18. fundur 17. mars 2022 kl. 17:00 - 19:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Erna Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jónasson aðalmaður
  • Björgvin Reynir Helgason varamaður
Starfsmenn
  • Eiríkur Vilhelm Sigurðarson embættismaður
  • Ragnar Ævar Jóhannsson ritari
Fundargerð ritaði: Ragnar Jóhannsson Heilsu-, íþrótta og tómstundafulltrúi
Jóhanna Hlöðversdóttir og Sigdís Oddsdóttir boðuðu forföll.

1.Ósk um styrk til æskulýðsstarfs í skotgreinum

2203007

Skotfélagið Skytturnar óskar eftir styrk til að koma á fót æskulýðsstarfi í skotgreinum.

Sveitarstjórn vísaði erindinu til Heilsu-, íþrótta-, og tómstundanefndar til umsagnar og eftir atvikum tillögugerðar. Óskað er eftir að nefndin skili inn tillögum fyrir næsta fund sveitarstjórnar.


Magnús Ragnarsson kynnir erindið í fjarfundi.
Nefndin leggur til að Skotfélagið Skytturnar hljóti styrk að upphæð 400.000 kr og aðstöðu i húsnæði sveitarfélagsins endurgjaldslaust í samráði við Heilsu-, íþrótta og tómstundafulltrúa.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

2.Íþróttamaður ársins 2021

2203045

Fara þarf yfir tilnefningar sem borist hafa fyrir íþróttamann ársins 2021 og ákveða með hvaða hætti viðurkenningar verða veittar.
Nefndin for yfir tilnefningar á íþróttamanni ársins 2021 og felur Heilsu-,íþrótta og tomstundafulltrúa að undirbúa verðlaunahátið í apríl.

Samþykkt samhljóða.

3.Heilsueflandi samfélag

1809021

Farið yfir stöðu verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.

4.Gönguleiðir á Hellu

2009043

Gönguleiðaskilti sem og upplýsingar um gönguleiðir í WAPP appinu verða tilbúnar í apríl.
Lagt fram til kynningar.

5.Útisvæði

2009044

Farið yfir verkefni á útisvæðum sumarið 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?