr. Einnig er reiknað með aukinni fjárfestingu að fjárhæð 5,0 millj. kr.

Viðaukinn samþykktur samhljóða.

3.Fjárhagsáætlun 2023-2026

2208121

Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2023-2026
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir undirbúning fjárhagsáætlunar 2023-2026 og forsendur fjárhagsáætlunarinnar.

4.Starfshópur um heimavist við FSu

2209028

Beiðni frá SASS um skipan tveggja fulltrúa úr Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu í starfshóp um heimavist við FSu
Óskað er eftir tilnefningu fulltrúa frá Rangárþingi ytra í starfshóp um heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands sem stjórn SASS samþykkti að skipað yrði í á síðasta stjórnarfundi SASS. Lagt er til að hópinn skipi tveir fulltrúar frá sveitarfélögunum í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, einn fulltrúi frá skólanefnd FSu, einn fulltrúi frá sveitarfélaginu Árborg og einn fulltrúi frá Ungmennaráði Suðurlands. Hópnum er falið að kortleggja mögulegar leiðir, til lengri og skemmri tíma, til þess að tryggja heimavist við skólann.

Lagt er til að fulltrúar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu í starfshóp um heimavist við FSu, verði Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps.

Samþykkt samhljóða.

5.Aukafundur stofnenda Arnardrangs hses

2209087

Breytingar á samþykktum Arnardrangs hses og tilnefning fulltrúa á aukafund félagasins.
Lagt fram erindi frá Arnardrangi hses um tillögur að breytingu á samþykktum og tilnefning fulltrúa á aukafund félagsins.

Lagt er til að fyrirliggjandi breytingar á samþykktum félagsins verði samþykktar og Eggert Valur Guðumundsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aukafundi félagsins.

Samþykkt samhljóða.

6.Bréf Innviðaráðuneytis vegna kvörtunar varðandi stjórnsýslu - Sandalda (10)

2209082

Bréf Innviðaráðuneytisins vegna úthlutunar lóðarinnar Sandöldu 10
Lagt var fram erindi frá Innviðaráðuneytinu vegna úthlutunar lóðarinnar að Sandöldu 10 á Hellu.

Lagt til að fela sveitarstjóra að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða.

7.Matarvagnar á Hellu.

2203053

Matarvagnar á Hellu. Fyrirkomulag og staðsetning
Fjallað var um hvað fyrirkomulag væri best að hafa varðandi matarvagna á Hellu og hvernig yrði gengið frá samningum við aðila.

Lagt er til að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

8.Miðjan á Hellu. Bílastæði og salerinismál

2209093

Miðjan Hellu. Bílastæða- og salernismál
Rætt var um ábendingu sem hefur borist varðandi hversu umsetin bílastæðin eru orðin fyrir utan Miðjuna á Hellu, sérstaklega að sumarlagi og einnig varðandi salernismál.

Lagt er til fela sveitarstjóra að skoða mismunandi útfærslur á gjaldtöku á langtímabílastæðum sveitarfélagsins við Miðjuna en stefnt er að því að gjaldtaka hefjist sumarið 2023. Varðandi ábendingu um salernismál þá vísar byggðarráð erindinu til skoðunar hjá Suðurlandsvegi 1-3 hf.

Samþykkt samhljóða.

9.Beiðni um framlag ungmennaráða sveitarfélaga á Suðurlandi til Menntahvatar

2208042

Beiðni Háskólafélags Suðurlands um framlag ungmennaráða sveitarfélaga á Suðurlandi til Menntahvatar
Háskólafélag Suðurlands vinnur nú að verkefni fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga sem nefnt er Menntahvöt. Eitt af skilgreindum markmiðum Sóknaráætlunar Suðurlands er að hækka menntunarstig á svæðinu um 5% fyrir 2025. Menntahvatarverkefnið er skilgreint sem verkfæri til að ná því markmiði, m.a. með því að hvetja til náms, kynna námstækifæri og kynna námsinnviði á svæðinu. Einn þáttur verkefnisins er gerð sviðsmynda um framtíð Suðurlands sem unninn er með ungmennum á Suðurlandi.

Háskólafélag Suðurlands óskar eftir því að ungmennaráð sveitarfélaga á Suðurlandi fjalli um málið á sínum fundum

Lagt er til að vísa málinu til Ungmennaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

10.Málefni fatlaðs fólks - til landshlutasamtaka sveitarfélaga

2208091

Bókun byggðarráðs Skagafjarðar um áhyggjur af vaxandi halla á rekstri málaflokks fatlaðs fólks
Lögð er fram bókun byggðarráðs Skagafjarðar um áhyggjur af vaxandi halla á rekstri málaflokks fatlaðs fólks.

Byggðarráð tekur undir áhyggjur byggðarráðs Skagafjarðar.

11.Umsókn um skólaakstur og skólavist

2209017

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók

12.Rangárflatir 2.Umsókn um lóð.

2209002

Hreiðar Hermannsson f.h. Mosfells fasteign ehf óskar eftir að fá lóðinni Rangárflatir 2 úthlutað til uppbyggingar ferðaþjónustu í tengslum við starfsemi á hótel Stracta. Óskað er eftir að lóðin sameinist lóðinni Rangárflatir 4 sem er í eigu sama aðila.
Lagt er til að úthluta lóðinni Rangárflötum 2 til Mosfells fasteigna til uppbyggingar í ferðaþjónustu í tengslum við starfssemi Hótel Stracta í samræmi við úthlutunarreglur lóða í Rangárþingi ytra en hafna því að lóðin Rangárflatir 2 verði sameinuð Rangárflötum 4.

