Formaður lagði til að við dagskránna bættist liður 3. Leiguíbúðir Húsakynna. Það var samþykkt. Aðrir liðir færast til í samræmi.
1.Ársreikningur 2017 - Húsakynni bs
1703054
Ársreikningur fyrir árið 2016 lagður fram til staðfestingar.
Lagður fram Ársreikningur Húsakynna bs fyrir árið 2016 og hann áritaður af stjórnarmönnum. Rekstrarniðurstaða byggðasamlagsins á árinu 2016 var jákvæð að fjárhæð 9,2 millj. kr. samkvæmt rektrarreikningi. Eigið fé í árslok var neikvætt um 47,7 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.
2.Eignir í umsjá Húsakynna bs
1601012
Tilboð sem bárust í Þóristungur, Landréttir frh., Salernishús við Tjaldsvæði frh.
2.1 Sala á húsum í Þóristungum
Lagt fram yfirlit frá Fannberg fasteignasölu varðandi tilboð í húseignir í Þóristungur. Hæsta tilboð í húsin var 13.000.000.- kr og leggur stjórn Húsakynna til við sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Ásahrepps að taka tilboði hæstbjóðanda. Skilyrt verði í kaupsamningi og þinglýst sú kvöð að fjallmenn hafi skilyrðislausan gjaldfrjálsan aðgang að húsunum í leitum hvert ár.
Samþykkt með 2 atkv. (IPG,YKJ), einn var á móti (KÖ).
2.2 Landréttir í Réttarnesi
Búið er að kanna hvernig uppbyggingu var háttað við endurnýjun fjárrétta í Árnessýslu. Algengt fyrirkomulag hefur verið að sérstök hollvinasamtök hafi leitt slíkt endurbyggingarstarf en sveitarfélögin hafi einnig verið bakhjarlar í starfinu. Fyrir liggja greinargóðar heimildir um dilkaskipan og sögu Landrétta og gæti verið fyrsta skrefið að koma upp upplýsingaskilti. Ákveðið að fela ÁS að undirbúa málið og kynna á næsta stjórnarfundi. Formaður mun leita eftir samstarfi við áhugasama heimamenn um stofnun hollvinafélags réttanna.
2.3 Salernishús við Tjaldsvæði - erindi frá leigjendum
Húsið er í sameiginlegri eigu Rangárþings ytra og Ásahrepps og samkvæmt 4. gr. leigusamnings ber leigutaka að sjá um viðhald hússins. Erindinu er því hafnað.
Lagt fram yfirlit frá Fannberg fasteignasölu varðandi tilboð í húseignir í Þóristungur. Hæsta tilboð í húsin var 13.000.000.- kr og leggur stjórn Húsakynna til við sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Ásahrepps að taka tilboði hæstbjóðanda. Skilyrt verði í kaupsamningi og þinglýst sú kvöð að fjallmenn hafi skilyrðislausan gjaldfrjálsan aðgang að húsunum í leitum hvert ár.
Samþykkt með 2 atkv. (IPG,YKJ), einn var á móti (KÖ).
2.2 Landréttir í Réttarnesi
Búið er að kanna hvernig uppbyggingu var háttað við endurnýjun fjárrétta í Árnessýslu. Algengt fyrirkomulag hefur verið að sérstök hollvinasamtök hafi leitt slíkt endurbyggingarstarf en sveitarfélögin hafi einnig verið bakhjarlar í starfinu. Fyrir liggja greinargóðar heimildir um dilkaskipan og sögu Landrétta og gæti verið fyrsta skrefið að koma upp upplýsingaskilti. Ákveðið að fela ÁS að undirbúa málið og kynna á næsta stjórnarfundi. Formaður mun leita eftir samstarfi við áhugasama heimamenn um stofnun hollvinafélags réttanna.
2.3 Salernishús við Tjaldsvæði - erindi frá leigjendum
Húsið er í sameiginlegri eigu Rangárþings ytra og Ásahrepps og samkvæmt 4. gr. leigusamnings ber leigutaka að sjá um viðhald hússins. Erindinu er því hafnað.
3.Leiguíbúðir Húsakynna bs
1601025
Gengið var frá undirritun kaupsamnings vegna Fossöldu 1.
4.Framkvæmdaáætlun 2017
1703004
Vettvangsskoðun eigna á Laugalandi
HH lagði fram uppfærða framkvæmdaáætlun ársins 2017 með áföllnum kostnaði og forgangsröðun fyrir Húsakynni bs. Farin var vettvangsferð um byggingar á Laugalandi.
Fundi slitið - kl. 12:15.