10. fundur 29. apríl 2015 kl. 13:00 - 15:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einar Sveinbjörnsson endurskoðandi KPMG og Eyþór Björnsson starfandi aðalbókari sátu fundinn undir lið 1-3. Þorgils Torfi Jónsson varamaður í byggðarráði sat fundinn undir lið 5. Formaður lagði til að við bættist liður 6. Umsókn um lóð - Dynskálar 18. Það samþykkt samhljóða og aðrir liðir færast niður.

1.Ársreikningur 2014

1504033

Ársreikningur fyrir Rangárþing ytra 2014
Einar Sveinbjörnsson, löggiltur endurskoðandi sveitarfélagsins, fór yfir ársreikning Rangárþings ytra fyrir árið 2014. Byggðarráð samþykkir að vísa framlögðum ársreikningi Rangárþings ytra fyrir árið 2014, með undirritun sinni, til endurskoðunar og leggur fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

2.Arsreikningar samstarfsverkefna 2014

1504034

Ársreikningar leikskóla, grunnskóla og fleiri verkefna á Laugalandi.
Ársreikningur MML 2014

Ársreikningur MML eignasjóðs 2014

Ársreikningur MML leiguíbúða 2014

Ársreikningur Leikskólans á Laugalandi 2014Lagt fram til kynningar

3.Rekstraryfirlit 27042015

1504032

Yfirlit launa, málaflokka og skatttekna í samanburði við fjárhagsáætlun í lok mars 2015
Lagt fram yfirlit yfir laun til loka mars 2015 ásamt samanburði við fjárhagsáætlun, innheimtar skatttekjur í samanburði við fjárhagsáætlun og lausafjárstöðu 27.03.2015.

4.Umsókn um lóð fyrir tvílyft einbýlishús

1503078

Hörður Sighvatsson, kt: 210481-3629, óskar eftir að fá lóð undir einbýlishús u.þ.b. 58 m² að grunnfleti á tveimur hæðum.
Erindinu vísað frá vegna formgalla.
Fylgiskjöl:
Haraldur Eiríksson víkur af fundi. Þorgils Torfi Jónsson tekur sæti á fundi.

5.Umsókn um lóð innan Álftavatnssvæðis

1503072

Holtungar ehf óska eftir lóð innan skipulagðs svæðis við Álftavatn undir gistiskála / ferðaþjónustu
Samþykkt samhljóða að úthluta Holtungum ehf lóð S1 við Álftavatn.
Þorgils Torfi Jónsson víkur af fundi. Haraldur Eiríksson tekur sæti á fundi.

6.Umsókn um lóð - Dynskálar 18

1504026

Gilsá ehf sækir um lóðina Dynskálar 18 til byggingar á verslunar- og þjónustuhúsi.
Samþykkt samhljóða að úthluta Gilsá ehf lóðinni að Dynskálum 18 á Hellu.

7.Niðurfelling á leigu á sal

1504017

Samþykkt samhljóða að veita Fellsmúlaprestakalli styrk á móti húsaleigu á Laugalandi í tengslum við hátíð eldri borgara í Rangárþingi. Færist á félagsstarf aldraðra.

8.Íslensk garðyrkja í 60 ár.

1503074

Ósk um stuðning við gerð kynningarmyndar um íslenska garðyrkju
Ekki er unnt að verða við beiðninni og erindinu því hafnað.Samþykkt samhljóða

9.Veiðivötn á Landmannaafrétti

1504036

Óskað er eftir stuðningi við útgáfu ritverks
Tillaga um að styrkja útgáfu bókarinnar um 100.000 kr. Kostnaður færist á menningarstyrki.Samþykkt samhljóða

10.Dagur myndlistar 2015

1504038

Ósk um stuðning
Ekki er unnt að verða við beiðninni og erindinu því hafnað.Samþykkt samhljóða

11.Torfærukeppni

1504041

Tillaga um að styrkja Flugbjörgunarsveitina um 100.000 kr í tilefni af þessu merka afmæli. Kostnaður færist á menningarstyrki.Samþykkt samhljóða

12.Umsókn um styrk á móti álögðum fasteignaskatti

1504029

Tillaga um að veita Flugbjörgunarsveitinni styrk til greiðslu fasteignaskatts á árinu 2015 enda hefur umsækjandi staðfest að engin starfsemi í ágóðaskyni fer fram í húsnæðinu. Forsendur fyrir útgreiðslu styrks eru að umsækjandi hafi greitt að fullu allar innheimtur sveitarfélagsins vegna fasteignagjalda og tengdra gjalda. Styrkurinn verður greiddur 1. september 2015 að þessum skilyrðum uppfylltum.Samþykkt samhljóða

13.Til umsagnar frá Alþingi - 689 mál

1504028

Tillaga til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016
Lagt fram til kynningar.

14.Til umsagnar frá Alþingi - 339 mál

1503064

Frumvarp til laga um orlof húsmæðra (afnám laganna)
Lagt fram til kynningar.

15.Til umsagnar frá Alþingi - 629 mál

1504030

Frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð
Lagt fram til kynningar.

17.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 9

1504006

Lagt fram til kynningar.

18.Stjórn Suðurlandsvegar 1-3 ehf - 10

1504009

Lagt fram til kynningar.

19.Fundur 15 Félags- og skólaþjónustu

1504042

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

20.240.fundur stjórnar Sorpstöðvar

1504035

Fundargerð frá 15042015
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

21.Samráðshópur um mótvægisaðgerðir

1504039

Holtamannaafréttur - Fundargerð frá 24042015
Lagt fram til kynningar.

22.Vatnsveita 34. fundur stjórnar

1504043

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?