1. fundur 24. nóvember 2022 kl. 15:15 - 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Magnús H. Jóhannsson formaður
  • Guðbjörg Erlingsdóttir aðalmaður
  • Sigurgeir Guðmundsson aðalmaður
  • Guðlaug Berglind Guðgeirsdóttir aðalmaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson embættismaður
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi
í þriðja lið fundarins kom Tryggvi Magnússon inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynnti fyrirhugaða keppni.

1.Erindisbréf hálendisnefndar

2211061

Erindisbréf nefndarinnar lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

2.Utanvegaakstur við Rauðuskál

2211027

Ábending barst frá Umhverfisstofnun um utanvegaakstur við Rauðuskál. Óskað er eftir viðbrögðum sveitarfélagsins.
Hálendisnefnd þakkar Umhverfisstofnun fyrir ábendinguna og tekur jákvætt í að þarna verði sett upp skilti sem vekur athygli á að akstur utan vega er óheimill. Æskilegt væri að samhliða væri sett upp afmörkun fyrir bílastæði s.s. hælar og band.

3.Leyfi fyrir CanAm Iceland Hill Rally 2023

2211016

Sveitarstjórn vísar til nefndarinnar beiðni f.h. keppnisstjórnar um leyfi fyrir akstursíþróttakeppninni CanAm Iceland Hill Rally 2023.
Hálendisnefnd heimilar fyrir sitt leyti að keppnin fari fram á vegum sem tilgreindir eru í umsókn innan sveitarfélagsins í ágúst 2023.

Vakin er athygli á því að leita þarf umsagnar fleiri aðila þar sem ekki allir vegir tilheyra sveitarfélaginu Rangárþingi ytra. Aðrir aðilar eru m.a. Landsvirkjun og Vegagerðin.

Nefndin setur eftirfarandi skilyrði:
1. Forsvarsmenn keppninnar gæti þess að fylgt verði merktum leiðum og ekki sé ekið utan vega.
2. Keppnishaldari upplýsi þá aðila sem hafa með skipulagðar ferðir á svæðinu að gera vegna keppninnar. Þá sérstaklega rekstraraðila í Hrauneyjum, Landmannahelli og Áfangagili sem og aðra ferðaþjónustuaðila á svæðinu.
3. Mönnuð vöktun verði á öllum lokunarpóstum.
4. Þess sé gætt að allur frágangur verði til fyrirmyndar. Þeir vegir sem farið verði um verði heflaðir á kostnað keppnishaldara strax að keppni lokinni. Allar merkingar og allt rusl verði fjarlægt af hálfu keppnishaldara.
5. Keppnishaldari tryggi að almenningur á svæðinu verði ekki fyrir óþarfa óþægindum á meðan kynningarakstur fer fram fyrir keppni.

4.Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði. Staða og áskoranir

2210030

Síðastliðið vor skipaði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra starfshóp til að vinna greinargerð um stöðu og áskoranir í þjóðgörðum og friðlýstum svæðum á Íslandi. Starfshópurinn hefur dregið saman ýmis fyrirliggjandi gögn og aflað upplýsinga með samtölum og samskiptum við hagaðila, fulltrúa þeirra stofnana sem reka friðlýst svæði og þjóðgarða og önnur stjórnvöld. Óskað er umsagnar um þá lykilþætti sem fram hafa komið.

Sveitarstjórn vísar málinu til Hálendisnefndar á fundi 9. nóvember 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?