11. fundur 22. mars 2023 kl. 08:15 - 10:50 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir formaður
  • Eggert Valur Guðmundsson varaformaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Rekstaryfirlit sveitarfélagsins 2023

2302116

Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fer yfir rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrir janúar-febrúar.

Lagt fram til kynningar.

2.Æfingasvæði fyrir vélhjólaíþróttir

2009035

Samningur við akstursíþróttadeild Ungmennafélagsins Heklu um akstursíþróttasvæði að Rangárvallavegi 1.
Lögð fram drög að samningi við akstursíþróttadeild Ungmennafélagsins Heklu um afnot af akstursíþróttasvæði við Rangárvallaveg.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fram á næsta sveitarstjórnarfundi.

Samþykkt samhljóða.

3.Matarvagnar á Hellu, staðsetning og umbúnaður

2203053

Lögð fram drög að samþykkt og gjaldskrá um matarvagna á Hellu sem gætu að hámeki orði fjórir og myndu verða á skilgreindu svæði í miðbæ Hellu.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fram á næsta sveitarstjórnarfundi.

Samþykkt samhljóða.

4.Leigusamningur um íþróttahúsið í Þykkvabæ

2302141

Lagður fram tímabundinn leigusamningur í þrjá og hálfan mánuð sumarið 2023 við Jóhönnu Lilju Þrúðmarsdóttur um íþróttahúsið í Þykkvabæ í tenglsum við rekstur tjaldsvæðisins í Þykkvabæ. Samningurinn er framlenging á fyrri samningi.

Byggðarráð leggur til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.

5.Bílaþvottaplan Ægissíðu 4

2302077

Lagður fram drög að leigusamningi til eins árs milli sveitarfélagsins og Þórhalls Ægis Þorgilssonar um afnot og rekstur á þvottaplani við Ægissíðu 4 á Hellu. Áætlaður framkvæmdakostnaður er áætlaður kr. 2 milljónir.

Byggðarráð leggur til að samningurinn verði samþykktur og sveitarstjóra falið að undirrita hann. Lagt til að gerður verði viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023 og kostnaður verði færður á umferðarmál og mætt með lækkun á handbæru fé.

Samþykkt samhljóða.

6.Erindi um makaskipti á landi - Rangárbakkar ehf.

2303051

Lagt fram erindi frá Rangárbökkum ehf um að makaskipti verði á landi í eigu sveitarfélagsins sem liggur undir Rangárhöllinni og tengdum mannvirkjum og landi gegnt hesthúsahverfi.

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

7.Varða L164559

2211026

Verðmat.
Lögð fram matsgerð frá Fannberg fasteignasölu um Vörðu.

Byggðarráð leggur til að sveitarstjóra verði falið vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

8.The Rift 2023 - Hjólreiðakeppni - 22.júlí

2303027

Óskað er eftir leyfi frá Rangárþingi ytra vegna hjólreiðakeppni sem fram fer 22. júlí 2023.

Byggðarráð leggur til að samþykkja beiðnina fyrir sitt leyti en hvað varðar lokun vega þarf að leita samþykkis Vegagerðarinnar. Verði lokun heimiluð gerir sveitarfélagið ekki athugasemdir við það svo framarlega að samráð verði haft við rekstaraðila á svæðinu og lokunin verði vel kynnt.

Samþykkt samhljóða.

9.Starfsemi Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu - kynningarfundur

2303018

Lögð fram beiðni frá Landsvirkjun að haldinn verði fundur að vori með sveitarstjórn þar sem farið yrði yfir verkefni og hlutverk á Þjórsársvæðinu.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að finna heppilegan fundartíma fyrir slíkan fund.

Samþykkt samhljóða.

10.Erindi vegna vegagerðar - Maríuvellir

2303024

Lagt fram erindi frá eiganda Maríuvalla um lagfæringar á vegi í tengslum við vatnsbólið að Traðarholti.

Byggðarráð leggur til að vísa málinu til stjórnar Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

11.Tillaga D lista um stafræna stjórnsýslu

2303011

Byggðarráð leggur til að sveitarstjóra verði falið að gera yfirlit yfir það hvernig stafrænar lausnir séu nýttar í starfsemi sveitarfélagsins og leggja fram á næsta reglulega fundi byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

12.Kauptilboð - Helluvað 1

1903022

Lagt fram minnisblað vegna kaupa á 8,7 ha spildu úr landi Helluvaðs í þágu framkvæmdar gildandi aðalskipulags.

