8. fundur 11. september 2023 kl. 16:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Erla Sigríður Sigurðardóttir formaður
  • Viðar M. Þorsteinsson aðalmaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir varamaður
  • Sóley Margeirsdóttir aðalmaður
  • Gústav Magnús Ásbjörnsson varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson embættismaður
  • Ragnar Ævar Jóhannsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ragnar Ævar Jóhansson Starfsmaður nefndar

1.Íþróttamaður ársins 2022

2305044

Endurskoðun á reglum kringum val á íþróttamanni ársins og hugsanlegar viðbætur við atburðinn.
Nefndin fór yfir reglur um val á íþróttamanni ársins, lagt er til að formaður og Sóley nefndarmaður verði falið að uppfæra reglur í samræmi við umræður á fundinum, og leggja fram tillögu á næsta fundi nefndarinnar.

2.Heilsueflandi samfélag 2022 - 2026

2208039

Kynning á verkefninu Heilsueflandi Rangárþing sem er samstarfsverkefni alla sveitarfélaga í Rangárþingi og kynningardaginn sem haldinn verður þriðjudaginn 19 september.
Ragnar kynnir málið og nefndin alsæl.

3.Sundlaugin á Laugarlandi opnunartímar

2305045

Opnunartími í sundlauginni á Laugalandi í vetur. Er verið að kalla eftir því að aukna viðveru starfsmanna íþróttamiðstöðvar á meðan það eru æfingar eru í húsinu.
Til kynningar.

4.Tillaga D-listans um bætta samþættingu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfs

2209037

Áframhaldandi vinna með málefni og hvað er raunhæft að reyna koma á stað með fjárhagsáætlun fyrir 2024 í huga.
Nefndin leggur til að sett verði fjármagn í að koma í gang tilraunarverkefni á frístundarakstri frá og með haustinu 2024.

5.Ósk um styrk til áframhaldandi uppbyggingar í barna og unglingastarfi

2308034

Kynning á áframhaldandi uppbyggingu Skotfélagsins Skyttur.
Lagt fram til kynningar.

6.Íþróttavöllur Hellu - úrbætur til skammstíma

2307031

Til umfjöllunar í Heilsu-, íþrótta- og tómstundanefndar í tengslum við fjárhagsáætlunargerð.
Ástþór Jón Ragnheiðarson formaður Umf.Heklu kynnir erindið. Nefndin þakkar Ástþóri fyrir kynninguna. Nefndinni lýst vel á framlagðar hugmyndir og leggur til að tekið verði tillit til þeirra við gerð fjárhagsáætlunar 2024.

Fundi slitið.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?