9. fundur 25. janúar 2023 kl. 08:15 - 10:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Rekstraryfirlit sveitarfélagsins 2022

2201034

Yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins janúar-desember 2022
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fer yfir rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir árið 2022.

2.Vindorkuvettvangsferð til Danmerkur 24.-27. október

2210017

Kynning á vindorkuferð til Danmerkur.
Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti fjögurra daga vettvangsferð sem farin var til Danmerkur til að kynna sér nýtingu vindorku.
Birgi þakkað fyrir góða kynningu og jafnframt lagt til að þeim tveimur fulltrúum skipulags og umferðarnefndar sem fóru í ferðina fái greiðslur skv. 6. gr. samþykktar um greiðslur til kjörinna fulltrúa og nefndarmanna í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

3.Kjarralda 5. Umsókn um lóð

2301032

Sigríður M. Gunnarsdóttir óskar eftir að fá úthlutaðri lóð nr. 5 við Kjarröldu til að reisa á henni einbýlishús úr timbri sbr. umsókn dags. 11.1.2023. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er á árinu 2023 og byggingartími áætlaður 1 ár.
Lagt er til að úthluta Sigríði M. Gunnarsdóttur lóð nr. 5 við Kjarröldu Hellu í samræmi við úthlutunarreglur lóða í Rangárþingi ytra, til að byggja á henni einbýlishús.

Samþykkt samhljóða.

4.Dynskálar 51. Umsókn um lóð

2301025

G. G. tré ehf óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 51 við Dynskála til að byggja á henni iðnaðarhúsnæði úr steinsteypu/timbri. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er vorið 2023 og áætlaður byggingartími 1 ár. Umsókn barst 10.1.2023.
Lagt er til að úthluta G.G. tré ehf lóð nr. 51 við Dynskála á Hellu í samræmi við úthlutunarreglur lóða í Rangárþingi ytra, til að byggja á henni iðnaðarhúsnæði.

Samþykkt samhljóða.

5.Staða lóðamála og úthlutanir

2210061

Staða á lóðamálum á Hellu.
Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu lóðamála á Hellu til kynningar.

6.Átak í úthlutun iðnaðar- og athafnalóða

2301009

Rangárþing ytra vinnur að tímabundnu átaki í úthlutun iðnaðar- og athafnalóða þar sem heimiluð verði áfangaskipting framkvæmda gagnvart gatnagerðargjöldum.
Lagt til að samþykkt verði tímabundið átak sem standi yfir í 6 mánuði þar sem heimiluð verði áfangaskipting framkvæmda gagnvart gatnagerðargjöldum vegna tveggja iðnaðarlóða við Sleipnisflatir og tveggja athafnalóða við Sleipnisflatir á Hellu. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að auglýsa átakið sérstaklega.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

7.Lyngalda og Melalda- Gatnagerð

2209078

Gatnaframkvæmdir
Fyrir liggur að áhugi er hjá verktökum að sækja um lóðir á Hellu til byggingar á íbúðarhúsnæði. Þá hefur Bjarg íbúðafélag lýst áhuga sínum að fá 5 íbúða raðhúsalóð til uppbyggingar á leiguhúsnæði þar sem sveitarfélagið myndi leggja til á móti stofnframlag.

Lagt er til að auglýstar verði lausar til umsóknar lóðir við Lyngöldu á Hellu á þeim forsendum að ef næg eftirspurn verði eftir lóðunum verði þeim úthlutað og farið í út framkvæmdir við götuna. Jafnframt yrði haldið eftir einni 5 íbúða raðhúsalóð í Lyngöldu fyrir Bjarg íbúðafélag.

Samþykkt samhljóða.

8.Lóð undir skilti

2301046

Beiðni frá KFR um lóð undir á skilti á Hellu.
Lögð er fram beiðni KFR um lóð undir skilti á Hellu sem yrði fjáröflun fyrir félagið í samstarfi við Billboard ehf.

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ræða við KFR um mögulegar útfærslur.

Samþykkt samhljóða.

9.Ölversholt 2, beiðni um breytt heiti í Hnúkar og Hnúkar í Hnúkamýri.

