8. fundur 06. nóvember 2023 kl. 17:00 - 18:30 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Viðar M. Þorsteinsson formaður
  • Magdalena Przewlocka aðalmaður
  • Sóley Margeirsdóttir aðalmaður
  • Lárus Jóhann Guðmundsson aðalmaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Ragnar Ævar Jóhannsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ragnar Ævar Jóhannsson embættismaður

1.Íþróttamaður ársins 2023

2305044

Endurskoðun á reglum kringum val á íþróttamanni ársins og hugsanlegar viðbætur við atburðinn með því í huga að hugasanlega velja einn fyrir Rangárvallasýslu.
Farið var yfir reglugerðina og hún yfirfarinn og uppfærð. Tillaga send til sveitastjórna til samþykktar.

2.Skoðunarskýrsla Íþróttamiðstöðva

2209081

Fara yfir öryggismál í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins að beiðni formanns nefndar.
Heislu-,íþrótta og tómstundanefnd beinir því til sveitarstjórnar Rangárþings Ytra að fenginn verði utanaðkomandi aðili til að gera úttekt á öryggismálum íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu og geri tillögu að úrbótum ef þörf er á.

Samhliða þessari úttekt verði einnig könnuð staða sveitarfélagsins varðandi öryggis og tryggingmál þeirra félaga og einstaklinga sem hafa afnot af íþróttamannvirkjum, til að skýra hver ber ábyrgð á notendum mannvirkja sem eru undir lögaldri.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?