1. fundur 02. nóvember 2015 kl. 16:00 - 16:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Guðmundsson formaður
  • Magnús H. Jóhannsson aðalmaður
  • Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir aðalmaður
  • Haraldur Birgir Haraldsson
Fundargerð ritaði: Sigurgeir Guðmundsson formaður
Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri, situr fund nefndarinnar.

1.Erindisbréf nefnda - endurskoðun

1510033

Drög að erindisbréfi fyrir hálendisnefnd
Farið var yfir ákvæði erindisbréfsins og gerðar tillögur að breytingum. Tillögur teknar saman og verða fylgigagn fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

2.Friðland að fjallabaki

1510076

Spurningar um mikilvægi fyrir ferðaþjónustu og mögulega stækkun
Hvað spurningu eitt varðar þá telur nefndin að friðlýsingin að Fjallabaki hafi oftast haft nokkuð jákvæð áhrif á ferðaþjónstuna. Skynsamleg nýting getur nýst ferðaþjónstunni enn frekar á komandi árum.

Það er álit nefndarinnar varðandi spurningu tvö að hún telur hugmyndir um stækkun friðlandsins vera afar óljósar og ekki tímabærar á þessu stigi. Ekki liggja fyrir neinar rannsóknir á afstöðu og þörfum hagsmunaaðila með stækkun friðlandsins í huga.

Nefndin óskar eftir frekari kynningu á þeirri vinnu sem fram hefur farið varðandi endurskoðun á friðlýsingarskilmálum fyrir friðlandið að Fjallabaki.
Sveitarstjóri vék af fundi klukkan 17.30.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?