5. fundur 20. júlí 2021 kl. 13:00 - 14:10 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Guðmundsson formaður
  • Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir aðalmaður
  • Magnús H. Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson ritari
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Hillrally á Íslandi 2021

2107024

Tryggvi M. Þórðarson sækir um leyfi f.h. keppnisstjórnar Hillrally á Íslandi 2021 til að halda keppni á vegum sem undir sveitarfélagið falla til samræmis við meðfylgjandi gögn. Gert er ráð fyrir að keppnin fari fram sunnudaginn 8. ágúst 2021, ekið að mestu á vegum norðan F225 Dómadalsleið.
Hálendisnefnd leggst gegn því að rallaður verði leggur fjögur (Valagjá-Áfangagil) vegna fjölda sauðfjár á þessu svæði. Nefndin heimilar fyrir sitt leyti akstur eftir öðrum leiðum sem falla undir sveitarfélagið. Nefndin getur ekki fyrir sitt leyti heimilað akstur eftir vegum sem eru á forræði Vegagerðarinnar en það eru vegir sem hafa vegnúmer s.s. F225. Umsækjanda ber að afla þess leyfis og senda afrit til sveitarfélagsins. Umsækjandi þarf einnig að leggja fram umsagnir annarra leyfisveitenda, svo sem Landsvirkjunar og Landsnets, sem veghaldara á gömlu virkjanavegunum.

Nefndin leggur áherslu á eftirfarandi:
1. Forsvarsmenn keppninnar gæti þess að fylgt verði merktum leiðum og ekki sé ekið utan vega.
2. Keppnishaldari hafi fullt samráð við þá aðila sem hafa með skipulagðar ferðir á svæðinu að gera vegna keppninnar. Þá sérstaklega rekstraraðila í Landmannahelli, Áfangagili og aðra.
3. Mönnuð vöktun verði á öllum lokunarpóstum.
4. Þess sé gætt að allur frágangur verði til fyrirmyndar. Leiðir verði yfirfarnar að keppni lokinni og allar merkingar og rusl fjarlægt.
5. Keppnishaldari tryggi að almenningur á svæðinu verði ekki fyrir óþarfa óþægindum á meðan kynningarakstur fer fram fyrir keppni.

Hálendisnefnd leggur til að sveitarstjórn:
1. Setji verklagsreglur vegna umsókna um akstursíþróttakeppnir með það að markmiði að einfalda umsóknarferlið og úrvinnslu.
2. Íhugi gjaldtöku í formi tryggingagjalds sem umsækjandi leggi fram. Það verði endurgreitt að teknu tilliti til lagfæringar á umræddum leiðum að keppni lokinni sem og að frádregnum kostnaði sveitarfélagsins vegna afgreiðslu og eftirlits.

2.Kvikmyndataka á við Sauðafellsvatn og Valafell

2107025

Jón Lindsay óskar eftir leyfi f.h. Truenorth vegna kvikmyndatakna við Sauðafellsvatn og Valafell ásamt því að setja upp dagaðstöðu við upphaf vegar nr. 225. Gert er ráð fyrir því að tökur fari fram 31. júlí.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við kvikmyndatökur á umræddu svæði. Nefndin leggur til að svæðið verði tekið út að tökum loknum og tekið verði gjald fyrir útlögðum kostnaði af hálfu sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 14:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?