9. fundur 05. desember 2023 kl. 16:30 - 19:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Viðar M. Þorsteinsson varaformaður
  • Magdalena Przewlocka aðalmaður
  • Sóley Margeirsdóttir aðalmaður
  • Lárus Jóhann Guðmundsson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Ævar Jóhannsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Viðar M. Þorsteinsson formaður

1.Íþróttamaður ársins 2024.

2305044

Fara yfir framkvæmd og val á íþróttamanns ársins 2024.
Farið yfir málið og tekin ákvörðum um að haldið verði hátið laugardaginn 6.janúar 2024 í Menningarsalum á Hellu.
Kallað verður eftir tilnefningum frá íþróttafélögum og almenning um val á íþróttamanni ársins 2024. Einnig verða veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á árinu 2023.
Tilnefningum frá félögum og almenningi þarf að skila á netfangið ragnar@ry.is fyrir 20. desember 2023.

2.Íþrótta- og tómstundafulltrúi og verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags í Rangárvallarsýslu

2309081

Fara yfir starfslýsingu og áframhaldandi vinnu með sameiginlegur Heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Farið var yfir meðfylgjandi gögn og þau rýnd. Nefndin hvetur sveitastjórn til áframhaldandi vinnu í málinu og leggur til að ráðinn verði starfsmaður á vegum sveitarfélaganna til að sinna þeim verkefnum sem lýst er í gögnum málsins.

Nefndin telur að nauðsynlegt sé að starfandi verði verkefnastjóri til að sinna þeim verkefnum sem lýst er til að bæta þjónustu við íbúa sveitarfélagsins.

Heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að fara yfir starfslýsinguna út frá núverandi starfslýsingu.

3.Frístundastyrkir

2209020

Upplýsingar um notkun á frístundastyrk til 1 nóvember 2024.
Nefndin þakkar fyrir yfirferð gagna.

4.Stækkun íþróttasvæðis á Hellu

2104028

Áframhaldandi vinna með fyrirhugaða stækkun íþróttasvæðis á Hellu.
Nefndin tekur vel í framlagðar tillögur og fagnar þess að niðurstaða sé að nást í málinu.

5.Gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2024

2312008

Staðfesta gjaldskrá íþróttamiðstöðvar fyrir 2024.
Gjaldskrá staðfest.
Nefndin leggur til að gjaldskrárliður, börn 8-15 ára verði börn 10-15 ára þar sem börn 10 ára geta farið án forráðamanns i sund frá 1.júni árið sem þau verða 10 ára.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?