17. fundur 24. nóvember 2017 kl. 09:00 - 12:00 í fundarsalnum á skrifstofu Rangárþings ytra (Laugar) í Miðjunni
Nefndarmenn
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson formaður
  • Karl Ölvisson aðalmaður
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði formaður til að við bættist liður 8. Önnur mál. Það var samþykkt. Einnig sátu fundinn Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri undir liðum 1-3 og 8 og Bjarni Jón Matthíasson undir liðum 1-3.

1.Rekstraryfirlit 24112017

1711043

Rekstur Húsakynna bs fram til loka október 2017
Farið yfir rekstraryfirlit Húsakynna bs janúar til loka október 2017.

2.Framkvæmdaáætlun 2017

1703004

Yfirlit um stöðu framkvæmda og viðhaldsverkefna. Uppfærð gögn verða lögð fram fyrir fund.
BJM fór yfir stöðu framkvæmdaáætlunar ársins 2017 en nær öllum framkvæmdum sem voru á áætlun ársins er nú lokið. Eftir er að klára fyrirhugaða viðgerð á tröppum og inngangi suðaustan megin.

3.Fjárhagsáætlun 2018 - Húsakynni bs

1711044

Drög að fjárhagsáætlun ársins 2018
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2018 fyrir Húsakynni bs. Tillaga um að stjórn samþykki fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða.

4.Réttarnes

1503058

Stofnun hollvinasamtaka gömlu Landrétta.
Tillaga um að fela formanni að gangast fyrir stofnfundi hollvinasamtaka gömlu Landrétta sem fyrst.

Samþykkt samhljóða.

5.Leiguíbúðir Húsakynna bs

1601025

Frágangur afsals vegna Fossöldu 1.
Gengið frá undirritun á afsali fyrir Fossöldu 1.

6.Eignir í umsjá Húsakynna bs

1601012

Áframhald samningsgerðar við Fish Partner ehf. um langtímaleigu á Þóristungum.
Samningur við Fish Partner er útrunninn. Tillaga um að auglýsa rekstur húsanna í Þóristungum, Hvanngili og Gásagusti á Holtamannaafrétti sem eru í umsjá Húsakynna bs. Ýmsar útfærslur gætu verið mögulegar s.s. að greiða leigu með endurnýjun húsanna. Hugsanlegt væri að félagasamtök tækju hús að sér líkt og ágæt reynsla er af. Gjarnan mætti hvetja heimafólk til að senda inn umsóknir.

Samþykkt samhljóða.

7.Vettvangsferð stjórnar

1703001

Vettvangsferð á Holtamannaafrétt í júní 2017
Formaður lagði fram minnisblað frá vettvangsferð á Holtamannaafrétt sl. vor. Rætt um viðhaldsmál á þeim húseignum sem eru á afréttinum en ljóst er að sumir fjallaskálarnir eru í lélegu ásigkomulagi.

Lagt fram til kynningar.

8.Önnur mál

1703002

Auðunn Guðjónsson endurskoðandi Húsakynna bs tók þátt í fundinum undir þessum lið í gegnum síma. Hann ræddi möguleika í þróun Húsakynna bs hvað varðar eignir byggðasamlagsins og verkefni til framtíðar. Í kjölfarið sköpuðust umræður um leiðir í þessum efnum en Auðunn vinnur að minnisblaði um málið sem lagt verður fram innan tíðar til eigenda.

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?