Byggðarráð leggur til að fela sveitarstjóra að fullreyna samninga við þinglýsta eigendur Helluvaðs, landnr. 164505. Takist samningar ekki væri sveitarstjóra falið að undirbúa ákvörðun sveitarstjórnar um eignarnám á 8,7 ha landspildu úr framangreindu landi.

Samþykkt samhljóða.

13.Beiðni um styrk vegna keppnisferðar erlendis

2303043

Auður Erla Logadóttir og Jóhann Björnsson óska eftir styrk fyrir son sinn vegna þátttöku í alþjóðlegu knattspyrnumóti, USA Cup.

Byggðarráð leggur til að samþykktur verði styrkur í samræmi við reglur sveitarfélagsins um slíka styrki.

Samþykkt samhljóða.

14.Lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

2211028

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Innanríkisráðuneytinu varðandi breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem eru inn á samráðsgátt stjórnvalda.

Áætlaðar breytingarnar á Jöfnunarsjóðnum virðast hafa óveruleg áhrif á framlög sjóðsins til sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

15.Loftlagsstefna Rangárþings ytra

2303047

Lagt fram erindi frá SASS þar sem kynnt er boð um handleiðslu við vinnu við undirbúning að loftslagsstefnu fyrir Rangárþing ytra og fleiri sveitarfélög á Suðurlandi.

Byggðarráð leggur til að taka þátt í vinnunni. Byggðarráð leggur til að þessi vinna tengist gerð umhverfis- og auðlindastefnu fyrir sveitarfélagið. Byggðarráð leggur til að Magnús H. Jóhannson formaður umhverfisnefndar verði í starfshópi við gerð loftslagsstefnu auk starfsmanna sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

16.Sveitarfélag ársins

2303033

Lögð fram beiðni frá bæjarstarfsmannafélögum innan BSRB um hvort Rangárþing ytra vilji taka þátt í könnuninni Sveitarfélag ársins. Áætlaður kostnaður er áætlaður 980 þús.

Byggðarráð leggur til að sveitarfélagið taki ekki þátt í þessu verkefni að sinni.

Samþykkt samhljóða.

17.Samtök orkusveitarfélaga. Stefnumörkun

2302133

Fundargerðir samstarfsnefndar frá 21. febrúar, 28. febrúar og 17. mars s.l.
Lagt fram til kynningar.

18.Umsókn um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Rangárþingi ytra

2303022

Lögð fram beiðni frá Southcoast Adventure ehf um leyfi til að opna rafskútuleigu á Hellu undir merkjum Hopp og drög að samstarfsyfirlýsingu.

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að undirrita samstarfsyfirlýsinguna.

Samþykkt samhljóða.

19.Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

2303053

Lögð fram beiðni frá Samtökum íslenskra sveitarfélaga um umfjöllun sveitarstjórnar varðandi innleiðingu/kynningu á Heimsmarkmiðum sveitarfélaga.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara könnuninni.

Samþykkt samhljóða.

20.Hugmyndagáttin og ábendingar 2023

2301023

Lagðar fram fram tvær ábendingar varðandi umhirðu í íþróttamiðstöð og aldur á frístundastyrk.

Byggðarráð þakkar fyrir ábendingarnar. Varðandi aldursviðmið á frístundastyrk var ákveðið að byrja á aldrinum 6-16 ára og sjá hvernig til tækist. Ábendingu varðandi íþróttamiðstöð er vísað til forstöðumanns.

Samþykkt samhljóða.

21.Erindisbréf nefnda - endurskoðun

2207031

Málinu frestað til næsta byggðarráðsfundar.

Samþykkt samhljóða.

22.Staða lóðamála og úthlutanir

2210061

Á fundinn mætir Haraldur Birgir Haraldsson byggingar- og skipulagsfulltrúi og gerir grein stöðu mála varðandi úthlutaðar lóðir.

23.Vigdísarvellir 5. Umsókn um lóð.

2212010

Dagmar Jóhannesdóttir sækir um lóð nr. 5 við Vigdísarvelli til að byggja á henni hesthús úr stálgrind. Umsókn barst 5.12.2022. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er í ágúst 2023. Áætlaður byggingartími framkvæmda er 1 ár.

Lagt er til að úthluta lóð nr. 5 við Vigdísarvelli til Dagmar Jóhannesdóttur til að byggja á henni hesthús.

Samþykkt samhljóða.

24.Tjörn 2. Umsókn um lóð.

2302154

Roberto Tariello óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni Tjörn 2 í Þykkvabæ til að byggja á henni íbúðarhús sbr. umsókn dags. 27.2.2023. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er ágúst 2023 og áætlaður byggingartími 10 mánuði.

