4. fundur 12. júní 2017 kl. 16:00 - 18:30 Fundarsalnum Heklu - fyrir framan skrifstofu Rangárþings ytra
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Guðmundsson formaður
  • Magnús H. Jóhannsson aðalmaður
  • Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson markaðs- og kynningarfulltrúi.
Formaður nefndarinnar sagði frá gerð verndaráætlunar fyrir Friðland að fjallabaki sem er að fara af stað á vegum Umhverfisstofnunar. Rangárþing ytra á tvo fulltrúa í nefndinni.

Hjálmar Edwardsson mætti og sagði frá kvikmyndaverkefninu kl. 17:00 undir 1. lið.

1.Ósk um leyfi vegna kvikmyndatakna

1706005

Hjálmar Edwardsson fyrir hönd Comrade films óskar eftir leyfi vegna kvikmyndatöku við rætur Heklu. Fyrir liggur í fundargögnum umsögn Umhverfisstofnunar um ósk um leyfi til utanvegaaksturs á svæðinu.
Nefndin hefur farið yfir málið fyrir sitt leyti. Nefndin leggst gegn því að veitt verði leyfi til kvikmyndatöku á svæðum 2 og 3 samkvæmt innsendu erindi. Nefndin leggst ekki gegn kvikmyndatökum á Svæðum 1, 4 og 5 þar sem Umhverfisstofnun hefur þegar veitt leyfi til.

Helstu rök fyrir afstöðu nefndarinnar eru:
- Ekki er æskilegt að allur sá bílafloti sem tilgreindur er í umsókninni aki um svæði 2 og 3 vegna einstakrar náttúru svæðisins. Á þessu svæði eru engir vegir ætlaðir slíkri umferð.
- Á svæðum 1, 4 og 5 hefur áður verið gefið leyfi til kvikmyndatöku og nefndin telur þau því ákjósanleg.
- Nefndin hefur áhyggjur af ímynd landsins þegar veitt eru leyfi til kvikmyndatöku líkt og hér um ræðir.
- Nefndin hvetur sveitarstjórn til þess að standa vörð um einstaka náttúru á afréttum sveitarfélagsins.

2.Ástand friðlýstra svæða, beiðni um umsögn

1706015

Ástand friðlýstra svæða, beiðni um umsögn.
Nefndin hefur kynnt sér skýrsluna Ástand friðlýstra svæða 2016. Nefndin leggur áherslu á að sveitarfélagið og Umhverfisstofnun vinni saman að því að á næstu tveimur árum verði Friðland að Fjallabaki komið af rauða listanum. Nefndin er reiðubúin til þess að leggja sitt af mörkum til þess að svo megi verða.

Nefndin vill benda á að í umfjöllun um veikleika Friðlands að fjallabaki er tilgreint að ekki sé til áætlun um áhrif eða stjórn beitar á svæðinu(Friðland að Fjallabaki). Þetta er röng fullyrðing því til eru Landbótaáætlanir fyrir Landmanna- og Rangárvallaafrétt 2016-2026.
Utan dagskrár ræddi nefndin um ástand helstu vega á afréttum. Ástandið er almennt mjög slæmt. Það hefur í för með sér aukinn utanvegaakstur og aukna slysahættu. Ef vel ætti að vera þá þyrfti að stórauka heflun og bera í verstu staðina.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?