4. fundur 11. ágúst 2016 kl. 16:30 - 18:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ingimar Grétar Ísleifsson aðalmaður
  • Steinn Másson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Ingvar Magnússon og Ársæll Jónsson boðuðu forföll. Einnig sátu fundinn Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson, Bjarni Jón Matthíasson og Ágúst Sigurðsson. Fundurinn var boðaður sem opinn fundur allra rétthafa í fjallskiladeildinni.

1.Fjallskil 2015

1608016

KV fór yfir uppgjör og útreikninga vegna fjallskila 2015. Óskað var eftir að farið væri betur yfir fjöldatölur og útfærslu á þeim hluta fjallskila sem leggst á ásett fé og rekið. ÁS falið að fylgja þessu eftir. Allir eru sammála um að mikilvægt er að skapa tekjur sem frekast er unnt á móti kostnaði. Vonir eru bundnar við nýjan samning sem gerður hefur verið við Íshesta um ferðamenn fyrir næstu ár.

2.Endurbætur Rangárvallaafréttur

1503018

2.1 Reyðarvatnsréttir

BJM fór yfir úttekt sem hann hefur gert á viðhaldsþörf á Reyðarvatnsréttum. Aðeins er um steypuskemmdir auk þess sem timburverk er orðið fúið að stórum hluta. Jafnframt þyrfti að mála. BJM lagði fram kostnaðaráætlun upp á 2.4 m (með vsk) þar sem gert er ráð fyrir öllu efni og vinnu við steypuviðgerðir og málningu en að upprekstrarhafar myndu leggja til vinnu við að koma upp nýju tréverki. Ákveðið að ráðast í þessar framkvæmdir undir stjórn BJM og ljúka fyrir fjallferð nú í haust. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. SH mun taka að sér að hafa samband við upprekstrarhafa og hvetja til þátttöku.



2.2 Brúargerð við Krók.

SM lagði fram áætlun sína um kostnað við lagfæringar á brúarstæði inn við Krók. Efniskostnaður er áætlaður 150 þ. Áætlun gerði jafnframt ráð fyrir að BJM myndi leggja til mann með vél en upprekstrarhafar myndu leggja fram aðra vinnu við framkvæmdina. Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. SM tekur að sér verkstjórn. Þessu verði lokið fyrir fjallferðir haustsins.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?