16. fundur 02. júní 2017 kl. 14:00 - 15:40 í Heklu fundarsal Miðjunni
Nefndarmenn
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson formaður
  • Karl Ölvisson aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sátu fundinn undir lið 1 Klara Viðarsdóttir og Heimir Hafsteinsson.

1.Rekstraryfirlit 31052017 - Húsakynni

1705065

Yfirlit um rekstur jan-maí
Farið var yfir rekstur byggðasamlagsins það sem af er ári og rekstraryfirlit lagt fram. Jafnframt var farið yfir framkvæmdaáætlun ársins og stöðu viðhaldsverkefna.

2.Eignir í umsjá Húsakynna bs

1601012

Fyrirkomulag reksturs í Þóristungum
Í ljósi þess að Ásahreppur hafnaði kauptilboði í húsið lagði formaður fram eftirfarandi tillögur:

2.1 Tillaga um útleigu á Þóristungum sumarið 2017
Undirritaður leggur til að formanni stjórnar verði falið að ganga til samninga við
Fish Partner ehf. um leigu á Þóristungum til þriggja mánaða í sumar. Leiga verði sú
sama og í fyrrasumar að viðbættri vísitöluhækkun.
Ingvar P. Guðbjörnsson

Greinargerð:
Þann 31. maí 2016 bókaði stjórn Húsakynna eftirfarandi: „Samþykkt er að ganga til
samninga við Fish Partner ehf. til þriggja mánaða með möguleika á framlengingu til
lengri tími samkvæmt tilboði Fish partner ehf. Á þessu þriggja mánaða tímabili skal
húsaleiga vera 100.000 kr á mánuði. [...]“
Á fundi sveitarstjórnar Ásahrepps þann 10. maí 2017 var eftirfarandi bókað:
„Hreppsnefnd hafnar sölu á Þóristungum og leggur til að kannað verði hvort
grundvöllur sé fyrir því að tekinn verði upp leigusamningur sem samþykktur var á 10.
fundi Húsakynna bs. 31.05.2016. Umræddur leigusamningur var við sama fyrirtæki og
bauð hæðst í Þóristungur. Samþykkt.“
Málið var rætt á samráðfundi sveitarstjórna sveitarfélaganna nýverið þar sem einnig
var hvatt til þess að umræddur leigusamningur frá 31. maí 2016 yrði tekinn upp við
félagið í samræmi við framleigubókun þann dag.
Í ljósi alls þessa er ofangreind tillaga lögð fram til að tryggja að rekstur verði í húsinu í
sumar.

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

ÁS falið að senda út reikninga fyrir leigu og fela leigutökum að yfirtaka þær pantanir sem þegar hafa borist fyrir sumarið.


2.2 Tillaga um að vinna að langtímaleigusamningi á Þóristungum
Lagt er til að formanni verði falið að vinna að samningi við Fish Partner ehf. um
langtímaleigu á Þóristungum sem hafi það markmið að leigutaki endurbæti húsið í
samræmi við úttekt frá árinu 2016 og skili því svo að leigutíma loknum til leigutaka
uppgerðu eftir ákvæðum samningsins. Samningurinn verði lagður fyrir stjórn til
umfjöllunar og staðfestingar á næstu þremur mánuðum og mun ekki öðlast gildi fyrr
en stjórn Húsakynna bs. hefur samþykkt hann og sveitarstjórnir Rangárþings ytra
og Ásahrepps staðfest hann.
Ingvar P. Guðbjörnsson

Greinargerð:
Þessi tillaga er lögð fram í samræmi við umræður á samráðfundi sveitarstjórna nú
nýverið þar sem þessi leið var lögð til. Tillagan gengur út á að fela formanni umboð til
að ganga til samninga, með öllum eðlilegum fyrirvörum og mun samningur verða að
koma aftur fyrir stjórn, að því gefnu að samningar takist á milli aðila. Skal
samningurinn miða að því að sett verði upp endurbótaáætlun sem leigutakar þurfi að
uppfylla á ákveðnu árabili og skila svo húsinu til leigusala í uppgerðu ástandi. Að öðru
leyti þarfnast tillagan ekki útskýringa.

Afgreiðslu frestað.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 15:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?