Ágúst Sigurðsson hafði boðað forföll. Ingvar Pétur Guðbjörnsson sat fundinn í gegnum síma.
1.Eignir í umsjá Húsakynna bs
1601012
Útleiga Þóristungur og hestagirðingar
Samþykkt er að ganga til samninga við Fish partner ehf til þriggja mánaða með möguleika á framlengingu til lengri tími samkvæmt tilboði Fish partner ehf. Á þessu þriggja mánaða tímabili skal húsaleiga vera 100.000 kr á mánuði. Fish partner ehf yfirtekur þær pantanir sem þegar hafa borist í sumar. Umsjónarmanni fasteigna er falið að vinna endurbótaáætlun á húsinu í samstarfi við Fish partner ehf.
Samþykkt að leigja Vatnajökulsþjóðgarði hestagirðingu í Nýjadal til fimm ára með sex mánaða uppsagnarákvæði.
Sveitarstjórum (NJ og ÁS) falið að ganga frá leigusamningum í samræmi við umræður fundarins.
Samþykkt að leigja Vatnajökulsþjóðgarði hestagirðingu í Nýjadal til fimm ára með sex mánaða uppsagnarákvæði.
Sveitarstjórum (NJ og ÁS) falið að ganga frá leigusamningum í samræmi við umræður fundarins.
2.Leiguíbúðir Húsakynna bs
1601025
Fossalda 1, verðkönnun vegna viðhalds
Samþykkt er að fresta framkvæmdum. Umsjónarmanni fasteigna er falið að framkvæma víðtækari verðkönnun og leggja fyrir stjórn í haust.
Fundi slitið - kl. 10:30.