6. fundur 31. ágúst 2017 kl. 09:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Guðmundsson formaður
  • Magnús H. Jóhannsson aðalmaður
  • Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Birgir Haraldsson
Fundargerð ritaði: Sigurgeir Guðmundsson formaður

1.Iceland All Terrain Rally 2017

1708008

Tryggvi M. Þórðarson frá Rallý Reykjavík óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að fá að halda svokallað jepparall á svæði sem afmarkast af Hrauneyjum, Bjallavaði, Valagjá, Skjólkvíum og Áfangagili. Hálendisnefnd ákvað að skoða aðstæður og meta umsögn sína út frá þeirri skoðun. Haft var samband við Landsvirkjun, Landsnet og Umhverfisstofnun og fengnar umsagnir frá þeim. Fyrir liggur umsögn vegagerðarinnar.
Hálendisnefnd fór í skoðunarferð um svæðið föstudaginn 31. ágúst. Lagt var af stað frá Hellu klukkan 9.00 og var heim komið klukkan 17.30.

Farið var upp hjá Keldum og byrjað á að skoða aðstæður eftir fyrri rallýkeppni, sem haldin var 24. ágúst sl.
Niðurstaða þeirrar skoðunar er að það stórsér á sumum vegaköflum, sem rekja má til skriðs og hraðaksturs rallýbílanna. Á tveimur stöðum sást að bílar höfðu farið út af og var ekki séð að gengið hefði verið frá umhverfinu í sama horf og var fyrir keppni. Á einum stað voru steinar málaðir í appelsínugulum lit til merkingar á leiðum og er það mjög ámælisvert.
Nefndin ítrekar að horft verði til þess að lagfæring slíkra skemmda getur orðið kostnaðarsöm og því eigi að innheimta ákveðið gjald til aðstandenda keppninnar við leyfisveitingar.

Farið var frá Dómadalsvegi, meðfram Valagjá og inná Dyngjuleið. Þaðan ekið að Sigölduvegi og farið inná gamla Sigölduveginn að Hrauneyjum. Þaðan var svo ekið eftir öðrum fyrirhuguðum akstursleiðum svæðisins.
Flestir staðir á leiðinni voru til þess fallnir að ekki þótti ástæða til að takmarka einstaka keppnisleiðir. Þó skal haft í huga að á nokkrum stöðum er gróður að byrja baráttu sína fyrir tilveru sinni ásamt því að sumir slóðar eru orðnir mjög niðurgrafnir þannig að menn geta freistast til að keyra yuppúr þeim, en þeir staðir virtust að mestu vera utan tilgreindra keppnisleiða.
Fyrir liggja jákvæðar umsagnir ofangreindra aðila. Nefndin telur því ekki ástæðu til að banna keppni á þessum leiðum að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
1. Eingöngu skal ekið eftir merktum leiðum keppninnar.
2. Algerlega skal komið í veg fyrir utanvegaakstur með merkingum sem auðvelt verði að fjarlægja að keppni lokinni.
3. Allt rask skal afmáð og gengið frá svæðum í upprunamynd.
4. Keppnishaldari skal sjá um að keppendur og starfsfólk fari um svæðið með gát og skilji ekki eftir sig óþarfa rask og óþrifnað.
5. Gert er ráð fyrir því að farið verði í eftirlitsferð að keppni lokinni og lagt mat á aðstæður og frágang eftir keppnina.

Fundi slitið.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?