- Íbúar
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn
- Stjórnsýsla
- Fundargerðir
- Næstu fundir
- Gjaldskrár
- Afsláttarreglur
- Álagningarprósentur, afslættir og gjaldskrár
- Gjaldskrá byggingaleyfisgjalda
- Gjaldskrá frystihólfa í Þykkvabæ
- Gjaldskrá fyrir geymslusvæði
- Gjaldskrá fyrir hunda og kattahald
- Gjaldskrá Heimaþjónustu
- Gjaldskrá Íþróttamiðstöðva
- Gjaldskrá jarðvegsnámu í landi Gaddstaða
- Gjaldskrá Odda bs
- Gjaldskrá sorphirðu
- Gjaldskrá Vatnsveitu
- Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa
- Gjaldskrá Rangárljós
- Nefndir og ráð
- Stefnur og áætlanir
- Samþykktir og reglur
- Reglur um heimgreiðslur
- Fjallskilasamþykkt
- Reglur um styrk á móti fasteignagjöldum
- Samþykkt um hunda- og kattahald
- Samþykkt um stjórn Rangárþings ytra
- Innkaupareglur Rangárþings ytra
- Reglur um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum
- Reglur um garðslátt fyrir ellilífeyris- og örorkulífeyrisþega í Rangárþingi ytra
- Verklagsreglur um viðauka við fjárhagsáætlun
- Fjárhagsáætlanir og ársreikningar
- Skýrslur
- Skipurit Rangárþings ytra
- Fundargerðir Hreppsnefndar Rangárþings ytra 2002-2006
- Fundargerðir Hreppsnefndar Rangárþings ytra 2006-2010
- Fundargerðir Hreppsnefndar Rangárþings ytra 2010-2014
- Skipulagsmál
- Rangárþing ytra
- Byggðasamlög
- Samstarfsverkefni
- B-hluta fyrirtæki
- Reikningar
- Íbúadyr
Farið var upp hjá Keldum og byrjað á að skoða aðstæður eftir fyrri rallýkeppni, sem haldin var 24. ágúst sl.
Niðurstaða þeirrar skoðunar er að það stórsér á sumum vegaköflum, sem rekja má til skriðs og hraðaksturs rallýbílanna. Á tveimur stöðum sást að bílar höfðu farið út af og var ekki séð að gengið hefði verið frá umhverfinu í sama horf og var fyrir keppni. Á einum stað voru steinar málaðir í appelsínugulum lit til merkingar á leiðum og er það mjög ámælisvert.
Nefndin ítrekar að horft verði til þess að lagfæring slíkra skemmda getur orðið kostnaðarsöm og því eigi að innheimta ákveðið gjald til aðstandenda keppninnar við leyfisveitingar.
Farið var frá Dómadalsvegi, meðfram Valagjá og inná Dyngjuleið. Þaðan ekið að Sigölduvegi og farið inná gamla Sigölduveginn að Hrauneyjum. Þaðan var svo ekið eftir öðrum fyrirhuguðum akstursleiðum svæðisins.
Flestir staðir á leiðinni voru til þess fallnir að ekki þótti ástæða til að takmarka einstaka keppnisleiðir. Þó skal haft í huga að á nokkrum stöðum er gróður að byrja baráttu sína fyrir tilveru sinni ásamt því að sumir slóðar eru orðnir mjög niðurgrafnir þannig að menn geta freistast til að keyra yuppúr þeim, en þeir staðir virtust að mestu vera utan tilgreindra keppnisleiða.
Fyrir liggja jákvæðar umsagnir ofangreindra aðila. Nefndin telur því ekki ástæðu til að banna keppni á þessum leiðum að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
1. Eingöngu skal ekið eftir merktum leiðum keppninnar.
2. Algerlega skal komið í veg fyrir utanvegaakstur með merkingum sem auðvelt verði að fjarlægja að keppni lokinni.
3. Allt rask skal afmáð og gengið frá svæðum í upprunamynd.
4. Keppnishaldari skal sjá um að keppendur og starfsfólk fari um svæðið með gát og skilji ekki eftir sig óþarfa rask og óþrifnað.
5. Gert er ráð fyrir því að farið verði í eftirlitsferð að keppni lokinni og lagt mat á aðstæður og frágang eftir keppnina.