8. fundur 03. desember 2015 kl. 15:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Arndís Fannberg aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Brynja Jóna Jónasdóttir aðalmaður
  • Anna María Kristjánsdóttir varamaður
  • Sigurjón Bjarnason embættismaður
  • Auður Erla Logadóttir embættismaður
  • Sigrún B Benediktsdóttir embættismaður
  • Björg K Björgvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hafdís Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingibjörg Heiðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rósa Hlín Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hafdís Garðarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Einnig sat fundinn Reynir Daníel Gunnarsson ráðgjafi.

1.Skólastefna Rangárþings ytra og Ásahrepps

1411084

Drög að skólastefnu
Reynir Daníel Gunnarsson kynnti tillögu að Skólastefnu Ásahrepps og Rangárþings ytra. Góð umræða varð um tillöguna og gerðar nokkrar tillögur til breytinga á orðalagi. Reyni Daníel Gunnarssyni falið að lagfæra stefnuna í samræmi við umræður á fundinum.



Skólastefnan, með breytingum, var síðan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

2.Reglur um innritun í leikskóla

1508050

Tillaga frá leikskólastjórum
Lagt fram til kynningar og umræðu. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

3.Daggæsla í heimahúsum

1510067

Minnisblað um daggæslu í heimahúsum
Lagðar fram til umræðu tvær hugmyndir, annars vegar um sérstakar heimgreiðslur og hins vegar um afslætti af leikskólagjöldum.



Fræðslunefnd ályktaði eftirfarandi:



a) Fræðslunefnd tekur undir tillögur um sérstakar heimgreiðslur til foreldra ungra barna samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir.



b) Fræðslunefnd telur að forgangsraða eigi afslætti þannig að fyrst sé gefinn afsláttur af gjöldum fyrir 4 ára börn áður en fullur afsláttur fyrir 5 ára börn kemur til framkvæmda.

4.Erindi frá leikskólakennurum

1511076

Þörf fyrir fleiri fagmenntaða leikskólakennara
Lögð fram tillaga um að skipa tímabundinn 5 manna starfshóp til að koma fram með tillögur að átaki til eflingar leikskólastigsins í sveitarfélögunum. Starfshópinn skipa Sigrún B. Benediktsdóttir, Auður Erla Logadóttir, Nanna Jónsdóttir, Ágúst Sigurðsson og Hafdís Ásgeirsdóttir. Nanna Jónsdóttir kallar hópinn saman.



Samþykkt samhljóða.

5.Fjárhagsrammi fræðslumála 2016

1501061

Fjárhagsáætlun 2016 - fyrir seinni umræðu
Til kynningar

6.Ársskýrsla 2014-15 Leikskólinn á Laugalandi

1511077

Yfirlit um starfsemina 2014-2015
Til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?