2210044

Eigendur Ölversholts II, L219182, og Hnúkar L234742, óska eftir að fá að breyta heiti á Ölversholti II í Hnúkar. Vísað er til örnefna yfir bratta hóla á svæðinu. Samhliða er sótt um að Hnúkar L234742, sem áður hét Ölversholt III, verði að Hnúkamýri. Sameiginleg umsókn beggja landeigenda var móttekin 23.11.2022 og liggur hér fyrir.
Eigendur óska eftir því að heiti lóðarinnar, Ölversholts II L219182, verði breytt í Hnúka. Jafnframt er óskað eftir því lóðin Hnúkar L234742, sem áður hét Ölvisholt III, verði breytt í Hnúkamýri.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við heitin Hnúka eða Hnúkamýri.

Samþykkt samhljóða.

10.Styrkbeiðni vegna Ítalíuferðar

2301003

Beiðni um styrk frá ML vegna kórferðar.
Lögð er fram beiðni frá kór ML um styrk vegna kórferðar til Ítalíu.

Lagt til að styrkja þá kórfélaga sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu um kr. 30.000.- kr. Styrkur verður greiddur gegn framvísun greiðslukvittunar. Kostnaður færist á menningarmál.

Margrét Harpa víkur sæti við meðferð og afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

11.Kauptilboð - Helluvað 1

1903022

Kauptilboð á 8,7 ha spildu úr landi Helluvaðs 1 sem skilgreint er sem íþróttasvæði.
Kaup á landspildu í þágu framkvæmdar gildandi aðalskipulags: Lagt til að fela sveitarstjóra að gera kauptilboð í 8,7 ha landspildu úr landi Helluvaðs, landnúmer 164505. Um er að ræða spildu sem er merkt með brúnum lit fyrir íþróttasvæði í aðalskipulagi fyrir Rangárþing ytra, á uppdrætti, dags. 16.06.2021, sem er hluti af breyttu aðalskipulagi Rangárþings ytra. Umrædd landspilda var áður merkt grænum lit fyrir opin svæði í aðalskipulaginu. Kauptilboðið er gert til þess að sveitarfélagið eignist umrædda landspildu í þágu framkvæmdar gildandi aðalskipulags, sem nær til landspildunnar.

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að undirrita kauptilboðið með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

12.Heimgreiðslur

1907069

Reglur og fjárhæð heimgreiðslna.
Lagðar fram reglur um heimgreiðslur.

Lagt til að að upphæð heimgreiðslna hækki árlega til samræmis við hækkun neysluvísitölu.

Samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að uppfæra reglur um heimgreiðslur og leggja fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Fylgiskjöl:

13.Tillaga D-lista um vinnuhóp fyrir uppbyggingu rafhleiðslustöðva

2212031

Skipun vinnuhóps um verkefnið.
Lagt til að skipa forstöðumann eignasviðs, skipulags- og byggingarfulltrúa, sveitarstjóra, Magnús H. Jóhannsson og Svavar L. Torfason í vinnuhóp. Vinnuhópur skilar niðurstöðu fyrir reglulegan sveitarstjórnarfund í maí.

Samþykkt samhljóða.

14.Byggðaþróunarfulltrúi í Rangárvallasýslu

2301021

Byggðarþróunarfulltrúi Rangárvallasýslu.
Lagt fram minnisblað frá fundi sveitarfélaganna þriggja í Rangárvallasýslu með SASS um byggðarþróunarfulltrúa í Rangárvallasýslu. Byggðarráð tekur jákvætt í hugmyndir um sameiginlegan byggðarþróunarfulltrúa og leggur til að sveitarstjóri og oddviti verði skipaður í vinnuhóp til undirbúnings á verkefninu.

Samþykkt samhljóða.

15.Aukaaðalfundarboð Bergrisans bs 2023

2301027

Lagt er fram fundarboð vegna aukaaðalfundar Bergrisans bs. þann 20. febrúar nk.

Lagt til að fulltrúar á aukaaðalfund Bergrisans bs. verði:
Jón G. Valgeirsson
Eggert Valur Guðmundsson
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
Ingvar Pétur Guðbjörnsson

Til vara: Erla Sigríður Sigurðardóttir, Þórunn Dís Þórunnardóttir, Eydís Þ. Indriðadóttir og Þröstur Sigurðsson.

Samþykkt samhljóða.

16.Orlofsréttindi stjórnenda.

2301031

Yfirlit um orlofsréttindi stjórnenda.
Lagt fram til kynningar.

