1.Samningar við íþróttafélög. Endurnýjun
2312031
Staða samninga og upplýsingar.
Verkefnisstjóri íþrótta og fjölmenningarmála fór yfir stöðu samningsmála við íþróttafélögin.
Verkefnisstjóri íþrótta og fjölmenningarmála fór yfir stöðu samningsmála við íþróttafélögin.
Góð yfirferð á samningum.
2.Heilsueflandi samfélag 2022 - 2026
2208039
Staða heislueflandi samfélags verkefnis, skólahreysti ofl
Verkefnisstjóri íþrótta og fjölmenningarmála fór yfir stöðu heilsueflandi samfélags verkefnisins og næstu skref rædd. Sagði frá heimsókn á Landlæknisembættið og skólahreysti þar sem báðir skólar RY voru í úrslitum og Laugalandsskóli landaði 3. sæti. Bolir voru framleiddir með merkjum skólana í litum sem voru úthlutaðir. Óskum báðum grunnskólunum til hamingju með frábæran árangur í Skólahreysti.
Ákveðið var að fela verkefnisstjóra íþrótta og fjölmenningarmála að hafa samtal við nefndina að leiða verkefnið þvert á samfélagið.
Ákveðið var að fela verkefnisstjóra íþrótta og fjölmenningarmála að hafa samtal við nefndina að leiða verkefnið þvert á samfélagið.
3.Skoðunarskýrsla Íþróttamiðstöðva
2209081
Skoða tillögur íbúa vegna öryggisþátta í og í kringum íþróttamiðstöðvar. Spurt á FB síðu Á-listans.
"Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd er nú að láta taka út öryggismál í íþróttahúsum og sundlaugum sveitarfélagsins. Hvaða öryggisþætti finnst þér að þurfi að laga í íþróttahúsum og sundlaugum sveitarfélagsins?"
"Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd er nú að láta taka út öryggismál í íþróttahúsum og sundlaugum sveitarfélagsins. Hvaða öryggisþætti finnst þér að þurfi að laga í íþróttahúsum og sundlaugum sveitarfélagsins?"
Forstöðumaður íþróttamannvirkja fór yfir stöðu öryggisúttektar. Formaður nefndarinnar fór yfir niðurstöðurnar og þær ræddar.
4.Félagsmiðstöðin Hellirinn
2405077
Félagsmiðstöð - niðurstaða fundar með umsjónarmönnum.
Verkefnisstjóri íþrótta og fjölmenningarmála sagði frá fundi með starfsmönnum félagsmiðstöðvar og sveitastjóra. Þeirra sýn á framhaldið - opnun í sumar? Uppfærsla á græjum og húsgögnum, tiltekt í húsnæði og lagfæringar.
Las bréf frá starfsmönnum með tillögum.
Verkefnisstjóri íþrótta og fjölmenningarmála sagði frá fundi með starfsmönnum félagsmiðstöðvar og sveitastjóra. Þeirra sýn á framhaldið - opnun í sumar? Uppfærsla á græjum og húsgögnum, tiltekt í húsnæði og lagfæringar.
Las bréf frá starfsmönnum með tillögum.
Hrósum starfsmönnum félagsmiðstöðvar fyrir punktana og tökum jákvætt í þá. Nefndin felur verkefnisstjóra íþrótta og fjölmenningarmála að fylgja málinu eftir.
5.17. júní 2024
2402069
Lagt er til að HÍT nefndin leggi til íþróttaþraut fyrir krakka á 17. júní.
Málið var rætt og ákveðið að setja upp skólahreystisbraut í íþróttahúsinu. Hugmynd er að fá þátttakendur úr skólahreysti til að vera til staðar.
Fundi slitið - kl. 18:45.