Samþykkt samhljóða.

13.Miðvangur 3. Umsókn um lóð.

2209015

Gunnar Jón Yngvason fyrir hönd Jörfahúsa ehf óskar eftir lóðinni nr. 3 við Miðvang á Hellu til að byggja á henni verslunarhús á fyrstu hæð með möguleika á íbúðum á annarri og þriðju hæð. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er 2023 og áformaður byggingartími er 1 ár.
Lagt er til að úthluta Jörfahúsum ehf lóð nr. 3 við Miðvang Hellu í samræmi við úthlutunarreglur lóða í Rangárþingi ytra, til að byggja á henni verslunarhús og íbúðir.

Samþykkt samhljóða.

14.Beiðni um styrk vegna sumardvalar

2209005

Beiðni um styrk vegna sumardvalar barna í Reykjadal
Lögð er fram beiðni um styrk vegna sumardvalar barna í Reykjadal og Skagafirði að fjárhæð kr. 61.000 en eitt barn í sveitarfélaginu nýtti sér þjónustuna.

Lagt er til að beiðnin verði samþykkt. Kostnaður færist á félagsmál.

Samþykkt samhljóða.

15.Beiðni um styrk vegna dags sauðkindarinnar

2209047

Umsókn Félags sauðfjárbænda í Rangárvallarsýslu um styrk vegna dags sauðkindarinnar
Lögð er fram umsókn Félags sauðfjárbænda í Rangárvallarsýslu um styrk vegna dags sauðkindarinnar að fjárhæð kr. 50.000.

Lagt er til að samþykkja beiðnina. Kostnaður færist á menningarmál.

Samþykkt samhljóða

16.Ósk um styrk til áframhaldandi uppbyggingar í barna og unglingastarfi

2209061

Beiðni frá Skotfélaginu Skyttum um áframhaldandi styrk til uppbyggingar í barna- og unglingastarf
Byggðarráð vísar erindinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2023.
Fylgiskjöl:

17.Stuðningur við 100 ára afmæli Norræna félagsins á Íslandi

2209075

Beiðni um stuðning venga 100 ára afmælis Norræna félagsins á Íslandi
Byggðarráð hafnar erindinu.

18.Umsókn reiðveganefndar Hestamannafélagsins Geysis

2209086

Hestamannafélagið Geysir óskar eftir styrk til að viðhalds og uppbyggingar áningarhólfa á félagssvæðinu.
Byggðarráð vísar erindinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2023.

19.Akstursíþróttasvæði

2203010

Vélhjóladeild akstursíþróttardeildar Heklu. Uppbygging á nýju svæði.
Á fundinn mæta forsvarsmenn Vélhjóladeildar akstursíþróttardeildar Heklu til að fara yfir uppbyggingu á nýju akstursíþróttasvæði.

Byggðarráð þakkar fyrir góða kynningu felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og tengja við fjárhagsáætlunarvinnu 2023.

Samþykkt samhljóða.

20.Stekkatún. Ósk um breytingu á heiti í Nón

2209001

Eigandi Stekkatúns óskar eftir að fá að breyta heiti lands síns í Nón. Vísað er til örnefnisins Nóndæla í nágrenni landsins.
Eigendur óska eftir því að heiti lands síns, Stekkatún 2504217, verði breytt í Nón.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við heitið Nón.

Samþykkt samhljóða.

21.Snjallsteinshöfði lóð. Ósk um breytingu á heiti í Grásteinn lóð.

2209018

Eigendur lóðarinnar Snjallsteinshöfði lóð L165052 óska eftir að fá að breyta heiti lóðarinnar í Grásteinn lóð, til samræmis heiti jarðarinnar sem lóðin tilheyrir.
Eigendur óska eftir því að heiti lóðar sinnar, Snjallsteinshöfða L165052, verði breytt í Grástein lóð.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við heitið Grástein lóð.

Samþykkt samhljóða.

22.Byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu - 2

2208010F

Fundargerð 2. fundar byggingarnefndar um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu.
Lagt fram til kynningar.

23.Byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu - 3

2209004F

Fundargerð 3. fundar byggingarnefndar um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu.
Lagt fram til kynningar.

24.Fjallskiladeild Holtamannaafréttar - 1. fundur aðalfundur

2209062

Fundargerð aðalfundar fjallskiladeildar Holtamannaafréttar
Lagt fram til kynningar.

25.Fjallskiladeild Holtamannaafréttar - 2. fundur

2209063

Fundargerð 2. fundar fjallskiladeildar Holtamannaafréttar
Lagt fram til kynningar.

26.Bergrisinn bs - fundir 2022

2201033

Fundargerð 45. fundar Bergrisans bs.
Lagt fram til kynningar.

27.Bergrisinn bs - fundir 2022

2201033

Fundargerð 46. fundar Bergrisans bs.
Lagt fram til kynningar.

28.Upplýsingastefna stjórnvalda - umsögn

2209064

Drög að upplýsingarstefnu stjórnavalda til umsaganar í samráðsgátt.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?