Fræðslunefnd Rangárþings ytra og Ásahrepps

4. fundur 29. janúar 2015 kl. 16:00 - 16:00 Grunnskólanum Hellu
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir varaformaður
  • Hjalti Tómasson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Arndís Fannberg aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir aðalmaður
  • Renate Hannemann aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðson Formaður fræðslunefndar
Einnig sátu fundinn Björg K. Björgvinsdóttir, Marý Linda Jóhannsdóttir, Sigurgeir Guðmundsson, Auður Erla Logadóttir og Sigurjón Bjarnaon.
Áður en gengið var til dagskrár var stutt vettvangsferð um skólann.

Formaður setti fund og lagði til að bætt yrði inn lið 4 á dagskrá, mál 426 til umsagnar frá Alþingi - frumvarp til grunnskólalaga. Aðrir liðir færast niður. Það var samþykkt samhljóða

1.Erindisbréf fræðslunefndar

1411083

Endurskoðun og ábendingar fræðslunefndar
Farið yfir tillögur að breytingum og lagfæringum á erindisbréfi. Ákveðið að senda breyttu útgáfuna út til nefndarfólks til síðustu yfirferðar en senda síðan til sveitarstjórnanna til staðfestingar.Samþykkt samhljóða

2.Fundaplan fræðslunefndar

1501016

Tillögur að fundaplani og efnistökum
Rætt um fundaáætlun ársins og samþykkt að gera ráð fyrir fimm fundum árið 2015. Fundaáætlunin samþykkt og verður send nefndarfólki.Samþykkt samhljóða.

3.Nám og námskeið tengt fræðslumálum

1501015

Námskeið fyrir fræðslunefndir, nám fyrir ófaglærða á leikskólum, stuðningur við fjarnám
Ákveðið að leggja til að framlengja samninga um námsstyrki til starfsmanna Rangárþings ytra og Ásahrepps í leik- og grunnskólum vegna náms til kennsluréttinda stunda kennaranám með vinnu.Ákveðið að leita eftir því við Fræðslunet Suðurlands að knýja á um að fyrirhugað námskeið fyrir ófaglærða starfsmenn leikskóla verði haldið. Formanni og leikskólastjórum falið að vinna að málinu.Námskeið sem er í boði fyrir fræðslunefndir kynnt.

4.Til umsagnar frá Alþingi - mál 426

1501059

Frumvarp til laga um grunnskóla (kæruleiðir, einkareknir skólar ofl.)
Lagt fram til kynningar. Ekki komu fram ábendingar eða athugasemdir að svo stöddu.

5.Grunnskólinn Hellu - frá skólastjóra

1501044

Úr starfi skólans
SG skólastjóri kynnti starfsemi og rekstur Grunnskólans á Hellu.

6.Skólastefna Rangárþings ytra

1411084

Drög að skólastefnu
Lagt fram til kynningar, umfjöllun frestað til næstu funda í nefndinni.

7.Ráðstefna um grunnskóla

1501029

Áhugaverð ráðstefna um starfshætti í grunnskólum við upphaf 21. aldar
Lagt fram til kynningar.

8.Ráðstefna um Vendinám

1501045

Evrópuverkefni "Flip - Flipped Learning in Praxis"
Lagt fram til kynningar
Fundargerð lesin yfir og samþykkt

Fundi slitið - kl. 16:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?