Byggðarráð leggur til að úthluta lóðinni Tjörn 2 í Þykkvabæ til Roberto Tariello til að byggja á henni einbýlishús.

Samþykkt samhljóða.

25.Rangárbakki 9, Umsókn um lóð

2303031

N66 ehf óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 9 við Rangárbakka á Hellu til að koma fyrir bílastæðum fyrir starfsemina á Rangárbökkum 4 sbr. umsókn dags. 6.10.2022. Framkvæmdir færu af stað strax og leyfi fengist fyrir framkvæmdum.

Byggðarráð leggur til að málinu verði frestað og fundað verði með umsækjanda um stöðu framkvæmda vegna Rangárbakka 4.

Samþykkt samhljóða.

26.Rangárbakki 4. Umsókn um lóð

2303052

Arnar Freyr Ólafsson fyrir hönd félagsins Legendary Operations ehf óskar eftir að fá úthlutaðri lóðinni nr. 4 við Rangárbakka á Hellu til reksturs ferðaþjónustu í tengslum við áformaða uppbyggingu félagsins á svæði Árhúsa. Umsókn barst 13.3.2023. Áætlaður byrjunartími framkvæmda er september 2023 og byggingartími 12 mánuðir.

Byggðarráð leggur til að málinu verði frestað þar sem öðrum aðila hefur verið úthlutað lóðinni en felur sveitarstjóra að ræða við umsækjanda um áformin.

Samþykkt samhljóða.

27.Sleipnisflatir 5. Umsókn um lóð.

2302145

AK loft ehf óskar eftir að fá úthlutaðri lóð nr. 5 við Sleipnisflatir til að byggja á henni iðnaðarhúsnæði úr stálvirki sbr. umsókn dags. 23.2.2023. Æskilegur byrjunartími framkvæmda er júní/júlí og áætlaður byggingartími 4 mánuðir.

Lagt er til að úthluta lóð nr. 5 við Sleipnisflatir til AK lofts ehf til að byggja á henni iðnaðarhúsnæði.

Samþykkt samhljóða.

28.Til umsagnar frá nefndarsviði Alþingis - málasafn 2023

2303006

Umsagnarbeiðnir frá Velferðarnefnd Alþingis um breytingu á lögum um málefni innflytjanda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir, Allsherjarnefnd Alþingis um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu 2023-2026, frumvarps til laga um brottfall laga um orlof húsmæðra og tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál.
Lagt fram til kynningar.

29.Gamli Bjalli 3. Umsókn um stofnun lögbýlis.

2303030

Eigendur Gamla Bjalla 3, L233537, óska eftir umsögn Rangárþings ytra um fyrirhugaða stofnun lögbýlis á jörð sinni skv. umsókn dags. 7. mars 2023. Umsögn Búnaðarsambands Suðurlands liggur fyrir.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir um stofnun lögbýlis að Gamla Bjalla 3.

Samþykkt samhliða.

30.Landborgir. Breyting á heitum lóða

2303023

Landborgir hf óska eftir að breyta heitum á lóðum í nágrenni hótelsins. Landborgir lóð 1 L221849 verði Landborgir, Landborgir lóð 2 L221850 verði Landborgir 2, landborgir lóð 4 L221852 verði Landborgir 4, Landborgir lóð 5 L221853 verði Landborgir 5 og Landborgir lóð 6 L221854 verði Landborgir 6.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir varðandi nafnabreytingar á ofangreindum lóðum.

Samþykkt samhljóða.

31.Fundargerðir stjórnar SÍS - 2023

2301060

Fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar s.l.
Lagt fram til kynningar.

32.Fundargerðir 2023 - Heilbrigðisnefnd Suðurlands

2301064

Fundargerð 225. fundar nefndarinnar frá 3. mars s.l.
Lagt fram til kynningar.

33.Fundargerðir stjórnar SASS - 2023

2301063

Fundargerðir stjórnar SASS frá 592. fundi þann 3. febrúar og 593. fundi þann 3. mars. s.l.
Lagt fram til kynningar.

34.Umsókn um framlag úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs

2303021

Upplýsingar um framlag til Rangárþings ytra úr fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs til úrbóta í aðgengismálum.
Lagt fram til kynningar.

35.Dagur Norðurlanda - Norræna félagið

2303007

Lagt fram til kynningar.

36.Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs svfl

2303039

Lagt fram til kynningar.
Haldinn verður aukafundur í byggðarráði miðvikudaginn 5. apríl nk. kl. 8:15 til að taka fyrir ársreikning sveitarfélagsins 2022.

Fundi slitið - kl. 10:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?