6. fundur 04. mars 2022 kl. 14:00 - 15:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Guðmundsson formaður
  • Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir aðalmaður
  • Magnús H. Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
Tryggvi M. Þórðarson kom til fundarins í fjarfundi og fór yfir verkefnið.

1.Hillrally á Íslandi 2022

2203001

Fyrir liggur bréf frá Tryggva M. Þórðarsyni f.h. Hillrally á Íslandi 2022 þar sem sótt er um leyfi sveitarfélagsins til að halda fyrrnefnda keppni á vegi sem undir sveitarfélagið fellur. Keppnin verður haldin dagana 6. - 7. ágúst 2022.
Hálendisnefnd heimilar fyrir sitt leyti að keppnin fari fram á vegum sem tilgreindir eru í umsókn innan sveitarfélagsins 7. ágúst. Þess verði gætt að vegir verði í ekki lakara ástandi eftir keppnina, en fyrir.

Álit nefndarinnar byggir á eftirfarandi:
1. Forsvarsmenn keppninnar gæti þess að fylgt verði merktum leiðum og ekki sé ekið utan vega.
2. Keppnishaldari upplýsi þá aðila sem hafa með skipulagðar ferðir á svæðinu að gera vegna keppninnar. Þá sérstaklega rekstraraðila í Hrauneyjum, Landmannahelli og Áfangagili sem og aðra ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
3. Mönnuð vöktun verði á öllum lokunarpóstum.
4. Þess sé gætt að allur frágangur verði til fyrirmyndar. Leiðir verði yfirfarnar að keppni lokinni af hálfu sveitarfélagsins á kostnað keppnishaldara. Allar merkingar og allt rusl verði fjarlægt af hálfu keppnishaldara.
5. Keppnishaldari tryggi að almenningur á svæðinu verði ekki fyrir óþarfa óþægindum á meðan kynningarakstur fer fram fyrir keppni.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?