8. fundur 23. nóvember 2022 kl. 08:15 - 10:25 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri og sveitarstjórnarmennirnir Erla Sigríður Sigurðardóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir, Eydís Indriðadóttir og Þröstur Sigurðsson sátu fundinn undir lið 21-22.

1.Umsókn um leyfi til skoteldasýningar

2211019

Umsókn um leyfi til skoteldasýningar Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu 31. desember nk.
Lögð fram umsókn um leyfi til skoteldasýningar Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu 31. desember nk.

Lagt til að umsóknin verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

2.Umsókn um leyfi til að brenna bálköst _Hella

2211020

Umsókn um leyfi til að brenna bálköst um áramótin á Hellu
Lögð fram umsókn um leyfi til að brenna bálköst um áramótin á Hellu.

Samþykkt samhljóða.

3.Umsókn um leyfi til að brenna bálköst _Þykkvibær

2211021

Umsókn um leyfi til brenna bálköst um áramótin í Þykkvabæ
Lögð fram umsókn um leyfi til brenna bálköst um áramótin í Þykkvabæ.

Samþykkt samhljóða.

4.ADHD samtökin. Styrkumsókn

2211056

Styrkumsókn frá ADHD samtökunum
Lögð fram umsókn um styrk allt að fjárhæð kr. 500.000 frá ADHD samtökunum.

Lagt til að hafna umsókninni að þessu sinni.

Samþykkt samhljóða.

5.Helluflugvöllur. Skipulagsmál

2101015

Deiliskipulag vegna Helluflugvallar
Lögð fram drög að deiliskipulagi vegna Helluflugvallar en sveitarstjórn vísaði afgreiðslu skipulags- og umferðarnefdnar til byggðarráðs til frekari umfjöllunar.

Byggðarráð frestar því að taka afstöðu til málsins þar til kynning meðal íbúa um framtíð flugvallar á Hellu hefur farið fram en kynning fari fram fyrir miðjan febrúar. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og skoða m.a. að láta vinna hljóðmælingu m.t.t. fyrirhugaðrar uppbyggingar. Byggðarráð mun taka málið aftur fyrir á reglulegum byggðarráðsfundi í febrúar.

Samþykkt samhljóða.

6.Greining á áhættu og áfallaþoli

2211035

Almannavarnir: Greining á áhættu og áfallaþoli.
Farið var yfir erindi frá Almannavörnum um skyldu sveitarfélaga að fram fari greining á áhættu og áfallaþoli í sveitarfélaginu.

Lagt til að málinu verði vísað til almannavarnarnefndar til frekari umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.

7.Ósk um úrbætur í leikvallamálum

2211038

Ábending um leikvelli á Hellu
Lögð fram ábending um leikvelli á Hellu.

Byggðarráð þakkar erindið og leggur til að vísa því til fjárhagsáætlunargerðar. Jafnframt er búið að koma ábendingunni til forstöðumanns eigna- og framkvæmdasviðs.

Samþykkt samhljóða.

8.Grænir iðngarðar

2112058

Grænir iðngarðar: Verksamningur við ráðgjafa.
Lagður fram verksamningur til þriggja mánuða við H4X Industries LLC co. Joshua Klein um ráðgjafastörf vegna uppbyggingu Grænna iðngarða í sveitarfélaginu. Áætlaður kostnaður er um 1 milljón króna.

Lagt til að verksamningurnn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann, kostnaði vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt samhljóða.

9.Varða L164559

2211026

Byggingarbréf vegna Vörðu.
Lagt fram byggingarbréf vegna Vörðu.

Lagt til að fela sveitarstjóra og oddvita að ræða við lóðarhafa um framtíð Vörðu.

Samþykkt samhljóða.

10.Sundleikfimi og stólajóga - erindi til sveitarstj.

2211018

Beiðni FERRANG um breytingu á fyrirkomulagi sundleikfimi og stólajóga
Lögð fram beiðni FERRANG um breytingu á fyrirkomulagi sundleikfimi og stólajóga.

