3. fundur 26. maí 2016 kl. 15:30 - 15:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Guðmundsson formaður
  • Magnús H. Jóhannsson aðalmaður
  • Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir aðalmaður
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson embættismaður
  • Haraldur Birgir Haraldsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurgeir Guðmundsson formaður

1.Akstur á hálendinu

1601046

Fyrir liggur beiðni Rallý Reykjavík um að halda Rallýkeppni 25. ágúst 2016 á svæðinu austan og norðan við Heklu. Hálendisnefnd þarf að fjalla um þá vegi sem að sveitarfélaginu snúa. Það er Heklubraut eystri og aðkeyrslubrautirnar á Heklu í Skjólkvíum.
Nefndin samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum.

1. Forsvarsmenn keppninnar gæti þess að fylgt verði merktum leiðum og ekki sé ekið utan vega.

2. Keppnishaldari hafi fullt samráð við þá aðila sem hafa með skipulagðar ferðir á svæðinu að gera vegna keppninnar. Þá sérstaklega rekstraraðila í Landmannahelli, Áfangagili og að Hungurfitjum.

3. Mönnuð vöktun verði á öllum lokunarpóstum.

4. Þess sé gætt að allur frágangur verði til fyrirmyndar. Leiðir verði yfirfarðar að keppni lokinni og allar merkingar og rusl fjarlægt.

2.Erindi vegna kvikmyndatöku - True north

1605047

Umsókn frá True north um að fá að taka upp kvikmynd á Dómadalsleið vestan við Valahnjúka 27. - 30. maí 2016.
Eftir að nefndin hefur kynnt sér staðsetningu og fylgigögn samþykkir nefndin þetta fyrir sitt leyti og leggur til að það verði gert með þeim fyrirvara að True north greiði 300.000 kr vegna umsýslu og eftirlits sveitarfélagsins á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur True North fengið leyfi til þess að fara inn á veginn þrátt fyrir að vegurinn sé lokaður almennri umferð. Starfsmenn á vegum sveitarfélagsins munu taka svæðið út að tökum loknum. Mikilvægt er að allur frágangur verði til fyrirmyndar og engin ummerki sjáist utan vega.

3.Erindi vegna kvikmyndatöku - Bergrisinn

1605048

Bergrisinn óskar eftir leyfi til kvikmyndatöku við Heklu 17. og 18. júní 2016.
Nefndin leggur til að kallað verði eftir frekari upplýsingum m.a. hvort loka þurfi leiðum og hvort kvikmyndataka sé í atvinnuskyni. Í framhaldinu verði tekin afstaða til leyfisveitingar og gjaldtöku samhliða henni. Nefndin leggur til að starfsmaður nefndarinnar ljúki málinu miðað við umræðu á fundinum.

4.Reglur um nyndatökur í Rangárþingi ytra

1605055

Lögð fram drög að reglum um myndatökur og auglýsingagerð í Rangárþingi ytra.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?