15. fundur 06. júní 2024 kl. 16:30 - 18:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Viðar M. Þorsteinsson formaður
  • Magdalena Przewlocka aðalmaður
  • Sóley Margeirsdóttir aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ragnar Ævar Jóhannsson embættismaður
  • Jóhann G. Jóhannsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Viðar M. Þorsteinsson formaður

1.Samningar við íþróttafélög. Endurnýjun

2312031

Staða samninga og upplýsingar.



Verkefnisstjóri íþrótta og fjölmenningarmála fór yfir stöðu samningsmála við íþróttafélögin.
Góð yfirferð á samningum.

2.Heilsueflandi samfélag 2022 - 2026

2208039

Staða heislueflandi samfélags verkefnis, skólahreysti ofl



Verkefnisstjóri íþrótta og fjölmenningarmála fór yfir stöðu heilsueflandi samfélags verkefnisins og næstu skref rædd. Sagði frá heimsókn á Landlæknisembættið og skólahreysti þar sem báðir skólar RY voru í úrslitum og Laugalandsskóli landaði 3. sæti. Bolir voru framleiddir með merkjum skólana í litum sem voru úthlutaðir. Óskum báðum grunnskólunum til hamingju með frábæran árangur í Skólahreysti.
Ákveðið var að fela verkefnisstjóra íþrótta og fjölmenningarmála að hafa samtal við nefndina að leiða verkefnið þvert á samfélagið.

3.Skoðunarskýrsla Íþróttamiðstöðva

2209081

Skoða tillögur íbúa vegna öryggisþátta í og í kringum íþróttamiðstöðvar. Spurt á FB síðu Á-listans.

"Heilsu,- íþrótta- og tómstundanefnd er nú að láta taka út öryggismál í íþróttahúsum og sundlaugum sveitarfélagsins. Hvaða öryggisþætti finnst þér að þurfi að laga í íþróttahúsum og sundlaugum sveitarfélagsins?"

Forstöðumaður íþróttamannvirkja fór yfir stöðu öryggisúttektar. Formaður nefndarinnar fór yfir niðurstöðurnar og þær ræddar.

4.Félagsmiðstöðin Hellirinn

2405077

Félagsmiðstöð - niðurstaða fundar með umsjónarmönnum.

Verkefnisstjóri íþrótta og fjölmenningarmála sagði frá fundi með starfsmönnum félagsmiðstöðvar og sveitastjóra. Þeirra sýn á framhaldið - opnun í sumar? Uppfærsla á græjum og húsgögnum, tiltekt í húsnæði og lagfæringar.

Las bréf frá starfsmönnum með tillögum.
Hrósum starfsmönnum félagsmiðstöðvar fyrir punktana og tökum jákvætt í þá. Nefndin felur verkefnisstjóra íþrótta og fjölmenningarmála að fylgja málinu eftir.

5.17. júní 2024

2402069

Lagt er til að HÍT nefndin leggi til íþróttaþraut fyrir krakka á 17. júní.



Málið var rætt og ákveðið að setja upp skólahreystisbraut í íþróttahúsinu. Hugmynd er að fá þátttakendur úr skólahreysti til að vera til staðar.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?