3. fundur 13. maí 2020 kl. 13:00 - 13:45 https://us02web.zoom.us/j/6594700701
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Guðmundsson formaður
  • Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir aðalmaður
  • Magnús H. Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Rallý Reykjavík 2020

1907065

Erindi frá Bifreiðaíþróttaklúbbi Rvk.
Erindið tekið fyrir og rætt. Tillaga er um að leyfa Rallýkeppni á vegum Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur þann 4. september 2020. Ekið yrði:
1. Austur með Vatnafjöllum, Breiðaskarð og að Rauðuskál
2. Frá Rauðuskál og vestari leið í átt að Dómadalsleið og þaðan austur að hestarétt.
3. Sunnan Valagjár til norðurs og síðan vestur Dyngjuleiðina að Áfangagili.
4. Leið 1 ekin til baka.

Leyfið er veitt með því skilyrði að haft verði samráð við hagaðila á svæðinu s.s. aðila í ferðaþjónustu og fjallskilanefnd. Hálendisnefnd vill fyrir sitt leyti þakka forsvarsfólki Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur fyrir gott samráð vegna málsins.

Samþykkt samhljóða.

2.Vonarskarð - skipulag náttúruverndar og innviða

2004006

Til kynningar og umræðu.
Erindið frá Vatnajökulsþjóðgarði tekið fyrir og rætt. Það er mat nefndarinnar að leyfa eigi umferð vélknúinna ökutækja yfir vetrartímann í samræmi við almenna skilmála um vetrarakstur. Þá telur nefndin að leyfa eigi umferð reiðhjóla á skipulögðum göngustígum um skarðið.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt í tölvupósti.

Fundi slitið - kl. 13:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?