1.Samþykktir og þjónustusamningar Húsakynna bs
1601024
Atriði sem þarf að útfæra eða klára.
2.Eignir í umsjá Húsakynna bs
1601012
Fasteignir sem sveitarfélögin Rangárþing ytra og Ásahreppur eiga sameiginlega og hafa falið Húsakynnum bs umsjá með.
Farið yfir lista um sameiginlegar fasteignir (fylgiskjal 1 með samþykktum). Ljóst að staðfesta þarf nokkur atriði varðandi nákvæma eignarhluta og skráningu í fasteignaskrá. Eins er líklegt að vanti einhverjar eignir á listann. Óskað eftir því að sveitarstjórar vinni í málinu og leggi uppfærðan lista fyrir stjórnina.
3.Leiguíbúðir Húsakynna bs
1601025
Eignalisti, leigjendur, leigusamningar, gjaldskrár ofl.
Húsakynni bs eiga 6 íbúðir sem allar eru í útleigu. Markmiðið hefur verið að selja þessar eignir.
4.Sala íbúða við Giljatanga og lands úr Nefsholti 2
1601011
Niðurstaða sveitarstjórnar.
Heimild liggur fyrir frá sveitarstjórn Rangárþings ytra um sölu á landi úr Nefsholti 2. Tillaga um að stjórn Húsakynna bs óski eftir kaupum á landinu þannig að eignarhald sé á einni hendi. Formanni falið að ganga til viðræðna við sveitarfélagið og leggja tillögu fyrir stjórn.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið - kl. 10:30.
1.1 Framkvæmdastjórn
Stjórn Húsakynna bs samþykkir að sveitarstjóri Rangárþings ytra fari með framkvæmdastjórn samkvæmt 4.gr. samþykkta byggðasamlagsins og veitir honum fullt umboð til að samþykkja reikninga fyrir hönd byggðasamlagsins. Einnig er forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra og/eða umsjónarmanni fasteigna við Þjónustumiðstöðina veitt umboð til að samþykkja reikninga sem til koma vegna viðhalds og framkvæmda.
1.2 Fjárhagsáætlun
Sameina þarf fjárhagsáætlun þeirra verkefna sem nú falla undir Húsakynni bs. Stjórn óskar eftir því að sveitarstjórar beggja sveitarfélaga sjái til þess að sameinuð fjárhagsáætlun þeirra verkefna sem tilheyra Húsakynnum bs verði tekin saman og lögð fyrir næsta stjórnarfund.
1.3 Gjaldskrármál
Formanni ásamt sveitarstjórum falið að vinna tillögur að gjaldskrá og leggja fyrir næsta fund stjórnar.
1.4 Þjónustusamningur útfærsla
Þjónustusamningur liggur fyrir og unnið er út frá samþykktri fjárhagsáætlun.
1.5 Endurskoðun
Fyrir liggur að KPMG eru endurskoðendur Húsakynna bs en meta þarf hvort breyta þurfi samningum þar sem umfang verkefna er annað nú. Framkvæmdastjóra falið að leita eftir samningi við KPMG um áframhaldandi endurskoðun reikninga byggðasamlagsins miðað við breyttar forsendur.