Lagt til að vísa erindinu til Héraðsnefndar Rangárvallarsýslu.

Samþykkt samhljóða.


11.Vatnasvæðanefndir - ósk um tilnefningar

2211022

Beiðni Umhverfisstofnunar um tilnefningu í Vatnasvæðanefnd
Lögð fram beiðni Umhverfisstofnunar um tilnefningu í Vatnasvæðanefnd.

Lagt er til að hálfu sveitarfélagsins verði tilnefndir sem aðalmaður Tómas Haukur Tómasson og vegna umhverfisnefndar Magnús Jóhannsson og til vara Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Gústav M. Ásbjörnsson.

Samþykkt samhljóða.

12.Þróun aðlögunaraðgerða vegna áhrifa loftlagsbreytinga

2211024

Beiðni Sambands íslenskra sveitarfélaga um áhugaöm sveitarfélög til þátttöku við að þróa aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga.
Lagt fram til kynningar.

13.Héraðsnefnd Rangæinga

2211029

Tillaga frá Sveitarstjórn Rangárþings eystra um að kanna fýsileika þess að leggja Héraðsnefnd Rangæinga niður.
Lögð fram tillaga frá Sveitarstjórn Rangárþings eystra um að kanna fýsileika þess að leggja Héraðsnefnd Rangæinga niður.

Lagt til að vísa erindinu til Héraðsnefndar Rangæinga til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.

14.Barnavernd - undanþága frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda

2211049

Mennta- og barnamálaráðuneytið: Ábending varðandi umsókn um undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu
Lögð fram ábending Mennta- og barnamálaráðuneytiðvarðandi varðandi umsókn um undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu.

Lagt til að vísa málinu til stjórnar Skóla- og velferðarþjónsustu Rangárvallar- og Vestur Skaftafellssýslu bs. til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

15.Hjóla- og göngustígur Hella-Hvolsvöllur

2108027

Uppkaup á landi vegna göngu- og hjólastígs
Lagður fram uppdráttur að afmörkun á landi Lambhaga norðan þjóðvegar 1 sem liggur upp að landi sveitarfélagsins á Strönd. Um er að ræða ca. 7,14 ha. spildu sem hugsuð væri til uppkaupa vegna göngu- og hjólastígs milli Hellu og Hvolsvallar.

Á fundinn mætir Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, markaðs- og kynningarfulltrúi, og fer yfir stöðu málsins.

Lagt er til að fela sveitarstjóra að gera kauptilboð í landið.

Samþykkt samhljóða.

Margrét Harpa víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.

16.Stýrihópur héraðsskjalavarða - viljayfirlýsing og rafræn skil

2211050

Rafræn langtímavarsla skjala á héraðsskjalasöfnum
Lagt fram til kynningar.

17.Fyrirhuguð niðurfelling samnings vegna styrks úr Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða v. Landmannalauga

2210042

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða: Staða vegna styrks í Landmannalaugum
Lagt fram til kynningar.

18.Lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

2211028

Umsagnarbeiðni Iðnviðarráðuneytisins um áform um lagabreytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

19.HES - stjórnarfundur 222

2211037

Fundargerð 222. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 11. nóv. s.l.
Lagt fram til kynningar.

20.Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf 022

2208053

Fundargerð aðalfundar Vottunarstofunnar Túns ehf og ársreikningur 2021
Lagt fram til kynningar.

21.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2022

2201034

Yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins janúar-október 2022
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fer yfir rekstaryfirlit sveitarfélagsins fyrir fyrstu 10 mánuði ársins. Rekstur sveitarfélagsins er í góðu jafnvægi miðað við áætlanir.

Lagt fram til kynningar.

22.Fjárhagsáætlun 2023-2026

2208121

Kynning á fjárhagsáætlun 2023-2026.
Farið yfir tillögu að fjárhagsáætlun 2023-2026.

Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 10:25.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?