5. fundur 28. október 2014 kl. 10:00 - 12:00 í fundarsal Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson formaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir
  • Yngvi Karl Jónsson
  • Ágúst Sigurðsson
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til þá dagskrárbreytingu að við myndi bætast liður 6 Stjórn vatnsveitu fundargerð 31, aðrir liðir færast niður. Það var samþykkt samhljóða. (Ath. þetta er fyrsta fundargerð Hreppsráðs sem rituð er í One-system, hin formlega fundargerð var jafnframt rituð með fyrri hætti og er geymd, númer dagskrárliða er aðeins önnur þar. Þessi er samhljóða nema hvað liðir eru númeraðir og þeim raðað með öðrum hætti)

1.Rekstraryfirlit 30.09.2014

1410038

Farið yfir rekstraryfirlit eftir fyrstu 9 mánuði ársins 2014
Lagt fram yfirlit yfir laun til loka septembermánaðar ásamt samanburði við fjárhagsáætlun, innheimtar skatttekjur í samanburði við fjárhagsáætlun og lausafjárstöðu.

2.Fjárhagsáætlun 2015-2018

1410033

Fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2015-2018 - kynning á vinnugögnum
Lögð fram vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar 2015-2018.

3.Áætlun um vinnufundi hreppsráðs v/fjárhagsáætlunar

1410039

Rædd fundaáætlun hreppsráðs
Lagt til að hreppsráð geri ráð fyrir að hittast á vinnufundum vegna fjárhagsáætlunar sem hér segir: 6 og 11 nóvember kl. 8:00 og 18 nóvember kl. 9:00 og 9 desember kl. 9:00 ef þörf krefur.

4.Endurskoðun 2014

1410045

Endurskoðun hjá Rangárþingi ytra 2014
Lagt fram endurskoðunarbréf frá KPMG vegna upphafs endurskoðunar ársins.

Til kynningar

5.Fundargerð 10 fundar í stjórn Félags- og skólaþjónustu Rang og V-Skaft

1410034

Fundargerð 10 fundar og drög að fjárhagsáætlun 2015
Til kynningar

6.Vatnsveita 31. fundur stjórnar

1410047

Fundargerð 31 fundar stjórnar til kynningar
Til kynningar

7.Aðalfundur 2014

1410046

Gögn frá aðalfundi 2014, ársreikningur 2013 o.fl.
Til kynningar

8.Skötumessa 5.desember 2014

1410030

Hestamannafélögin á Suðurlandi ætla að standa fyrir þjóðlegri Skötumessu 5.desember nk.og óska eftir því að fá leigðan sal Íþróttamiðstöðvarinnar á Hellu ásamt öllum aðgangi eldhús ofl
Sveitarstjórn fagnar framtakinu og samþykkir að leigja aðstandendum salinn á sömu kjörum og tíðkast hefur fyrir uppákomur af svipuðum menningarlegum toga.

Samþykkt samhljóða

9.Kvenfélagið Eining - umsókn um styrk

1410027

Kvenfélagið Eining sækir um frí afnot af sal á Laugalandi vegna aðventuhátíðar og 50.000 kr styrk vegna útlagðs kostnaðar
Samþykkt að veita Kvenfélaginu Einingu styrk á móti hlut sveitarfélagsins Rangárþing ytra í húsaleigu á Laugalandi á aðventuhátíð 1. des n.k.

10.Hugmyndagáttin 2014

1410042

Hugmyndir, ábendingar eða fyrirspurnir sem hafa borist
Borist höfðu tvær ábendingar í hugmyndagáttina. Annars vegar ábending varðandi bílaþvottaplan og hins vegar um púttvöll. Sveitarstjóra falið að bregðast við eða koma ábendingum og hugmyndum á framfæri við forstöðumenn viðeigandi stofnana og /eða viðeigandi formenn nefnda sveitarfélagsins.

11.Fyrirspurnir Okt14

1410049

Fyrirspurnir frá Á-lista um stöðu nokkurra mála
Málþing sveitarfélaga um þjónustu við nýja úbúa af erlendum uppruna

Svar: Sveitarstjóri hefur setið í undirbúningsnefnd fyrir málþingið sem nú er komið á dagskrá sbr. lið 5.2 hér að ofan.Framtíð verkefnisins thjórsársveitir.is

Svar: Sveitarfélögin eru sammála um að viðhalda þessum hópi en hvíla heimasíðuna sem er eini beini kostnaðarliðurinn.Kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar

Svar: Nú er mati í héraði lokið. Alta er að fara yfir gögnin og skrá lýsingar á þeim stöðum sem voru metnir með miðlungs eða mikið aðdráttarafl. Þegar að þeirri vinnu er lokið fá fyrri fulltrúar, auk nýrra frá Umhverfisstofnun, Landgræðslunni o.þ.h. aðgang að kerfinu til að yfir fara matið og þær upplýsingar sem þar eru. Þá gefst kostur til athugasemda og leiðréttinga ef einhverjar eru. Stýrihópurinn hittist á fundi í dag til að ákveða næstu tímavörður.Kerfisbundnar hreinsanir rotþróa í sveitarfélaginu

Svar: Unnið er af fullum krafti að undirbúningi verkefnisins. Nýlega vinnufundur með landgræðslunni um nýtingu seyru og áætlun um heimsókn til Hrunamanna í byrjun nóvember til að kynnast þeirra nálgun á málið.Sameiginlegur fundur með stjórn Lundar, Rangárþings ytra og Ásahrepps

Svar: Óskað hefur verið eftir fundi við formann stjórnar Lundar, ekki er búið að festa fundardag en verður við fyrstu hentugleika.

12.Málþing um stöðu innflytjenda

1410041

Boð um þátttöku í málþingi um stöðu Innflytjenda í sveitarfélögum
Lagt fram til kynningar.

13.Dagur íslenskrar tungu - bréf

1410043

Menntamálaráðherra um dagskrá á degi íslenskrar tungu
Lagt fram til kynningar

14.Samanburður gjaldskrá leikskóla PWC

1410048

Skýrsla unnin af PWC fyrir Rangárþing eystra um samanburð á leikskólagjöldum í sveitarfélögum
Lagt fram til kynningar

15.Stjórnsýslumál IRR14020220

1410044

Um lögmæti framkvæmdar tilgreindra lánveitinga úr sveitarsjóði Rangárþings ytra árið 2012
Sveitarstjóra falið að svara erindi ráðuneytisins.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?