11. fundur 06. febrúar 2024 kl. 16:30 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Viðar M. Þorsteinsson formaður
  • Magdalena Przewlocka aðalmaður
  • Sóley Margeirsdóttir aðalmaður
  • Lárus Jóhann Guðmundsson aðalmaður
  • Brynhildur Sighvatsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Ragnar Ævar Jóhannsson embættismaður
  • Ösp Viðarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Viðar M. Þorsteinsson formaður

1.Styrkbeiðni vegna æfingarferðar 2024

2401024

Nefndin hefur borist beiðni um styrkveitingu vegna æfingaferðar.
Byggðaráð hefur þegar samþykkt styrk til viðkomandi. Nefndin vekur athygli á því að samkvæmt núgildandi reglur um styrkveitingar til afreksfólks í íþróttum er um aðrar upphæðir að ræða enn sú sem samþykkt var af Byggðaráði.

Nefndin leggur til að reglur um styrkveitingar til afreksfólks í íþróttum verði teknar til endurskoðunar sem fyrst.

2.40 ára afmæli sundlaugarinnar á Hellu.

2402005

Fjöldinn allur af viðskiptavínum sundlaugarinna á Hellu haf óskað eftir þess að settur verður upp svo kallaður "Infrarauður hitaklefi" til að bæta heilsu íbúa og gesta sem hana sækja reglulega.
Nefndin tekur vel í hugmyndina og felur Heilsu-, íþrótta- og tómstundafulltrúa að afla upplýsinga um hitaklefann, leggja fram kostnaðaráætlun og staðsetningar sem koma til greina á næsta fundi nefndarinnar.
Fylgiskjöl:

3.Kynning á sumarbæklingi

2305047

Hefja vinnu við að uppfæra sumarbækling fyrir 2024.
Formanni falið að ræða við markaðs- og kynningarfulltrúa um uppfærslu á sumar- og frístundabæklingi 2024.

4.Kosning á varaformanni heilsu-, íþrótta-, og tómstundanefndar.

2402006

Kosning á varaformanni heilsu-, íþrótta-, og tómstundanefndar.
Nefndin kaus Magdalenu Przewlocka sem varaformann nefndarinnar.

5.Frístundastyrkir

2209020

Kynning á gögnum varðandi úthlutun og nýtingu frístundastyrks hjá íþrótta og tómstunda aðilum í Rangárþingi ytra árið 2024.
Ítrekað hefur verið óskað eftir gögnum og upplýsingum frá félögum varðandi ýmis mál. Erfilega hefur gengið að fá upplýsingar frá félögum i sveitarfélaginu, einungis hafa borist svör frá tveimur félögum.

Nefndin leggur til að við endurnýjun samninga við félögin verði settir skilmálar um aðgang að upplýsingum og gögnum sem sveitarfélagið óskar eftir innan skynsamlegra tímamarka.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?