13. fundur 07. desember 2016 kl. 08:30 - 10:00 Í fundarsal á skrifstofu Rangárþings ytra
Nefndarmenn
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson formaður
  • Karl Ölvisson aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir undir lið 1 og Heimir Hafsteinsson.

1.Rekstraryfirlit 05122016

1612014

Rekstraryfirlit Húsakynna jan-nóv
Farið yfir rekstraryfirlit janúar-nóvember. Sveitarstjórum falið að fara betur yfir nokkra þætti sem snúa að framkvæmdum ársins og fjárhagsáætlun og upplýsa stjórnarmenn.

2.Eignir í umsjá Húsakynna bs

1601012

Framtíðarfyrirkomulag í Þóristungum
Rætt var um hugmyndir að framtíðarfyrirkomulagi á rekstri hússins í Þóristungum en komið er að gagngeru viðhaldi. Lögð var fram kostnaðaráætlun að fjárhæð um 15 m til viðhalds hússins. Tillaga lögð fram um að bjóða húsið til kaups í því ástandi sem það er og með þeim skilyrðum að fjallmenn hafi gjaldfrían aðgang að húsinu í fjallferðum.



Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum (IPG,YKJ), einn sat hjá (KÖ).

Fundi slitið - kl. 10:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?