17.Skipulag stjórnsýslu

2301047

Lagt til að formanni Byggðarráðs verði falið að leita eftir samningi við ráðgjafa til að aðstoða við greiningu og þróun starfa innan stjórnsýslunnar. Markmið með verkefninu er að stuðla að aukinni skilvirkni og vellíðan starfsmanna.

Samþykkt samhljóða.

18.Samþykktir Rangárþings ytra - endurskoðun

2206041

Drög að endurskoðuðum samþykktum Rangárþings ytra.
Lagt fram til kynningar.

19.Hugmyndagáttin og ábendingar 2023

2301023

Þrjú erindi hafa borist í hugmyndagátt á heimasíðu sveitarfélagsins frá síðasta fundi.
Fjögur erindi hafa borist í hugmyndagátt á heimasíðu sveitarfélagsins, varðandi gönguskíðaspor, hraðahindrun á Breiðölduna, umferðaröryggismál við Heið- og Freyvang o.fl.

Byggðarráð þakkar fyrir ábendingarnar og leggur til að þeim verði vísað til þjónustumiðstöðvar og skipulags- og umferðarnefndar eftir efni þeirra.

Samþykkt samhljóða.

20.Ægissíða 4. beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til gistingar í flokki II.

2301028

Egill M. Benediktsson fyrir hönd sýslumannsins á Suðurlandi óskar eftir umsögn vegna beiðni Ólafar Þórhallsdóttur fyrir hönd Hellisins ehf, kt. 470414-1110 um rekstrarleyfi til gistingar í flokki II, tegund "H" í gestahúsum matshlutum 01, 03 og 04 að Ægissíðu 4 í Rangárþingi ytra. Beiðni barst 11.1.2023.
Lagt til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis til gistingar í flokki II, tegund "H" í gestahúsum matshlutum 01, 03 og 04 að Ægissíðu 4 í Rangárþingi ytra.

Samþykkt samhljóða.

21.Umsókn um tækifærisleyfi - Þorrablót Laugalandi

2301034

Lögð fram umsagnarbeiðni sýslumannsins á Suðurlandi um tækifærisleyfi fyrir þorrablót Ungmennafélagsins Ingólfs, kt. 660169-5989 í Laugalandi þann 18-19 feb. nk.

Lagt til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis fyrir þorrablót Ungmennafélagsins Ingólfs á Laugalandi 18.-19. febrúar n.k.

Samþykkt samhljóða.

22.Umsókn um tækifærisleyfi - Þorrablót Íþróttahúsið á Hellu

2301041

Lögð fram umsagnarbeiðni sýslumannsins á Suðurlandi um tækifærisleyfi fyrir þorrablót Menningarfélagsins Kára í jötunmóð, kt. 470211-0400 í íþróttahúsinu á Hellu þann 11-12 feb. nk.

Lagt til að byggðarráð geri ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis fyrir þorrablót á Hellu 11.-12. febrúar n.k.

Samþykkt samhljóða.

23.Umsókn um tækifærisleyfi - Þorrablót Ásahrepps á Laugalandi

2301048

Lögð fram umsagnarbeiðni sýslumannsins á Suðurlandi um tækifærisleyfi fyrir þorrablót Áshreppinga, umsækjandi Kristín Ósk Ómarsdóttir, kt. 170281-4389 í Laugalandi þann 4-5 feb. nk.

Lagt til að bygðarráð geri ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis fyrir þorrablót Áshreppinga á Laugalandi 4.-5. febrúar n.k.

Samþykkt samhljóða.

24.Markhóll, áður Uxahryggur 2. Umsókn um lögbýli

2301044

Eigendur Markhóls, áður Uxahryggjar 2, sækja um lögbýli á landi sínu skv. meðfylgjandi umsögn frá Búnaðarsambandi Suðurlands.
Lagt til að byggðarráð geri ekki athugasemd við umsókn um lögbýli að Markhóli.

Samþykkt samhljóða.

25.Stjórnarfundir 2023

2301016

Fundargerð 4. fundar stjórnar Lundar frá 6. janúar s.l.
Lagt fram til kynningar.

26.Fundargerðir stjórnar 2023

2301026

1. fundur stjórnar Arnardrangs hses
Lagt fram til kynningar.

27.Bergrisinn bs - fundir 2022

2201033

Fundargerðir 47. og 48. fundar stjórnar Bergrisans bs.
Lagt fram til kynningar.

28.Umsókn um tækifærisleyfi - Þorrablót Brúarlundi

2301017

Tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Brúarlundi.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?